Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Kjör íþrótta­konu og íþrót­ta­karls Mos­fells­bæj­ar fór fram við há­tíð­lega at­höfn á veit­inga­staðn­um Blik fimmtu­dag­inn 6. janú­ar 2021.

Íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar 2021 var kjörin: Thelma Dögg Grét­ars­dótt­ir blak­kona.
Árið 2021 var gott ár fyr­ir Thelmu en hún var yf­ir­burða­leik­mað­ur á vell­in­um á ár­inu. Thelma varð Ís­lands­meist­ari í blaki með Aft­ur­eld­ingu. Á upp­skeru­há­tíð Blak­sam­bands Ís­lands fyr­ir leiktíma­bil­ið 2020-2021 var Thelma valin stiga­hæsti leik­mað­ur­inn í sókn, stiga­hæsti leik­mað­ur­inn í upp­gjöf og stiga­hæsti leik­mað­ur­inn sam­tals. Hún var einn­ig valin besti Díó-inn á leiktíma­bil­inu og í draumalið­ið auk þess sem hún var valin besti leik­mað­ur leiktíma­bils­ins. Thelma er einn af mátt­ar­stólp­um ís­lenska lands­liðs­ins í blaki og er í A-lands­liði Ís­lands.

Íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar 2021 var kjör­inn: Guðni Val­ur Guðna­son kringlukast­ari.
Guðni Val­ur var val­inn frjálsí­þrót­tak­arl Frjálsí­þrótta­sam­bands Ís­lands 2021. Hann sit­ur í 17. sæti á Evr­ópu­list­an­um og er fyr­ir­liði ís­lenska karla­lands­liðs­ins. Guðni byrj­aði tíma­bil­ið á glæsi­legri bæt­ingu í kúlu­varpi á Reykja­vík In­ternati­on­al Games með kast upp á 18,81 m. Hann varð Ís­lands­meist­ari í kúlu­varpi inn­an­húss með kast upp á 18,40 m. Guðni vann til silf­ur­verð­launa í kringlukasti á Evr­ópska bik­arkast­mót­inu í Split með kasti upp á 63,66 m. Guðni keppti í kringlukasti á Ólymp­íu­leik­un­um sem fram fóru í Tokyo í fyrra. Hann náði þriðja sæti í kringlukasti á Göte­borgs Fri­drott Grand Prix á eft­ir gull- og silf­ur­verð­launa­höf­un­um frá Ólymp­íu­leik­un­um með kasti upp á 64,92 m.

Vegna Covid-19 var at­höfn­in með óhefð­bundnu sniði vegna fjölda­tak­mark­ana, sótt­varn­a­reglna og þá þurfti að gæta að fjar­lægð­ar­mörk­um. At­höfn­inni var streymt beint á Youtu­be en þetta var í 30. skipti sem við heiðr­um okk­ar besta og efni­leg­asta íþrótta­fólk í Mos­fells­bæ. Alls voru 15 kon­ur og 16 karl­ar til­nefnd og hafa til­nefn­ing­ar aldrei ver­ið fleiri.

Eins og und­an­farin ár mun Mos­fells­bær heiðra alla þá sem voru til­nefnd­ir með við­ur­kenn­ing­um og verða þær af­hent­ar föstu­dag­inn 7. janú­ar milli kl. 17:00 – 18:00 í af­greiðslu Íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar Lága­fell.

Mos­fells­bær ósk­ar þeim Guðna Val og Thelmu Dögg inni­lega til ham­ingju með kjör­ið.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00