Að þessu sinni voru 13 konur og 16 karlar tilnefnd til kjörsins og hafa aldrei verið fleiri.
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Blik miðvikudaginn 6. janúar 2021 í beinni útsendingu í gegnum Youtube.Þetta var í 29. skipti sem við heiðrum okkar besta og efnilegasta íþróttafólk í Mosfellsbæ.
Íþróttakona Mosfellsbæjar 2020 var kjörin: Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrnukona í Fylki.
Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 var kjörinn: Kristófer Karl Karlsson golfíþróttamaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Sú nýjung var gerð í kjörinu í ár að heiðraður var þjálfari ársins sem að þessu sinni var valinn Alexander Sigurðsson fimleikaþjálfari frá Aftureldingu.
Alexander Sigurðsson fimleikaþjálfari frá Aftureldingu
Vegna Covid-19 var athöfnin heldur óhefðbundin í ljósi fjöldatakmarkana, sóttvarnareglna og til að tryggja fjarlægðarmörk.
Eins og undanfarin ár mun Mosfellsbær heiðra alla þá sem voru tilnefndir til kjörsins með viðurkenningum og verða þær afhentar fimmtudaginn 7. janúar milli kl. 17:00 -19:00 í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvarinnar Lágafell.
Mosfellsbær óskar þeim Cecilíu Rán, Kristófer Karli og Alexander innilega til hamingju með kjörið.
Tengt efni
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Hægt er að senda inn tilnefningar til 19. nóvember 2024.
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023 heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 11. janúar
Tilnefningar voru 21 og eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa úr hópi tilnefndra íþróttafólk ársins 2023. Á sama tíma var þjálfari, lið og sjálfboðaliði ársins heiðruð.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023
Átta konur og ellefu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023.