Á dögunum veitti íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til ungra og efnilegra ungmenna.
Styrkirnir eru í formi launa yfir sumartímann og eru greiddir í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ.
Markmiðið er að gefa einstaklingum sem að skara fram úr færi á að stunda sína list, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Við valið er stuðst við reglur sem byggja á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem að vegna listar, íþróttar eða tómstundar sinnar eiga erfitt með að vinna launuð störf að hluta til eða að öllu leyti yfir sumartímann.
Í ár bárust 20 umsóknir. Allir umsóknaraðilar eru sannarlega vel að styrknum komnir og íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum aðilum fyrir sínar umsóknir.
Styrkþegar sumarsins eru sjö:
- Eydís Ósk Sævarsdóttir – Hestar/píanó
- Heiða María Hannesdóttir – Myndlist
- Lilja Sól Helgadóttir – Tónlist/tónsköpun
- Logi Geirsson – Brasilískt jiu jitsu
- Sara Kristinsdóttir – Golf
- Sigurjón Bragi Atlason – Handknattleikur
- Sævar Atli Hugason – Knattspyrna
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024