Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. apríl 2023

Á dög­un­um veitti íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar styrki til ungra og efni­legra ung­menna.

Styrk­irn­ir eru í formi launa yfir sum­ar­tím­ann og eru greidd­ir í sam­ræmi við önn­ur sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ.

Mark­mið­ið er að gefa ein­stak­ling­um sem að skara fram úr færi á að stunda sína list, íþrótt eða tóm­st­und yfir sum­ar­tím­ann. Við val­ið er stuðst við regl­ur sem byggja á vilja Mos­fells­bæj­ar til að koma til móts við ung­menni sem að vegna list­ar, íþrótt­ar eða tóm­stund­ar sinn­ar eiga erfitt með að vinna laun­uð störf að hluta til eða að öllu leyti yfir sum­ar­tím­ann.

Í ár bár­ust 20 um­sókn­ir. All­ir um­sókn­ar­að­il­ar eru sann­ar­lega vel að styrkn­um komn­ir og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar öll­um að­il­um fyr­ir sín­ar um­sókn­ir.

Styrk­þeg­ar sum­ars­ins eru sjö:

  • Eydís Ósk Sæv­ars­dótt­ir – Hest­ar/pí­anó
  • Heiða María Hann­es­dótt­ir – Mynd­list
  • Lilja Sól Helga­dótt­ir – Tónlist/tón­sköp­un
  • Logi Geirs­son – Bras­il­ískt jiu jitsu
  • Sara Krist­ins­dótt­ir – Golf
  • Sig­ur­jón Bragi Atla­son – Hand­knatt­leik­ur
  • Sæv­ar Atli Huga­son – Knatt­spyrna
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00