Í dag, föstudaginn 21. október, er stefnt að því að opna fyrir tvær akreinar í báðar áttir (2+2) á vegkaflanum á Vesturlandsvegi milli Langatanga og Reykjavegar.
Í framhaldinu tekur við frágangsvinna sem stendur yfir næstu tvær vikurnar.
Vinnu við vegrið á þessum vegkafla ætti að ljúka í næstu viku.