Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. febrúar 2021

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið: Hlé­garð­ur fram­tíð­ar­sýn, 1. áfangi.

Til stend­ur að fara í end­ur­bæt­ur á fé­lags­heim­il­inu Hlé­garði við Há­holt 2 í Mos­fells­bæ. Verk­ið sem nú er boð­ið út er 1. áfangi fyr­ir­hug­aðra end­ur­bóta.

Hlé­garð­ur er fé­lags­heim­ili og menn­ing­ar­hús sem stað­sett er í hjarta Mos­fells­bæj­ar og rekst­ur þess er leigð­ur út. Upp­runa­lega hús­ið var vígt við há­tíð­lega at­höfn þann 17. mars 1951. Síð­an þá hef­ur ver­ið byggt við hús­ið minnst tvisvar sinn­um og gerð­ar hafa ver­ið á því ýms­ar að­r­ar breyt­ing­ar og end­ur­bæt­ur í ár­anna rás.

Helstu verk­þætt­ir eru:
Í þess­um 1. áfanga verk­efn­is­ins á með­al ann­ars að skipta um gól­f­efni, á meg­in­hluta 1. hæð­ar, rífa nið­ur eldri inn­rétt­ing­ar í veit­inga­sal og byggja nýj­ar, skipta um hurð­ir, end­ur­bæta sal­ern­is­að­söðu og að­laga lagna-, loftræsi- og raf­kerfi að breyt­ing­um.

Helstu magn­töl­ur eru:

  • Málun – 1.027 m²
  • Ílögn – 225 m²
  • Flot­un gólfa – 432 m²
  • Par­kett – 366 m²
  • Stál­smíði – 1.100 kg
  • Ílögn og bendinet – 235 m²
  • Pípu­lagn­ir, rör – 55 m
  • Loftræs­ing, blikk – 55 kg
  • Raflagn­ir, streng­ir –  510 m

Verk­inu skal að fullu lok­ið 14. ág­úst 2021.

Í ljósi sam­komutak­mark­ana verða út­boðs­gögn ein­göngu af­hent ra­f­rænt. Beiðn­ir um út­boðs­gögn má senda á net­fang­ið mos@mos.is. Einn­ig er hægt að hafa sam­band við þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700. Út­boðs­gögn verða af­hent frá og með kl. 11:00 þriðju­dag­inn 9. fe­brú­ar 2021.

Til­boð­um skal skila ra­f­rænt á net­fang­ið mos@mos.is eða í um­slagi í þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar og eigi síð­ar en kl. 11:00 fimmtu­dag­inn 4. mars 2021. Til­boð­in verða opn­uð á fjar­fundi hálf­tíma síð­ar að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00