Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. apríl 2016

    Í Mos­fells­bæ hef­ur myndast hefð fyr­ir því að kveðja Eurovisi­on kepp­end­ur við há­tíð­lega at­höfn á Mið­bæj­ar­torg­inu séu þeir Mos­fell­ing­ar.

    Þetta er í þriðja sinn á fimm árum sem kepp­and­inn kem­ur frá Mos­fells­bæ og erum við ótrú­lega stolt af því.

    Föstu­dag­inn 29. apríl klukk­an 10:30 munu börn úr leik- og grunn­skól­um bæj­ar­ins sam­ein­ast á Mið­bæj­ar­torg­inu og óska kepp­and­an­um í ár góðs geng­is.

    Bæj­ar­bú­ar eru hvatt­ir til að fjöl­menna og taka þátt í skemmti­legri sam­verust­und.

    Greta Salóme er bæj­ar­bú­um af góðu kunn. Hún hef­ur ver­ið virk­ur þátt­tak­andi í menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins árum sam­an og var út­nefnd Mos­fell­ing­ur árs­ins af bæj­ar­blað­inu Mos­fell­ingi árið 2012.

    Mos­fells­bær ósk­ar Gretu Salóme góðs geng­is í Stokk­hólmi en hún stíg­ur á svið þann 10. maí sem er fyrra undanúr­slita­kvöld keppn­inn­ar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00