Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. september 2019

Tón­list­ar­kon­an Guð­rún Ýr Ey­förð, bet­ur þekkt sem GDRN, er bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2019.

Á sér­stakri há­tíð­ar­dagskrá í lok bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima var tón­list­ar­kon­an Guð­rún Ýr Ey­förð, bet­ur þekkt sem GDRN, út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2019.

Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér um val bæj­arlista­manns ár hvert og veitti Björk Inga­dótt­ir formað­ur nefnd­ar­inn­ar Guð­rúnu verð­launa­grip eft­ir lista­kon­una Ingu El­ínu ásamt við­ur­kenn­ing­ar­fé sem fylg­ir nafn­bót­inni.

Við við­töku verð­laun­anna sagði Guð­rún:

„Mig lang­ar að þakka inni­lega fyr­ir þessi verð­laun, þetta er mik­ill heið­ur. En nú er ég búin að vera með minn eig­in fer­il sem GDRN ekki nema í þrjú ár en ég hef ver­ið að læra tónlist í um tutt­ugu ár og ég stæði ekki hérna í dag ef ekki væri fyr­ir allt frá­bæra tón­listar­fólk­ið og tón­list­ar­kenn­ar­ana sem eru bún­ir að miðla af sinni reynslu til mín. Mig lang­ar því að til­einka þeim þessi verð­laun, af því ég væri ekki hér í dag ef það væri ekki fyr­ir þau.

Guð­rún Ýr er upp­al­in í Mos­fells­bæ og hef­ur ver­ið í tónlist frá unga aldri. Hún hóf fiðlu­nám í Tón­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar fimm ára, flutti sig síð­ar í Suzuki skól­ann og stund­aði nám­ið í ell­efu ár. Eft­ir fiðlu­nám­ið færði hún sig í djass­söng og djasspí­anó í FÍH með­fram námi í mennta­skóla.

Hún gaf út sína fyrstu tónlist árið 2017 og sló í gegn með lag­inu Læt­ur mig sum­ar­ið 2018. Á Ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­un­um fyrr á þessu ári hlaut Guð­rún fern verð­laun. Plata Guð­rún­ar Hvað ef var valin poppp­lata árs­ins, lag­ið Læt­ur mig sem hún syng­ur með Flóna var val­ið popp­lag árs­ins. Að auki var Guð­rún Ýr valin söng­kona árs­ins í flokki popp-, rokk-, raf- og hip­hopp­tón­list­ar og hlaut verð­laun fyr­ir tón­list­ar­mynd­band árs­ins við lag­ið Læt­ur mig.

Í rök­stuðn­ingi menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar seg­ir: „Guð­rún Ýr er fyr­ir­mynd og inn­blást­ur fyr­ir kon­ur í tónlist, upp­renn­andi stjarna og magn­að­ur mos­fellsk­ur lista­mað­ur.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00