Framkvæmdum við 1. áfanga á lýsingu reiðleiðar á svokölluðum flugvallarhringi sem er reiðleið kringum Tungubakkasvæðið er lokið.
Í þessum áfanga voru 19 staurar settir niður á þeim hluta leiðarinnar sem liggur frá hesthúsahverfi að Kvíslartungu. Til stendur að lýsa alla reiðleiðina og verða staurarnir 60 í heildina þegar öllum áföngum verksins er lokið.
Undirbúningur og framkvæmd er í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð. Áfangarnir í verkinu eru þrír og gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið árið 2026.