Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. nóvember 2023

Hug­ur Mos­fell­inga eins og annarra lands­manna er hjá Grind­vík­ing­um vegna þeirr­ar erf­iðu stöðu sem íbú­ar Grinda­vík­ur eru í.

Það verð­ur frítt í sund fyr­ir Grind­vík­inga í Lága­fells­laug og Varmár­laug frá og með deg­in­um í dag og hægt er að fá sund­föt og hand­klæði lán­uð án end­ur­gjalds.

Varmár­laug er opin:

  • Mán. – fös. kl. 06:30 – 08:00 og 15:00 – 21:30
  • Lau. kl. 08:00 – 17:00
  • Sun. kl. 08:00 – 16:00

Varmár­laug býð­ur upp á sund­laug, barna­laug, sauna, vatns­gufu, infrar­auð­an klefa, tvo heita potta, þar af ann­ar með nuddi, og leik­tæki fyr­ir börn­in.

Lága­fells­laug er opin:

  • Mán. – fös. kl. 6:30 – 22:00
  • Lau. – sun. kl. 08:00 – 19:00

Lága­fells­laug býð­ur upp á 25m keppn­is­laug, inn­isund­laug, barna­laug og vað­laug auk þriggja vatns­renni­brauta. Þar eru einnig tveir heit­ir pott­ar, nuddpott­ur og kald­ur pott­ur, vatns­gufa, infrarauð gufa og hefð­bund­in gufa.

Bæj­ar­stjór­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa fund­að með bæj­ar­stjóra Grinda­vík­ur og al­manna­vörn­um um hleg­ina og hafa boð­ið fram að­stoð sinna sveit­ar­fé­laga. Þá hafa sviðs­stjór­ar fræðslu­mála enn­frem­ur fund­að með bæj­ar­yf­ir­völd­um í Grinda­vík um helg­ina til þess að und­ir­búa skóla­göngu fyr­ir börn frá Grinda­vík í næstu viku.

Mos­fells­bær send­ir Grind­vík­ing­um hlýj­ar kveðj­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

 

net­spjall

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00