Hugur Mosfellinga eins og annarra landsmanna er hjá Grindvíkingum vegna þeirrar erfiðu stöðu sem íbúar Grindavíkur eru í.
Það verður frítt í sund fyrir Grindvíkinga í Lágafellslaug og Varmárlaug frá og með deginum í dag og hægt er að fá sundföt og handklæði lánuð án endurgjalds.
Varmárlaug er opin:
- Mán. – fös. kl. 06:30 – 08:00 og 15:00 – 21:30
- Lau. kl. 08:00 – 17:00
- Sun. kl. 08:00 – 16:00
Varmárlaug býður upp á sundlaug, barnalaug, sauna, vatnsgufu, infrarauðan klefa, tvo heita potta, þar af annar með nuddi, og leiktæki fyrir börnin.
Lágafellslaug er opin:
- Mán. – fös. kl. 6:30 – 22:00
- Lau. – sun. kl. 08:00 – 19:00
Lágafellslaug býður upp á 25m keppnislaug, innisundlaug, barnalaug og vaðlaug auk þriggja vatnsrennibrauta. Þar eru einnig tveir heitir pottar, nuddpottur og kaldur pottur, vatnsgufa, infrarauð gufa og hefðbundin gufa.
Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu hafa fundað með bæjarstjóra Grindavíkur og almannavörnum um hlegina og hafa boðið fram aðstoð sinna sveitarfélaga. Þá hafa sviðsstjórar fræðslumála ennfremur fundað með bæjaryfirvöldum í Grindavík um helgina til þess að undirbúa skólagöngu fyrir börn frá Grindavík í næstu viku.
Mosfellsbær sendir Grindvíkingum hlýjar kveðjur.
Tengt efni
Lendingarlaug og rennibrautir í Lágafellslaug lokaðar tímabundið
Fyrsti heiti pottur sinnar tegundar á Íslandi fyrir hreyfihamlaða
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.