Á dögunum voru undirritaðir samningar um umfangsmiklar framkvæmdir á skólalóðum við Varmárskóla og Lágafellsskóla. Markmið þessara framkvæmda er að bæta aðstöðu til útivistar, leikja og samveru fyrir nemendur og starfsfólk skólanna, auk þess að endurnýja og efla þann búnað sem fyrir er á skólalóðunum. Áætlað er að framkvæmdum ljúki við upphaf skólaárs í haust.
Samningur var undirritaður við fyrirtækið Jóhann Helgi og Co. um fyrsta áfanga við Lágafellsskóla. Framkvæmdir eru hafnar og felast meðal annars í uppsetningu nýrra leiktækja, lagningu fallvarnarefna og gervigrass, hellulögn, girðingavinnu ásamt því að laga yfirborðsfrágang á lóðinni.
Frá vinstri: Óskar Gísli Sveinsson deildarstjóri nýframkvæmda, Hildur Hafbergsdóttir verkefnastjóri umhverfissvið, Lísa Greipsson skólastjóri Lágafellsskóla, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Jóhann Helgi Hlöðversson f.h. verktaka.
Mynd: Alexía Guðjónsdóttir
Samningur um annan áfanga við Varmárskóla var einnig undirritaður við fyrirtækið Sumargarðar ehf. Framkvæmdir felast m.a. í samsetningu og uppsetningu leiktækja, lagningu gervigrass, bættri lýsingu á skólalóð sem og unnið verður að frágangi á yfirborði skólalóðar, ýmist með malbiki, þökulögn og eða hellulögn.
Frá vinstri: Óskar Gísli Sveinsson deildarstjóri nýframkvæmda, Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Varmárskóla, Hildur Hafbergsdóttir verkefnastjóri umhverfissviðs, Bjarni Haukur Magnússon f.h. Sumargarða ehf., Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Stefán Hjalti Óskarsson f.h. Sumargarða ehf.
Mynd: Alexía Guðjónsdóttir