Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. júlí 2025

Á dög­un­um voru und­ir­rit­að­ir samn­ing­ar um um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir á skóla­lóð­um við Varmár­skóla og Lága­fells­skóla. Markmið þess­ara fram­kvæmda er að bæta að­stöðu til úti­vist­ar, leikja og sam­veru fyr­ir nem­end­ur og starfs­fólk skól­anna, auk þess að end­ur­nýja og efla þann bún­að sem fyr­ir er á skóla­lóð­un­um. Áætlað er að fram­kvæmd­um ljúki við upp­haf skóla­árs í haust.

Samn­ing­ur var und­ir­rit­að­ur við fyr­ir­tæk­ið Jó­hann Helgi og Co. um fyrsta áfanga við Lága­fells­skóla. Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar og felast með­al ann­ars í upp­setn­ingu nýrra leik­tækja, lagn­ingu fall­varn­ar­efna og gervi­grass, hellu­lögn, girð­inga­vinnu ásamt því að laga yf­ir­borðs­frág­ang á lóð­inni.

Frá vinstri: Ósk­ar Gísli Sveins­son deild­ar­stjóri ný­fram­kvæmda, Hild­ur Haf­bergs­dótt­ir verk­efna­stjóri um­hverf­is­svið, Lísa Greips­son skóla­stjóri Lága­fells­skóla, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Jó­hann Helgi Hlöðvers­son f.h. verktaka.

Mynd: Al­exía Guð­jóns­dótt­ir

Samn­ing­ur um ann­an áfanga við Varmár­skóla var einn­ig und­ir­rit­að­ur við fyr­ir­tæk­ið Sum­ar­garð­ar ehf. Fram­kvæmd­ir felast m.a. í sam­setn­ingu og upp­setn­ingu leik­tækja, lagn­ingu gervi­grass, bættri lýs­ingu á skóla­lóð sem og unn­ið verð­ur að frá­gangi á yf­ir­borði skóla­lóð­ar, ým­ist með mal­biki, þöku­lögn og eða hellu­lögn.

Frá vinstri: Ósk­ar Gísli Sveins­son deild­ar­stjóri ný­fram­kvæmda, Jóna Bene­dikts­dótt­ir skóla­stjóri Varmár­skóla, Hild­ur Haf­bergs­dótt­ir verk­efna­stjóri um­hverf­is­sviðs, Bjarni Hauk­ur Magnús­son f.h. Sum­argarða ehf., Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Stefán Hjalti Ósk­ars­son f.h. Sum­argarða ehf.

Mynd: Al­exía Guð­jóns­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00