Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. júlí 2021

Nú eru fram­kvæmd­ir við sam­göngustíg og end­ur­nýj­un Varmár­ræs­is í full­um gangi.

Gang­andi um­ferð er tak­mörk­uð um Æv­in­týra­garð­inn með­an á fram­kvæmd­um stend­ur. Hjá­leið er um Tungu­veg og nið­ur Ull­ar­nes­brekku.

Stíg­ur­inn sem er frá Varmár­svæð­inu og ligg­ur að nýju hund­ar­gerði við Ull­ar­nes­brekku mun opna að nýju um helg­ina.

Áætlað er að sam­göngu­stíg­ur­inn verði mal­bik­að­ur frá Varmá að leik­svæði inn­an Æv­in­týragarðs fyr­ir lok júlí­mán­að­ar. Þá mun sá hluti Æv­in­týragarðs sem snýr að Varmár­svæði verða greið­fær fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur.

Stefnt er á að mal­bika sam­göngustíg frá leik­svæði inn­an Æv­in­týragarðs að Köldu­kvísl í ág­úst­mán­uði.

Við biðj­umst vel­virð­ing­ar á þeim óþæg­ind­um og trufl­un­um sem af þess­um fram­kvæmd­um hlýst og biðj­um við veg­far­end­ur um að sýna fram­kvæmdarað­il­um til­lits­semi með­an á fram­kvæmd­um stend­ur.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00