Nú eru framkvæmdir við samgöngustíg og endurnýjun Varmárræsis í fullum gangi.
Gangandi umferð er takmörkuð um Ævintýragarðinn meðan á framkvæmdum stendur. Hjáleið er um Tunguveg og niður Ullarnesbrekku.
Stígurinn sem er frá Varmársvæðinu og liggur að nýju hundargerði við Ullarnesbrekku mun opna að nýju um helgina.
Áætlað er að samgöngustígurinn verði malbikaður frá Varmá að leiksvæði innan Ævintýragarðs fyrir lok júlímánaðar. Þá mun sá hluti Ævintýragarðs sem snýr að Varmársvæði verða greiðfær fyrir gangandi vegfarendur.
Stefnt er á að malbika samgöngustíg frá leiksvæði innan Ævintýragarðs að Köldukvísl í ágústmánuði.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.