Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. mars 2024

Fram­kvæmda­svæði vegna nýrr­ar eld­hús­bygg­ing­ar við leik­skól­ann Reykja­kot mun stækka í vik­unni á með­an á greftri stend­ur þar sem um­fang graftr­ar er meira en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. Því mið­ur verð­ur að loka gang­stétt sem ligg­ur við leik­skól­ann sam­síða Dælu­stöðv­arvegi yfir verktím­ann en það hef­ur ver­ið gert í nánu sam­ráði við leik­skóla­stjóra. Þeg­ar upp­steypa hefst verð­ur hægt að þrengja fram­kvæmda­svæð­ið aft­ur.

Í sum­ar verð­ur tengi­bygg­ing sem teng­ir eld­hús­bygg­ingu við leik­skóla­deild­ir rifin vegna raka sem kom í ljós við fram­kvæmd­ir. Gert er ráð fyr­ir að tengi­bygg­ing­in verði til­bú­in þeg­ar skólast­arf hefst eft­ir sum­ar­frí og að eld­hús­bygg­ing­in verði tekin í notk­un á haust­mán­uð­um 2024.

Gamla eld­hús­bygg­ing­in sem stend­ur á bíla­plan­inu á móts við Reykja­kot verð­ur fjar­lægð í vik­unni.

Við biðj­umst vel­virð­ing­ar á þeim óþæg­ind­um sem þetta kann að valda.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00