Framkvæmdasvæði vegna nýrrar eldhúsbyggingar við leikskólann Reykjakot mun stækka í vikunni á meðan á greftri stendur þar sem umfang graftrar er meira en upphaflega var gert ráð fyrir. Því miður verður að loka gangstétt sem liggur við leikskólann samsíða Dælustöðvarvegi yfir verktímann en það hefur verið gert í nánu samráði við leikskólastjóra. Þegar uppsteypa hefst verður hægt að þrengja framkvæmdasvæðið aftur.
Í sumar verður tengibygging sem tengir eldhúsbyggingu við leikskóladeildir rifin vegna raka sem kom í ljós við framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að tengibyggingin verði tilbúin þegar skólastarf hefst eftir sumarfrí og að eldhúsbyggingin verði tekin í notkun á haustmánuðum 2024.
Gamla eldhúsbyggingin sem stendur á bílaplaninu á móts við Reykjakot verður fjarlægð í vikunni.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.