Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. júní 2024

Í maí­mán­uði skrif­aði Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri und­ir við­auka við samn­ing um inn­rétt­ing­ar við Magnús Þór Magnús­son for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins Al­efl­is sem sér um bygg­ingu leik­skól­ans í Helga­fellslandi. Við það til­efni var bæj­ar­full­trú­um og starfs­fólki á um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði boð­ið að koma og skoða leik­skól­ann.

Vinna Al­efl­is felst í að steypa upp leik­skól­ann, fram­kvæma nauð­syn­leg­ar fyll­ing­ar inn­an lóð­ar og mann­virkja ásamt því að loka og klára hús­ið að fullu að inn­an og utan. Lóð leik­skól­ans verð­ur við opn­un full­klár­uð með leik­tækj­um, bíla­plani og göngu­leið­um.

Áætluð verklok eru í lok júní 2025. Stefnt er að því að leik­skól­inn taki á móti fyrstu börn­un­um haust­ið 2025.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00