Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. apríl 2022

    Nú standa yfir yf­ir­borðs­fram­kvæmd­ir á opn­um svæð­um á milli gatna í Leir­vogstungu.

    Geng­ið verð­ur frá ófrá­gengn­um svæð­um á milli hverfa með því að setja þau í rétt­ar hæð­ir og þöku­leggja. Í fram­haldi verð­ur byrj­að að steypa kant­steina og gang­stétt­ar þar sem vant­ar. Mik­il­vægt er að lóða­haf­ar fylgi þeim hæð­ar­töl­um á sín­um lóð­um sem gefn­ar eru upp á lóða og mæli­blöð­um og fram­kvæmi ekki fyr­ir utan lóða­mörk.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd­ir veit­ir Þor­steinn Sig­valda­son verk­efna­stjóri á Um­hverf­is­sviði í síma 525-6700 eða net­fang­ið ths[hja]mos.is.

    Við biðj­umst vel­virð­ing­ar á þeirri rösk­un sem þess­ar fram­kvæmd­ir kunna að valda og eru íbú­ar beðn­ir um að sýna fram­kvæmdarað­il­um til­lits­semi.