Vegna framkvæmda í Ævintýragarði er leiksvæði og hundagerði lokað frá og með 13. maí 2021.
Stefnt er á að opna garðinn aftur fyrir bæjarhátíðina Í túninu heima.
Unnið er að gerð nýs samgöngustígs í gegnum Ævintýragarðinn, með aðskildum göngu- og hjólaleiðum auk framkvæmda á leiksvæðinu og í kringum hundagerðið. Á leiksvæðið kemur nýtt grill í grillskýlið, nýr ærslabelgur kemur í stað þess sem eyðilagður var og lagfæringar verða gerðar á frisbígolfvelli og þá koma nýir tengistígar. Hundagerðið hefur verið tekið niður en mun rísa á nýjum stað að loknum framkvæmdum.
Mosfellsbær harmar þau óþægindi sem framkvæmdirnar og tímabundin lokun svæðis hefur í för með sér en nýr og enn betri Ævintýragarður mun opna aftur seinni hluta sumars.