Framkvæmdir eru hafnar við grenndarstöðvar á Bogatanga og Vogatungu. Girt verður í kringum gáma, yfirborðsfrágangur kláraður og svæðin gerð snyrtileg.
Grenndarstöðvar við Bogatanga og Vogatungu eru svokallaðar stærri grenndarstöðvar með sex gámum fyrir málm, gler, textíl, pappa, plast og skilagjaldsskyldar umbúðir.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir haustið 2024.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.