Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Út­tekt EFLU verk­fræði­stofu á raka­skemmd­um á 2. hæð Kvísl­ar­skóla ligg­ur nú fyr­ir og eru skemmd­ir á af­mörk­uð­um svæð­um vegna rakaígjaf­ar frá óþétt­um glugg­um.

Skemmd­ir er að­al­lega að finna neð­an glugga og und­ir gólf­dúk frá glugg­um og inn­an við hurð­ir. Á yf­ir­lits­mynd hér að neð­an má sjá svæð­in sem um ræð­ir á 2. hæð Kvísl­ar­skóla.

Síð­ast­lið­inn vet­ur var sér­stak­lega erf­ið­ur hvað varð­ar úr­komumagn og dýpt rign­ing­ar­lægða. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tók ákvörð­un á fundi sín­um þann 14. júlí síð­ast­lið­inn að far­ið yrði í end­ur­bæt­ur á næstu 4-5 vik­um til þess að fjar­lægja raka­skemmt efni. Hæð­in og bún­að­ur verð­ur þrifin, bún­að­ur plast­að­ur og var­inn, raka­skemmt efni fjar­lægt og að því loknu verð­ur hæð­in þrifin að nýju, til sam­ræm­is við verklag í fram­kvæmd­um sem þess­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00