Úttekt EFLU verkfræðistofu á rakaskemmdum á 2. hæð Kvíslarskóla liggur nú fyrir og eru skemmdir á afmörkuðum svæðum vegna rakaígjafar frá óþéttum gluggum.
Skemmdir er aðallega að finna neðan glugga og undir gólfdúk frá gluggum og innan við hurðir. Á yfirlitsmynd hér að neðan má sjá svæðin sem um ræðir á 2. hæð Kvíslarskóla.
Síðastliðinn vetur var sérstaklega erfiður hvað varðar úrkomumagn og dýpt rigningarlægða. Bæjarráð Mosfellsbæjar tók ákvörðun á fundi sínum þann 14. júlí síðastliðinn að farið yrði í endurbætur á næstu 4-5 vikum til þess að fjarlægja rakaskemmt efni. Hæðin og búnaður verður þrifin, búnaður plastaður og varinn, rakaskemmt efni fjarlægt og að því loknu verður hæðin þrifin að nýju, til samræmis við verklag í framkvæmdum sem þessum.