Fimmtudaginn 16. september frá kl. 9:00-15:00 er stefnt á að fræsa báðar akreinar til suðurs á Vesturlandsvegi milli hringtorga hjá Ásavegi og Þverholti/Reykjavegi.
Önnur akreinin verður fræst í einu svo hægt sé að halda veginum opnum á meðan.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og lokanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Tengt efni
86 rampar í Mosfellsbæ
Í dag eru rampar sem átakið „Römpum upp Ísland“ hefur byggt í Mosfellsbæ orðnir 86 talsins.
Tafir við framkvæmdir á Skarhólabraut
Tafir hafa orðið á frágangi skurðstæðis á Skarhólabraut vegna skemmda á kápu hitaveitulagnar.
Reiðleið lokast tímabundið vegna framkvæmda
Framkvæmdir á um 100 metra kafla Varmárræsis neðan við Íþróttahúsið að Varmá eru að hefjast.