Nú eru hafnar framkvæmdir við framlengingu Fossatungu í Leirvogstungu.
Um er að ræða gatnagerð og veitukerfi. Lokið verður við uppbyggingu götu og gangstíga og lagðar í þær vatns-, holræsa- og hitaveitulagnir og tengdar núverandi veitukerfum. Frágangur yfirborðs, malbikun og gangstéttar verða framkvæmdar seinna. Áætluð verklok eru 1. júni nk.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi eftir að framkvæmdir hefjast og meðan á framkvæmdum stendur.
Tengt efni
86 rampar í Mosfellsbæ
Í dag eru rampar sem átakið „Römpum upp Ísland“ hefur byggt í Mosfellsbæ orðnir 86 talsins.
Tafir við framkvæmdir á Skarhólabraut
Tafir hafa orðið á frágangi skurðstæðis á Skarhólabraut vegna skemmda á kápu hitaveitulagnar.
Reiðleið lokast tímabundið vegna framkvæmda
Framkvæmdir á um 100 metra kafla Varmárræsis neðan við Íþróttahúsið að Varmá eru að hefjast.