Nú eru hafnar framkvæmdir við framlengingu Fossatungu í Leirvogstungu.
Um er að ræða gatnagerð og veitukerfi. Lokið verður við uppbyggingu götu og gangstíga og lagðar í þær vatns-, holræsa- og hitaveitulagnir og tengdar núverandi veitukerfum. Frágangur yfirborðs, malbikun og gangstéttar verða framkvæmdar seinna. Áætluð verklok eru 1. júni nk.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi eftir að framkvæmdir hefjast og meðan á framkvæmdum stendur.
Tengt efni
Samningar um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla
Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Vinna við fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum er hafin
Skipulagsnefnd hefur samþykki að heimila skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að hefja undirbúning vinnu við mótun fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum.
Verksamningur um bætt umferðaröryggi við Reykjaveg undirritaður
Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.