Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. júní 2019

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar veitti á dög­un­um styrki til efni­legra ung­menna.

Mark­mið­ið með styrkn­um er að gefa ein­stak­ling­um sömu tæki­færi og jafn­öldr­um þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tóm­st­und yfir sum­ar­tím­ann.

Styrk­ur­inn er fólg­inn í laun­um frá Mos­fells­bæ og greitt er í sam­ræmi við önn­ur sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ.

Það var að­dá­un­ar­verð­ur listi hæfra um­sækj­enda sem sótti um og vanda­samt verk að velja ein­stak­linga sem eiga að hljóta styrki og langt frá því ein­falt að bera sam­an ein­stak­linga sem stunda ólík­ar grein­ar. En að þessu sinni sóttu níu ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 16−20 ára um.

Ung­menn­in fjög­ur sem hlutu styrk heita Anna Thelma Stef­áns­dótt­ir (söng­ur), Marín Mist Magnús­dótt­ir (dans) Kristó­fer Karl Karls­son, (hand­bolti/golf), Sverr­ir Har­alds­son (golf).

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00