Komið hefur í ljós að við greiðslu frístundaávísana á skólaárinu 2017-2018 var gerð villa við útreikninga sem leiddu til hærri greiðslna til foreldra en bæjarráð hafði ákveðið og bæjarstjórn staðfest haustið 2016.
Á fundi bæjarráðs þann 1. febrúar sl. var samþykkt að það verklag sem viðhaft var myndi gilda út yfirstandandi skólaár og að fjárhæðir frístundaávísana verði eftirfarandi:
- Fjölskyldur með 1 barn fá kr. 32.500 í frístundaávísun
- Fjölskyldur með 2 börn fá kr. 40.625 í frístundaávísun með hvoru barni
- Fjölskyldur með 3 börn eða fleiri fá kr. 50.781 í frístundaávísun með hverju barni
Með þessari samþykkt hefur bæjarráð staðfest þær fjárhæðir frístundaávísana sem veittar hafa verið það sem af er yfirstandandi skólaári en gert er ráð fyrir því að frístundaávísanir munu hækka á næsta skólaári.
Tengt efni
Opnað fyrir nýtingu frístundaávísana allt árið
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.