Laus eru til umsóknar framlög úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar vegna listviðburða og menningarmála á árinu 2017.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar.
Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga:
- Fjárframlög til almennrar listastarfsemi
- Fjárframlög vegna viðburða eða verkefna
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars 2017.
Menningarmálanefnd fer yfir umsóknir og áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna umsóknum að hluta eða alfarið, ef ekki er færi á öðru að mati nefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er trúnaðarmál.
Niðurstöður Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 5. apríl 2017 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.