Í sumar var boðin út uppsetning, rekstur og fjölgun hleðslustöðva í Mosfellsbæ.
Fjölgun hleðslustöðvanna er í samræmi við loftslagsmarkmið Mosfellsbæjar sem miða að því að auðvelda almenningi að draga úr losun og þar eru umhverfisvænni samgöngur mikilvægur hluti.
Hleðslustöðvarnar verða settar upp á eftirfarandi stöðum:
- Jarðlínan (E1): Krikaskóla, Hamrahlíð og íþróttamiðstöðin við Lágafellsskóla
- Rafmáni ( E1): Íþróttamiðstöðin að Varmá
- Ísorka: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
- Orka náttúrunnar: Helgafellsskóli, Þverholt 2 og Golfklúbbur Mosfellsbæjar við Æðarhöfða
Hleðslustöðvarnar verða átta í heildina og eru tvær þeirra nú þegar í notkun, við FMOS og Þverholt 2. Áætlað er að hinar sex verði tilbúnar til notkunar í lok nóvember.
Meðan á framkvæmdum stendur munu stöðvarnar við Varmá og Lágafellslaug verða tímabundið óstarfhæfar.
Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þessar framkvæmdir kunna að valda.