Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. október 2023

Í sum­ar var boð­in út upp­setn­ing, rekst­ur og fjölg­un hleðslu­stöðva í Mos­fells­bæ.

Fjölg­un hleðslu­stöðv­anna er í sam­ræmi við lofts­lags­markmið Mos­fells­bæj­ar sem miða að því að auð­velda al­menn­ingi að draga úr los­un og þar eru um­hverf­i­s­vænni sam­göng­ur mik­il­væg­ur hluti.

Hleðslu­stöðv­arn­ar verða sett­ar upp á eft­ir­far­andi stöð­um:

  • Jarð­lín­an (E1): Krika­skóla, Hamra­hlíð og íþróttamið­stöðin við Lága­fells­skóla
  • Raf­máni ( E1): Íþróttamið­stöðin að Varmá
  • Ísorka: Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ
  • Orka nátt­úr­unn­ar: Helga­fells­skóli, Þver­holt 2 og Golf­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar við Æð­ar­höfða

Hleðslu­stöðv­arn­ar verða átta í heild­ina og eru tvær þeirra nú þeg­ar í notk­un, við FMOS og Þver­holt 2. Áætlað er að hinar sex verði til­bún­ar til notk­un­ar í lok nóv­em­ber.

Með­an á fram­kvæmd­um stend­ur munu stöðv­arn­ar við Varmá og Lága­fells­laug verða tíma­bund­ið óstarf­hæf­ar.

Við biðj­umst vel­virð­ing­ar á þeirri rösk­un sem þess­ar fram­kvæmd­ir kunna að valda.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00