Þriðjudaginn 25. júní hefjast framkvæmdir við endurnýjun gangstéttar við Álfatanga milli Þverholts og Arnartanga. Hjáleið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verður um Arnartanga.
Framkvæmdatími er háður veðri en verklok eru áætluð í lok júlí. Umsjónaraðili verksins er Vargur ehf.
Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þessi framkvæmd kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.