Í næstu viku er fyrirhugað að fara í endurnýjun á gangstétt meðfram Brekkutanga 14.
Til að tryggja aðgengi verktaka að gangstéttinni eru íbúar vinsamlegast beðnir um að færa ökutæki sín frá fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði fyrir mánudaginn 21. september. Í kjölfarið verða þessi bílastæði girt af á meðan á framkvæmdum stendur, en gert er ráð fyrir að framkvæmdum á endurnýjun gangstéttar ljúki föstudaginn 25. september.
Tengt efni
Samningar um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla
Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Vinna við fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum er hafin
Skipulagsnefnd hefur samþykki að heimila skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að hefja undirbúning vinnu við mótun fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum.
Verksamningur um bætt umferðaröryggi við Reykjaveg undirritaður
Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.