Á næstu dögum munu Mosfellingar verði varir við að framkvæmdir sem tengjast endurbótum á Vesturlandsvegi.
Á næstu dögum munu Mosfellingar verði varir við að framkvæmdir sem tengjast endurbótum á Vesturlandsvegi. Undanfarna daga hefur verktaki unnið við undirbúning verksins og reiknað er með að vinna á staðnum hefjist í byrjun mars.
Við Sunnukrika verður sett upp götulýsing og einnig verður gerð tenging frá Sunnukrika niður á Vesturlandsveg. Við Vesturlandsveg hefst vinnan á borun og klapparskeringum þannig að umferð um Vesturlandsveg á að verða fyrir lágmarksáhrifum af framkvæmdunum og verður áfram á 2+2 akreinum. Þegar líður á vorið þarf að þrengja Vesturlandsveg í 1+1 akrein og má þá búast við einhverjum töfum á umferð. Þessar breytingar verða auglýstar betur þegar nær dregur.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Mosfellsbæjar, Landsnets og Veitna. Verklok verða haustið 2022.