Nú standa nú yfir endurbætur og viðhald á byggingum Varmárskóla.
Í þessari vinnu er ekkert hús undanskilið og verktakar Mosfellsbæjar, umhverfissvið og verkfræðistofan Efla sinna því verkefni í samvinnu við skólastjórnendur að sjá til þess að húsnæði skólans verði tilbúið til notkunar við skólasetningu föstudaginn 23. ágúst og hefst skólahald mánudaginn 26. ágúst.
Við skólasetningu munu skólastjórar gera grein fyrir framkvæmdunum og eðli þeirra.
Í byrjun september verður áður boðaður almennur upplýsingafundur um endurbætur og viðhald bygginga Varmárskóla haldinn og verður hann sambærilegur þeim tveim fundum sem haldnir voru í júní fyrir foreldra barna í Varmárskóla.