Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. febrúar 2021

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar hef­ur á grund­velli heim­ild­ar bæj­ar­ráðs boð­ið út fram­kvæmd­ir við fyrsta áfanga end­ur­bóta á innra rými Hlé­garðs.

Verk­efn­ið fel­ur í sér heild­stæða end­ur­gerð fyrstu hæð­ar húss­ins. Hönn­uð­ir skiptu fram­kvæmd­um í fyrsta áfanga með eft­ir­far­andi hætti: Upp­bygg­ing og end­ur­nýj­un stoð­rýma svo sem sal­erna, bars og und­ir­bún­ing burða­virks áður en gólf verða end­ur­gerð á fyrstu hæð og sal­ir inn­rétt­að­ir að nýju í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi teikn­ing­ar.

Gætt að hönn­un Gísla Hall­dórs­son­ar

Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd fól starfs­mönn­um sveit­ar­fé­lags­ins í maí 2019 að velja arki­tekta­stofu til að vinna til­lög­ur að breyt­ing­um á innra rými Hlé­garðs. Leitað var til arki­tekta­stof­unn­ar Yrki arki­tekt­ar sem hafði áður unn­ið til­lög­ur að breyt­ing­um á innra rými Hlé­garðs. Hús­ið er hann­að af Gísla Hall­dórs­syni arki­tekt og var arki­tekt­um með­al ann­ars fal­ið að gæta sér­stak­lega að heild­ar­yf­ir­bragði húss­ins í sam­hengi við höf­und­ar­ein­kenni bygg­ing­ar­inn­ar og sögu. Sam­hliða yrði tryggt að breyt­ing­ar yrðu til að auka nota­gildi húss­ins.

Menn­ing­ar­stefna – skapa rými

Í menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar er fyrsti áherslu­flokk­ur­inn sá að Mos­fells­bær skapi rými og að­stöðu til menn­ing­ar­starf­semi.

Þær tvær að­gerð­ir sem voru fremst­ar í for­gangs­röð­un­inni eru ann­ars veg­ar að Hlé­garð­ur verði mið­stöð menn­ing­ar­lífs í Mos­fells­bæ og hins veg­ar að lok­ið verði við að út­færa áætlun um breyt­ing­ar á Hlé­garði, hanna þær og skipta þeim upp í áfanga til næstu fjög­urra ára. Þess­ar tvær að­gerð­ir eru þann­ig komn­ar á góð­an rek­spöl.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00