Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. ágúst 2017

Mos­fells­bær hef­ur út­nefnt Dav­íð Þór Jóns­son pí­anó­leik­ara og tón­skáld bæj­arlista­mann Mos­fells­bæj­ar 2017.

Við­ur­kenn­ing­in var af­hent við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði sunnu­dag­inn 27. ág­úst.

Dav­íð Þór hef­ur ver­ið bú­sett­ur í Ála­fosskvos síð­an 2013 en er fædd­ur á Seyð­is­firði 1978. Dav­íð Þór er fjöl­hæf­ur og skap­andi lista­mað­ur með sér­staka ástríðu fyr­ir spuna­tónlist. Hann hef­ur frá unga aldri leik­ið með all­flest­um þekkt­ari tón­list­ar­mönn­um lands­ins og spilað á tón­list­ar­há­tíð­um um heim all­an. Hann stund­aði nám í Tón­list­ar­skóla FÍH og út­skrif­að­ist vor­ið 2001. Árið eft­ir gaf hann út sína fyrstu sóló­plötu, Rask. Auk þess að vera af­kasta­mik­ill sem hljóð­færa­leik­ari á marg­vís­leg hljóð­færi, pí­anó­leik­ari, tón­skáld, út­setjari og upp­töku­mað­ur fyr­ir fjölda tón­lista­manna hef­ur hann einn­ig unn­ið náið með sviðslistar­fólki, mynd­list­ar­mönn­um, fyr­ir leik­hús, við út­varps­leikrit og sjón­varps­verk.

Dav­íð Þór hef­ur hlot­ið marg­vís­leg verð­laun, til dæm­is Ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­in, Grímu­verð­laun­in auk þess sem að tónlist hans úr kvik­mynd­inni Hross í Oss hef­ur ver­ið verð­laun­uð á kvik­mynda­há­tíð­um í Evr­ópu.

Menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar tel­ur Dav­íð Þór vera vel af þess­ari við­ur­kenn­ingu kom­inn og hlakk­ar til sam­starfs við Dav­íð Þór, fjöl­hæf­an og hæfi­leika­rík­an tón­list­ar­mann sem vill gjarn­an hafa áhrif og láta gott af sér leiða í heima­byggð. Nefnd­in ósk­ar Dav­íð Þór til ham­ingju með til­nefn­ing­una og vel unn­in störf og ósk­ar hon­um jafn­framt velfarn­að­ar í sín­um störf­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00