Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. mars 2019

Dav­íð Þór Jóns­son hlaut Nor­rænu kvikmynda­tónskáldaverðlaunin 2019 í Berlín á dög­un­um.

Tón­list­ar­mað­ur­inn Dav­íð Þór Jóns­son sem út­nefnd­ur var bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2017, stóð uppi sem sig­ur­veg­ari við af­hend­ingu Nor­rænu kvikmynda­tónskáldaverðlaunanna 2019 í Berlín á dög­un­um. Verð­laun­in hlýt­ur Dav­íð fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd Bene­dikts Erl­ings­son­ar, Kona fer í stríð.

Þetta í ní­unda sinn sem verð­laun­in eru veitt. Nor­rænu kvik­myndatón­skálda­verð­laun­in bera heit­ið Harpa og eru veitt ár­lega einu tón­skáldi frá Norð­ur­lönd­um.

Dav­íð Þór er á með­al fjöl­hæf­ustu tón­list­ar­manna land­ins, jafn­víg­ur á pí­anó­leik, spuna, tón­smíð­ar og hljóm­sveit­ar­stjórn auk þess sem hann leik­ur á ógrynni hljóð­færa.

Tengt efni