Davíð Þór Jónsson hlaut Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin 2019 í Berlín á dögunum.
Tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson sem útnefndur var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2017, stóð uppi sem sigurvegari við afhendingu Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna 2019 í Berlín á dögunum. Verðlaunin hlýtur Davíð fyrir tónlist sína í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð.
Þetta í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin bera heitið Harpa og eru veitt árlega einu tónskáldi frá Norðurlöndum.
Davíð Þór er á meðal fjölhæfustu tónlistarmanna landins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra.
Tengt efni
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024
Á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ fimmtudaginn 29. ágúst var leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að sækja um og tilnefna til og með 11. ágúst
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Tilnefningar og umsóknir