Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. apríl 2025

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orð­ið á að­stæð­um barna og starfs­fólks á leik­skól­an­um Hlað­hömr­um á und­an­förn­um mán­uð­um. Á ár­inu 2024 fannst raki í eldra húsi Hlað­hamra og úr varð að hluta þess hús­næð­is var lokað sam­kvæmt ströngustu kröf­um þar um. Í lok síð­asta árs kom síð­an upp leki í tengi­bygg­ingu milli eldri og yngri hluta leik­skól­ans og á svip­uð­um tíma sprakk hita­veiturör í vegg í rými sem hafði ver­ið lokað.

Í kjöl­far­ið var tek­ið sú ákvörð­un að loka eldra hús­inu al­far­ið auk þess hluta tengi­bygg­ing­ar­inn­ar sem lak. Vegna lok­un­ar­inn­ar þurfti að bregða á það ráð að flytja 22 börn af 50, ásamt hluta starfs­fólks, yfir í Krika­skóla þar sem vel var tek­ið á móti þeim. Í kjöl­far­ið var Efla feng­in til að gera út­tekt á yngri hluta hús­næð­is Hlað­hamra og þeg­ar nið­ur­stöð­ur lágu fyr­ir var ákveð­ið í sam­ráði við starfs­fólk að loka skól­an­um og flytja starf­sem­ina tíma­bund­ið á nýj­an stað. Tekin var ákvörð­un í sam­ráði við stjórn­end­ur að leigja þrjú rými í Þver­holti nr. 3, 5 og 7. Starf­semi hófst í Þver­holt­inu þann 18. mars sl. og eru bæði börn og starfs­fólk í óða önn að setja sig inn í að­stæð­ur á nýj­um stað. Sök­um ná­lægð­ar við Hlað­hamra er hægt að nýta úti­svæð­ið þar áfram en mat­ur er eld­að­ur í Krika­skóla og send­ur það­an í hita­köss­um í Þver­holt­ið.

Starfs­fólk Hlað­hamra hef­ur stað­ið sig ein­stak­lega vel í krefj­andi að­stæð­um og hafa íbú­ar í Þver­holti einn­ig lagt sitt af mörk­um til að láta þetta allt sam­an ganga upp. Dvölin í Þver­holti mun þó ein­göngu standa fram að sum­ar­leyf­um en að þeim lokn­um munu börn og starfs­fólk Hlað­hamra sam­ein­ast á ný í hús­næði nýja leik­skól­ans í Helga­fellslandi.

Þá hef­ur bæj­ar­ráð sam­þykkt að fara í heild­ar­end­ur­skoð­un á hús­næði leik­skól­ans Hlað­hamra til þess að meta hvort eigi að rífa allt hús­ið og byggja nýtt eða að hluta. Það helst einn­ig í hend­ur við fram­tíð­ar­sýn um upp­bygg­ingu leik­skóla í bæn­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00