Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. febrúar 2022

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir áhuga­söm­um að­il­um til að taka þátt í út­boði vegna bor­un­ar fyr­ir neyslu­vatni á Há­deg­is­holti í Mos­fells­bæ.

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið: Bor­un á Há­deg­is­holti.

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir áhuga­söm­um að­il­um til að taka þátt í út­boði vegna bor­un­ar fyr­ir neyslu­vatni á Há­deg­is­holti í Mos­fells­bæ. Verktaki sem fær verk­efn­ið mun þurfa að gera ráð fyr­ir og taka til­lit til m.a. ná­granna, um­ferð íbúa sem og nátt­uru við fram­kvæmda­svæði.

Helstu verk­þætt­ir eru:
Verk­ið felst í að lag­færa veg­slóða að borplani, út­búa borpl­an, bora eina 60 m djúpa vinnslu­holu og eina 60 m djúpa rann­sókn­ar­holu. Hol­urn­ar verða á Há­deg­is­holti, vest­an við Leir­vogs­vatn, í landi Mos­fells­bæj­ar.

Að bor­un lok­inni skal verktaki ann­ast upp­setn­ingu vél­bún­að­ar og frá­rennslislagn­ar fyr­ir dælu­próf­un vinnslu­holu og ann­ast rekst­ur dælu­bún­að­ar með­an próf­un­in fer fram. Mæl­ing­ar sam­hliða dælu­próf­un eru ekki hluti út­boðs­ins.

Verk­inu skal að fullu lok­ið í sept­em­ber 2022 í sam­ræmi við ákvæði út­boðs­gagna.

Út­boðs­gögn ein­göngu af­hent ra­f­rænt. Beiðn­ir um út­boðs­gögn má senda á net­fang­ið mos[hja]mos.is. Einn­ig er hægt að hafa sam­band við þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700. Út­boðs­gögn verða af­hent frá og með kl. 11:00 þriðju­dag­inn 1. mars 2022.

Til­boð­um skal skila ra­f­rænt á net­fang­ið mos[hja]mos.is eða í um­slagi í þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar og eigi síð­ar en kl. 11:00 þriðju­dag­inn 29. mars 2022. Til­boð­in verða opn­uð á fjar­fundi hálf­tíma síð­ar að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00