Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna borunar fyrir neysluvatni á Hádegisholti í Mosfellsbæ.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Borun á Hádegisholti.
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna borunar fyrir neysluvatni á Hádegisholti í Mosfellsbæ. Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. nágranna, umferð íbúa sem og nátturu við framkvæmdasvæði.
Helstu verkþættir eru:
Verkið felst í að lagfæra vegslóða að borplani, útbúa borplan, bora eina 60 m djúpa vinnsluholu og eina 60 m djúpa rannsóknarholu. Holurnar verða á Hádegisholti, vestan við Leirvogsvatn, í landi Mosfellsbæjar.
Að borun lokinni skal verktaki annast uppsetningu vélbúnaðar og frárennslislagnar fyrir dæluprófun vinnsluholu og annast rekstur dælubúnaðar meðan prófunin fer fram. Mælingar samhliða dæluprófun eru ekki hluti útboðsins.
Verkinu skal að fullu lokið í september 2022 í samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Útboðsgögn eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið mos[hja]mos.is. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700. Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 11:00 þriðjudaginn 1. mars 2022.
Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið mos[hja]mos.is eða í umslagi í þjónustuver Mosfellsbæjar og eigi síðar en kl. 11:00 þriðjudaginn 29. mars 2022. Tilboðin verða opnuð á fjarfundi hálftíma síðar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.