Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018.
Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningarmálanefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að „Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar“ láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar.
Í umsókninni skulu koma fram upplýsingar um náms- og starfsferil viðkomandi og hugmyndir um á hvern hátt nýta eigi styrkinn við listsköpun. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur.
Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað rafrænt fyrir 20. júní. Útnefning bæjarlistamanns fer fram í Hlégarði í tenglsum við bæjarhátíðina Í túninu heima.
Tengt efni
Leikhópurinn Miðnætti er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022
Leikhópinn stofnuðu þær Agnes Wild leikkona og leikstjóri, Sigrún Harðardóttir tónlistarkona og Eva Björg Harðardóttir leikmynda- og búningahönnuður.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022
Óskað er eftir umsóknum og tilnefningum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2022.
Listapúkinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021
Þórir Gunnarsson, einnig þekktur sem Listapúkinn, er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021.