Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. júní 2018

Mos­fells­bær aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um frá lista­mönn­um bú­sett­um í Mos­fells­bæ og/eða rök­studd­um ábend­ing­um um nafn­bót­ina Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2018. ​

Bæj­arlista­mað­ur mun á því ári sem hann er til­nefnd­ur í sam­vinnu við menn­ing­ar­mála­nefnd kynna sig og verk sín inn­an Mos­fells­bæj­ar. Enn­frem­ur mæl­ist nefnd­in til þess að „Bæjar­listamaður Mos­fells­bæj­ar“ láti nafn­bót­ina koma fram sem víð­ast, bæn­um og lista­mann­in­um til fram­drátt­ar.

Í um­sókn­inni skulu koma fram upp­lýs­ing­ar um náms- og starfs­fer­il við­kom­andi og hug­mynd­ir um á hvern hátt nýta eigi styrk­inn við list­sköp­un. Nafn­bót­inni fylg­ir starfs­styrk­ur.

Um­sókn­um og/eða ábend­ing­um skal skil­að ra­f­rænt fyr­ir 20. júní. Út­nefn­ing bæj­arlista­manns fer fram í Hlé­garði í tengls­um við bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima.

Tengt efni