Álafosshlaupið verður haldið í Mosfellsbæ laugardaginn 12. júní og verður ræst kl. 10:00.
Hlaupið verður frá Varmárvelli um austursvæði Mosfellsbæjar og býður Mosfellsbær öllum þátttakendum í sund í Varmárlaug að hlaupi loknu.
Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km.
Forskráningu á hlaup.is lýkur föstudaginn 11. júní kl. 18:00. Tekið verður á móti skráningum á staðnum frá kl. 8:30 í Vallarhúsinu við Varmárvöll. Skráning á staðnum kostar 1.000 kr meira en forskráning.
Afhending hlaupagagna verður í Vallarhúsinu við Varmárvöll milli klukkan 16:30 og 18:00 föstudaginn 11. júní og frá klukkan 8:30 á hlaupadegi.
Tengt efni
Árlegt Álafosshlaup 12. júní 2015
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar stendur fyrir hinu árlega Álafosshlaupi þann 12. júní kl. 18:00.
Álafosshlaupið 2011 á Hvítasunnudag
Á Hvítasunnudag fer fram hið sögufræga víðavangshlaup frá Álafosskvos.