Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um með­höndl­un úr­gangs í Mos­fells­bæ.

1. gr. Markmið og gild­is­svið

Markmið sam­þykkt­ar þess­ar­ar er:

a) að stuðla að því að með­höndl­un úr­gangs í sveit­ar­fé­lag­inu valdi sem minnst­um óæski­leg­um áhrif­um á um­hverf­ið,

b) að stuðla að því að sveit­ar­fé­lag­ið nái sett­um mark­mið­um fyr­ir end­ur­vinnslu og urð­un úr­gangs frá heim­il­um og rekstr­ar­að­il­um,

c) að stuðla að vinnu­vernd starfs­fólks og veita góða þjón­ustu við íbúa,

Horft verði til for­gangs­röð­un­ar við með­höndl­un úr­gangs, áhersla lögð á úr­gangs­for­varn­ir og meng­un­ar­bóta­regl­an, sá geld­ur sem veld­ur, höfð að leið­ar­ljósi við ákvörð­un gjald­töku vegna með­höndl­un­ar úr­gangs.

Sam­þykkt þessi gild­ir fyr­ir úr­g­ang sem fell­ur und­ir lög nr. 55/2003 um með­höndl­un úr­gangs. Sam­þykkt­in gild­ir um með­höndl­un úr­gangs í Mos­fells­bæ og gild­ir bæði fyr­ir íbúa og rekstr­ar­að­ila.

2. gr. Um­sjón og eft­ir­lit

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar hef­ur um­sjón með mál­efn­um er varða með­höndl­un úr­gangs í sveit­ar­fé­lag­inu í um­boði sveit­ar­stjórn­ar. Svið­ið fer með dag­lega yf­ir­stjórn með­höndl­un­ar úr­gangs sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari.

Heil­brigð­is­nefnd Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness hef­ur eft­ir­lit með með­höndl­un úr­gangs, skv. 2. mgr. 4. gr. laga um með­höndl­un úr­gangs nr. 55/2003 og 9. gr. reglu­gerð­ar nr. 803/2023 um með­höndl­un úr­gangs og með því að far­ið sé að sam­þykkt þess­ari skv. 47. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir.

3. gr. Söfn­un og flokk­un heim­il­isúr­gangs

Mos­fells­bær sér um og ber ábyrgð á söfn­un á heim­il­isúr­gangi frá íbúð­ar­hús­um í sveit­ar­fé­lag­inu. Sveit­ar­fé­lag­ið get­ur sinnt söfn­un úr­gangs á eig­in veg­um eða fal­ið öðr­um fram­kvæmd­ina.

Sér­hverj­um hús­ráð­anda íbúð­ar­húss er skylt að flokka heim­il­isúrg­ang við hús­næð­ið og að nota ílát, merk­ing­ar og að­ferð­ir sem sveit­ar­fé­lag­ið ákveð­ur, sbr. 4. gr. sam­þykkt­anna. Íbú­ar skulu flokka heim­il­isúrg­ang í að lág­marki sjö flokka:

a) Spilli­efni

b) Lífúrg­ang

c) Papp­ír/pappa

d) Plast

e) Tex­tíl

f) Málma

g) Gler

Úr­g­ang sem ekki er hægt að end­ur­nýta skal setja í ílát fyr­ir bland­að­an úr­g­ang.

Sveit­ar­fé­lag­ið út­veg­ar ílát fyr­ir lífúrg­ang (mat­ar­leif­ar, af­skorin blóm, potta­plönt­ur og eld­húspapp­ír), papp­ír/pappa, plast og bland­að­an úr­g­ang við heim­ili. Mat­ar- og eld­húsúrg­ang skal setja í papp­ír­s­poka. Ekki er heim­ilt að nota ann­að en papp­ír­s­poka. Þar sem heimajarð­gerð er til stað­ar er skylt að vera með ílát fyr­ir lífúrg­ang sem nýt­ist ekki í heimajarð­gerð. Tek­ið er á móti rúm­frek­um garða­úr­gangi á end­ur­vinnslu­stöðv­um, en óheim­ilt er að setja hann í ílát fyr­ir lífúrg­ang við heim­ili.

Tek­ið er á móti a.m.k. gleri, málm­um og tex­tíl á grennd­ar- og end­ur­vinnslu­stöðv­um.

Óheim­ilt er að setja eft­ir­far­andi úr­gangs­flokka í ílát fyr­ir bland­að­an úr­g­ang en tek­ið er á móti þess­um úr­gangs­flokk­um frá íbú­um á end­ur­vinnslu­stöðv­um:

a) Spilli­efni eða ann­an hættu­leg­an úr­g­ang

b) Timb­ur, brota­málm, múr­brot og ann­an gróf­an úr­g­ang

c) Garða­úrg­ang, jarð­efni og grjót

Lyfj­um og lyfjaum­búð­um sem kom­ist hafa í snert­ingu við lyf skal skila í lyfja­búð­ir.

Mos­fells­bær birt­ir áætlun um hirðu­tíðni á vef­síðu sinni. Miða skal við að ílát fyr­ir lífúrg­ang verði los­uð ekki sjaldn­ar en á 14 daga fresti. Ílát fyr­ir bland­að­an úr­g­ang skulu að öllu jöfnu los­uð sam­hliða lífúr­gangi. Heim­ilt er að losa ílát fyr­ir papp­ír/pappa og plast sjaldn­ar og er sveit­ar­fé­lag­inu heim­ilt að ákveða þá hirðu­tíðni.

Ganga skal þann­ig frá úr­gangi að ekki stafi hætta af hon­um fyr­ir starfs­fólk sem sinn­ir hirðu eða ann­arri með­höndl­un úr­gangs.

4. gr. Ílát fyr­ir úr­g­ang við heim­ili

Mos­fells­bær skal út­vega ílát til notk­un­ar við íbúð­ar­hús, önn­ur en djúp­gáma og gáma á yf­ir­borði, sbr. 10. gr. sam­þykkt­anna. Að lág­marki skulu vera ílát fyr­ir fjóra flokka úr­gangs við hvert íbúð­ar­hús, þ.e. bland­að­an úr­g­ang, lífúrg­ang, papp­ír/pappa og plast. Ílát­in eru eign Mos­fells­bæj­ar sem sér um við­hald á þeim.. Íbú­ar skulu ganga vel um ílát sem þeim eru lát­in í té og skulu bera ábyrgð á að ílát séu þrifin, að hægt sé að þjón­usta þau , og að upp­lýsa Mos­fells­bæ um ílát í óvið­un­andi ásig­komu­lagi.

Mos­fells­bær skal merkja ílát­in með sam­ræmd­um flokk­un­ar­merkj­um.

Ílát fyr­ir úr­g­ang skulu vera 140L, 240L með einu hólfi, tví­skipt 240L (144L/96L), 360L eða 660L. Íbú­um er heim­ilt að óska eft­ir því að heim­il­isúr­gang­ur sé hirt­ur í djúp­gám­um eða gám­um á yf­ir­borði, sbr. 10. gr. sam­þykkt­anna. Mos­fells­bær áskil­ur sér rétt til að breyta og/eða bæta við teg­und­um íláta í þjón­ustu.

Ílát skulu rúma þann úr­g­ang sem fell­ur til milli hirðu­um­ferða og þyngd þeirra ekki vera meiri en svo að hægt sé að færa þau til los­un­ar. Þann­ig skal taka til­lit til þyngd­ar við­kom­andi úr­gangs­flokks við val á stærð og stað­setn­ingu íláta. Sveit­ar­fé­lag­ið get­ur ákveð­ið fjölda og stærð íláta telji það að rýmd fyr­ir úr­g­ang sem fell­ur til sé ófull­nægj­andi eða stærð íláta henti illa til hirðu. Um stærð og fjölda djúp­gáma og gáma á yf­ir­borði fer skv. 10. gr. sam­þykkt­anna.

Að upp­fyllt­um fram­an­greind­um skil­yrð­um er íbú­um heim­ilt að óska eft­ir breyt­ing­um á stærð og fjölda íláta. Slík ósk er þó háð sam­þykki Mos­fells­bæj­ar. Í fjöleign­ar­hús­um þar sem sorp­geymsl­ur og sorpílát eru sam­nýtt skulu ákvarð­an­ir um fjölda og stærð íláta tekn­ar í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 26/1994 um fjöleign­ar­hús.

Í dreif­býli er Mos­fells­bæ heim­ilt í sam­ráði við heil­brigð­is­nefnd að setja upp ílát fyr­ir heim­il­isúrg­ang í al­fara­leið í stað þess að sækja úr­gang­inn á hvert heim­ili. Sé hirða úr­gangs fram­kvæmd með þess­um hætti skal þjón­ustust­ig við hirðu end­ur­vinnslu­efna ekki vera lak­ara en bland­aðs úr­gangs. Stað­setn­ing íláta skal vera þann­ig að að­gengi að þeim sé gott. Í ílát­in má ein­göngu setja heim­il­isúrg­ang í sam­ræmi við merk­ing­ar á ílát­um, þ.e. bland­að­an úr­g­ang, lífúrg­ang, papp­ír/pappa og plast.

Íbú­ar skulu gæta þess að valda ekki skemmd­um á ílát­um. Verði ílát fyr­ir skemmd­um af öðr­um ástæð­um en eðli­legri notk­un og sliti get­ur sveit­ar­fé­lag­ið far­ið fram á að íbúi sem haft hef­ur við­kom­andi ílát til af­nota greiði fyr­ir nýtt ílát. Íbú­ar skulu halda ílát­um hrein­um svo ekki skap­ist heilsu­spill­andi að­stæð­ur eða óþæg­indi af völd­um þeirra. Haldi íbú­ar ílát­um ekki hrein­um get­ur heil­brigð­is­nefnd gef­ið fyr­ir­mæli um þrif þeirra, sbr. 15. gr. reglu­gerð­ar nr. 803/2023.

Íbú­ar skulu gæta þess að fylla ekki ílát­in meira en svo að auð­veld­lega megi loka þeim, flytja og tæma. Til­fallandi um­framúrg­ang sem ekki rúm­ast í íláti skal losa á grennd­ar- eða end­ur­vinnslu­stöðv­ar, þar sem tek­ið er við við­kom­andi úr­gangs­flokki.

Ílát verð­ur ekki hirt ef að­stæð­ur hindra hirðu­að­ila í að sinna þjón­ust­unni. Ástæð­ur geta m.a. ver­ið:

a) Ílát inni­held­ur úr­g­ang sem ekki á að safna eða flokk­un úr­gangs er röng.

b) Ílát er skemmt, yf­ir­fullt eða stíflað þar sem úr­gangi er þjapp­að í það.

c) Ílát finnst ekki eða það vant­ar lykla að geymsl­um.

d) Ílát eða að­staða brýt­ur í bága við lög um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um, nr. 46/1980, regl­ur eða reglu­gerð­ir sett­ar skv. þeim eða ákvæði sam­þykkt­ar þess­ar­ar.

e) Ekki er hægt að færa ílát að hirðu­bíl til los­un­ar þar sem leið­in að íláti er lok­uð eða ógreið­fær.

Ef ílát er ekki hirt verð­ur íbú­um til­kynnt um ástæð­ur þess og upp­lýst hvern­ig íbú­ar skuli bregð­ast við með miða sem límd­ur verð­ur ná við­kom­andi ílát.

5. gr. Grennd­ar­stöðv­ar

Mos­fells­bær skal, í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög eða með sam­eig­in­leg­um þjón­ustu­samn­ing­um, ann­ast rekst­ur grennd­ar­stöðva fyr­ir flokk­að­an heim­il­isúrg­ang frá íbú­um.

Á grennd­ar­stöðv­um skal tek­ið á móti flokk­uð­um úr­gangi frá íbú­um til end­ur­nýt­ing­ar. Stöðv­arn­ar skulu stað­sett­ar þar sem að­gengi er gott hvort sem er fyr­ir gang­andi, hjólandi eða ak­andi. Grennd­ar­stöðv­ar skulu vera í nærum­hverfi íbúa og þétt­leiki grennd­ar­stöðva skal vera þann­ig að gætt sé jafn­ræð­is m.t.t. að­geng­is íbúa. Í dreif­býli er heim­ilt að hafa þétt­leika minni en í þétt­býli.

Á minni grennd­ar­stöðv­um skal í það minnsta tek­ið á móti gleri, málm­um og tex­tíl en á stærri grennd­ar­stöðv­um skal tek­ið á móti papp­ír/pappa, plasti, gleri, málm­um og tex­tíl.

Ílát skulu merkt með sam­ræmd­um flokk­un­ar­merkj­um. Óheim­ilt er að losa ann­an úr­g­ang á grennd­ar­stöð en þá flokka úr­gangs sem til­greind­ir eru með merk­ing­um á hverri stöð. Óheim­ilt er að skilja úr­g­ang eft­ir utan við gáma á grennd­ar­stöðv­um.

6. gr. End­ur­vinnslu­stöðv­ar

Mos­fells­bær skal, í sam­starfi við önn­ur eða með sam­eig­in­leg­um þjón­ustu­samn­ing­um, ann­ast rekst­ur end­ur­vinnslu­stöðva. Þétt­leika, opn­un­ar­tíma, gjald­töku og að­r­ar rekstr­ar­for­send­ur end­ur­vinnslu­stöðva skal skil­greina í þjón­ustu­samn­ingi.

Ílát skulu merkt með sam­ræmd­um flokk­un­ar­merkj­um. Á end­ur­vinnslu­stöðv­um skal tek­ið á móti flokk­uð­um úr­gangi frá íbú­um og rekstr­ar­að­il­um, m.a.:

a) Flokk­uð­um bygg­ing­ar- og nið­urrifsúr­gangi

b) Rúm­frek­um úr­gangi

c) Garða­úr­gangi

d) Spilli­efn­um

7. gr. Mót­töku­stöðv­ar

Mos­fells­bær skal, í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög eða með sam­eig­in­leg­um þjón­ustu­samn­ing­um, ann­ast rekst­ur mót­töku­stöðv­ar fyr­ir úr­g­ang sem fell­ur til í sveit­ar­fé­lag­inu og skal tryggja hon­um far­veg. Á mót­töku­stöð skal vera að­staða til að taka við úr­gangi til geymslu til lengri eða skemmri tíma, til um­hleðslu, flokk­un­ar eða annarr­ar með­höndl­un­ar. Það­an fer úr­gang­ur­inn til förg­un­ar eða nýt­ing­ar.

Mos­fells­bær skal, í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög eða með sam­eig­in­leg­um þjón­ustu­samn­ing­um, hafa um­sjón með allri ráð­stöf­un úr­gangs, sér­söfn­uð­um og blönd­uð­um, sem safn­að er frá íbúð­ar­hús­um í sveit­ar­fé­lag­inu. Mos­fells­bær, í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög eða með sam­eig­in­leg­um þjón­ustu­samn­ing­um, ým­ist með­höndl­ar úr­g­ang, flyt­ur hann til ráð­stöf­un­ar­að­ila eða býð­ur út mót­töku á sér­söfn­uð­um end­ur­vinnslu­efn­um, sem og fylg­ir eft­ir úr­gangs­straum­um og út­veg­ar stað­fest­ingu á ráð­stöf­un efn­is til end­ur­vinnslu, annarr­ar end­ur­nýt­ing­ar eða förg­un­ar.

8. gr. Söfn­un, flokk­un og ráð­stöf­un úr­gangs hjá rekstr­ar­að­il­um

Rekstr­ar­að­il­ar skulu flokka heim­il­isúrg­ang í að lág­marki eft­ir­far­andi flokka:

a) Lífúrg­ang

b) Papp­ír/pappa

c) Plast

d) Gler

e) Málma

f) Tex­tíl

g) Bland­að­an úr­g­ang

Rekstr­ar­úrg­ang skulu rekstr­ar­að­il­ar flokka þann­ig að há­marka megi und­ir­bún­ing fyr­ir end­ur­notk­un, end­ur­vinnslu og aðra end­ur­nýt­ingu, í þess­ari for­gangs­röð.

Rekstr­ar­að­il­um er skylt að flokka bygg­ing­ar- og nið­urrifsúrg­ang í a.m.k.:

a) Spilli­efni

b) Timb­ur

c) Steinefni

d) Gler

e) Málma

f) Plast

g) Gifs

Sér­stök söfn­un skal vera á lóð rekstr­ar­að­ila fyr­ir þá flokka heim­il­isúr­gangs sem til falla við starf­sem­ina og til­greind­ir eru í 1. mgr. reglu­gerð­ar þess­ar­ar.

Rekstr­ar­að­il­ar skulu semja við þjón­ustu­að­ila, sem skulu hafa stað­festa skrán­ingu skv. reglu­gerð nr. 830/2022 um skrán­ing­ar­skyld­an at­vinnu­rekst­ur sam­kvæmt lög­um nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, eða starfs­leyfi um söfn­un og flutn­ing heim­il­isúr­gangs, og skulu rekstr­ar­að­il­ar leggja fram stað­fest­ingu þess efn­is óski sveit­ar­fé­lag­ið eða heil­brigð­is­nefnd þess. Tryggt skal að fjöldi íláta sé í sam­ræmi við flokk­un sem nauð­syn­leg er og að ílát­in rúmi þann úr­g­ang sem fell­ur til við við­kom­andi rekst­ur milli tæm­inga eða hirðu­um­ferða. Telji Mos­fells­bær með­höndl­un heim­il­isúr­gangs hjá rekstr­ar­að­ila ekki sam­ræm­ast lög­um, reglu­gerð­um eða sam­þykkt þess­ari er Mos­fells­bæ heim­ilt að ákveða fjölda íláta og flokk­un hvað þann rekstr­ar­að­ila varð­ar. Fari rekstr­ar­að­ili ekki að fyr­ir­mæl­um eða ákvæð­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar er heil­brigð­is­nefnd heim­ilt að beita þving­unar­úr­ræð­um skv. 66. gr. laga um með­höndl­un úr­gangs nr. 55/2003, m.a. að láta vinna verk á kostn­að við­kom­andi rekstr­ar­að­ila.

Þjón­ustu­að­il­ar sem sinna söfn­un úr­gangs í sveit­ar­fé­lag­inu skulu skila Um­hverf­is­stofn­un skýrslu um teg­und, magn, upp­runa og ráð­stöf­un úr­gangs, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga um með­höndl­un úr­gangs, nr. 55/2003.
Rekstr­ar­að­il­ar skulu koma í veg fyr­ir að rekstr­ar­úr­gang­ur safn­ist fyr­ir á þeirri lóð sem rekst­ur fer fram á. Að­staða rekstr­ar­að­ila til flokk­un­ar og með­höndl­un­ar úr­gangs, skal vera nægi­lega rúm­góð til að rúma flokk­unarílát og úr­g­ang sem fell­ur til við starf­sem­ina milli tæm­inga eða hirðu­um­ferða. Rekstr­ar­að­ila er óheim­ilt að geyma rekstr­ar­úrg­ang utan þeirr­ar lóð­ar sem rekst­ur fer fram á. Óheim­ilt er að geyma úr­g­ang inn­an lóð­ar þann­ig að vald­ið geti ónæði, skaða eða lýti á um­hverfi.

Rekstr­ar­að­il­ar í Mos­fells­bæ skulu skila öll­um úr­gangi til þjón­ustu­að­ila sem skal hafa stað­festa skrán­ingu skv. reglu­gerð nr. 830/2022 um skrán­ing­ar­skyld­an at­vinnu­rekst­ur sam­kvæmt lög­um um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir eða á mót­töku­stöð fyr­ir úr­g­ang sem er með gilt starfs­leyfi. Rekstr­ar­að­il­um er heim­ilt að nýta end­ur­vinnslu­stöðv­ar til skila á rekstr­ar­úr­gangi en skulu greiða fyr­ir mót­töku úr­gangs skv. gjaldskrá þjón­ustu­að­ila eða mót­töku­stöðv­ar. Rekstr­ar­að­il­um er óheim­ilt að nýta grennd­ar­stöðv­ar eða ruslabið­ur sem Mos­fells­bær rek­ur til af­setn­ing­ar á úr­gangi.

Meng­að­an jarð­veg skal færa til við­eig­andi með­höndl­un­ar, sbr. reglu­gerð nr. 1400/2020 um meng­að­an jarð­veg.

Um smit­andi úr­g­ang fer skv. 12. og 13. gr. reglu­gerð­ar nr. 803/2023 um með­höndl­un úr­gangs og I. við­auka við hana.

9. gr. Geymsl­ur og gerði fyr­ir söfn­un úr­gangs

Íbú­ar skulu ganga þann­ig frá ílát­um, geymsl­um og gerð­um að þau valdi ekki óþrif­um eða óþæg­ind­um. Halda skal geymsl­um og gerð­um við eft­ir þörf­um og þau hreins­uð reglu­lega. Þau má ein­göngu nota til geymslu úr­gangs.

Við hönn­un á nýj­um geymsl­um og gerð­um og breyt­ing­ar á eldri geymsl­um og gerð­um skal rými fyr­ir ílát mið­ast við við­eig­andi flokk­un og áætlað úr­gangs­magn sem til fell­ur í hús­næð­inu og að að­gengi sé gott til los­un­ar íláta.

Sorpílát skulu vera á jarð­hæð og standa sem næst að­komu að lóð þeg­ar los­un fer fram eða ekki lengra en 15 m frá lóð­ar­mörk­um þar sem því verð­ur kom­ið við. Af ílát­um und­ir úr­g­ang við íbúð­ar­hús sem draga þarf lengra en 15 m að hirðu­bíl til los­un­ar er heim­ilt að inn­heimta við­bót­ar­los­un­ar­gjald sam­kvæmt gjaldskrá fyr­ir með­höndl­un úr­gangs í sveit­ar­fé­lag­inu. Þar sem fleiri en eitt ílát eru við hús skulu ílát sem ætluð eru sama úr­gangs­flokki geymd á ein­um stað en ekki dreift um lóð.

Óheim­ilt er að stað­setja ílát und­ir úr­g­ang sem eru þyngri en 40 kg með úr­gangi þann­ig að fara þurfi með þau um tröpp­ur eða mik­inn hæð­arm­un á lóð. Þar sem fara þarf með ílát um tröpp­ur skulu vera á tröpp­um ramp­ar sem draga má ílát­in eft­ir. Gang­braut milli rampa skal vera u.þ.b. 35 sm breið og breidd hvers ramps minnst 20 sm.
Halda skal leið að ílát­um fyr­ir úr­g­ang greið­færri og hreinsa burt snjó á vetr­um. Þeg­ar hund­ur er tjóðr­að­ur á lóð eða laus á lóð inn­an hund­heldr­ar girð­ing­ar skal tryggja að kom­ast megi óhindrað að ílát­um til los­un­ar. Að­komu­leið­ir að ílát­um und­ir úr­g­ang skulu, eft­ir því sem kost­ur er, vera upp­lýst­ar og upp­hit­að­ar svo ekki skap­ist hætta fyr­ir starfs­fólk við los­un ílát­anna. Sveit­ar­fé­lag­inu er heim­ilt að hafna los­un íláta telji það að­stæð­ur skapa hættu fyr­ir starfs­fólk sorp­hirðu og að­gengi eða frá­g­ang sorp­geymslu eða -gerð­is ófull­nægj­andi.

Séu sorp­geymsl­ur eða -gerði læst skal not­ast við lykla­kerfi sveit­ar­fé­lags­ins. Þar sem fara þarf um lok­uð hlið eða dyr get­ur sveit­ar­fé­lag­ið far­ið fram á að til stað­ar sé bún­að­ur, t.d. krækj­ur, til að halda dyr­um og hlið­um opn­um á með­an los­un fer fram.

Að öðru leyti er vísað til ákvæða bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar, nr. 112/2012, og reglu­gerð­ar um með­höndl­un úr­gangs, nr. 803/2023.

10. gr. Gám­ar – Djúp­gám­ar og gám­ar á yf­ir­borði

Með gám­um er átt við bæði djúp­gáma og gáma á yf­ir­borði. Með djúp­gám­um er átt við nið­ur­grafna gáma sem los­að­ir eru með krana. Með gám­um á yf­ir­borði er átt við ílát sem eru stærri en svo að ekki er hægt að færa þau að söfn­un­ar­bíl með handafli. Hífa eða lyfta þarf gám­um upp með vélarafli til að tæma þá í söfn­un­ar­bíl.

Gám­ar skulu upp­fylla ákvæði stað­als­ins IST EN 13071. Afla skal sam­þykk­is sveit­ar­fé­lags­ins við val á gám­um, fjölda þeirra, stærð og stað­setn­ingu.

Kaup á gám­um, fram­kvæmd­ir við gerð og frá­g­ang í kring­um þá, hvort sem er kassi, gám­ur, lúga eða ann­ar tengd­ur bún­að­ur, greið­ist af og er á ábyrgð fast­eign­ar­eig­anda. Gám­ar skulu rúma það magn úr­gangs sem til fell­ur frá við­kom­andi fast­eign, mið­að við hirðu­tíðni. Við ákvörð­un á fjölda gáma skal minnst gera ráð fyr­ir þeim fjór­um úr­gangs­flokk­um sem safna skal við heim­ili. Taka skal til­lit til þyngd­ar við­kom­andi úr­gangs­flokks við val á stærð og stað­setn­ingu gáma.

Gám­ar skulu vera stað­sett­ir á lóð en ekki á bæj­ar­landi. Mos­fells­bær get­ur heim­ilað fast­eign­ar­eig­end­um aðliggj­andi lóða að vera með sam­eig­in­lega gáma sem stað­sett­ir eru á lóð eða lóð­um sem til­heyra fast­eign­un­um. Sam­eig­in­leg­ir gám­ar eru háð­ir sam­þykki bygg­ing­ar­full­trúa. Ef söfn­un úr­gangs er sam­eig­in­leg fyr­ir tvær eða fleiri aðliggj­andi lóð­ir og færð af lóð mann­virk­is skal öll söfn­un úr­gangs fær­ast af við­kom­andi lóð­um.

Stað­setn­ing gámanna skal vera þann­ig að los­un þeirra hindri ekki aðra um­ferð og að ör­yggi veg­far­enda sé tryggt. Fast­eign­ar­eig­andi ber ábyrgð á rekstri gáma og um­ráð­mað­ur lóð­ar ber ábyrgð á hreins­un og um­gengni um lóð­ina og nán­asta um­hverfi henn­ar, eins og um ann­ars kon­ar sorp­geymsl­ur sé að ræða. Heil­brigð­is­nefnd hef­ur eft­ir­lit með al­menn­um þrifn­aði og hrein­læti ut­an­húss og hlutast til um að fram fari eft­ir þörf­um al­menn hreins­un lóða og lendna í þrifn­að­ar­skyni, sbr. 14. gr. reglu­gerð­ar nr. 803/2023 um með­höndl­un úr­gangs.

Stað­setn­ing og frá­gang­ur gáma skal vera í sam­ræmi við gild­andi skipu­lags­áætlan­ir fyr­ir við­kom­andi svæði og hönn­un­ar­við­mið/leið­bein­ing­ar Mos­fells­bæj­ar um slík­ar úr­gangs­lausn­ir. Miða skal við ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar við ákvörð­un um fjar­lægð gáma frá inn­gangi fast­eign­ar.

Að öðru leyti gild­ir 4. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar eft­ir því sem við á.

11. gr. Heim­ild til auk­inn­ar söfn­un­ar

Þrátt fyr­ir ákvæði 1. mgr. 3. gr. er Mos­fells­bæ heim­ilt að veita öðr­um að­il­um leyfi til auk­inn­ar söfn­un­ar á flokk­uð­um heim­il­isúr­gangi frá íbúð­ar­hús­um í sveit­ar­fé­lag­inu. Skil­yrði er að þjón­usta sem veitt er sé meiri en þjón­usta sem sveit­ar­fé­lag­ið veit­ir, þ.e. nái til söfn­un­ar á öðr­um úr­gangs­flokk­um. Í leyfi skal kveð­ið á um nán­ari skil­yrði, m.a. upp­sagn­ar­á­kvæði þjón­ust­unn­ar gagn­vart þjón­ustu­þeg­um. Leyf­is­hafi skal vera með eft­ir at­vik­um stað­festa skrán­ingu skv. reglu­gerð nr. 830/2022 eða starfs­leyfi. Úr­gang­in­um skal skilað til mót­töku­stöðv­ar með gilt starfs­leyfi skv. lög­um nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir.

Leyf­is­hafi skal gefa sveit­ar­fé­lag­inu skýrslu um magn úr­gangs og flokk­un hans, fjölda heim­ila, fjölda íláta, tíðni los­un­ar og með­ferð úr­gangs­ins og að­r­ar þær upp­lýs­ing­ar sem óskað er eft­ir. Leyf­is­hafi skal veita gögn til stað­fest­ing­ar á með­höndl­un úr­gangs­ins, sé þess óskað. Leyf­is­hafi skal veita upp­lýs­ing­ar að eig­in frum­kvæði fyr­ir 1. mars ár hvert. Sinni leyf­is­hafi ekki þeim skyld­um sem á hann eru lagð­ar er sveit­ar­fé­lag­inu heim­ilt að fella leyf­ið úr gildi að und­an­geng­inni við­vörun.

Mos­fells­bæ er heim­ilt að veita fé­lög­um sem eru ekki rekin í hagn­að­ar­skyni, leyfi til söfn­un­ar á flokk­uð­um heim­il­isúr­gangi í sveit­ar­fé­lag­inu. Skil­yrði er að úr­gang­ur­inn nýt­ist til und­ir­bún­ings fyr­ir end­ur­notk­un að hluta eða öllu leyti. Í leyfi skal kveð­ið á um nán­ari skil­yrði, m.a. upp­sagn­ar­á­kvæði. Leyf­is­hafi skal vera með eft­ir at­vik­um stað­festa skrán­ingu skv. reglu­gerð nr. 830/2022 eða starfs­leyfi. Leyf­is­hafi skal gefa sveit­ar­fé­lag­inu skýrslu um magn úr­gangs og flokk­un hans, fjölda og stað­setn­ingu íláta, með­höndl­un úr­gangs­ins og að­r­ar þær upp­lýs­ing­ar sem óskað er eft­ir. Leyf­is­hafi skal veita gögn til stað­fest­ing­ar á með­höndl­un úr­gangs­ins, sé þess óskað. Leyf­is­hafi skal veita upp­lýs­ing­ar að eig­in frum­kvæði fyr­ir 1. mars ár hvert. Sinni leyf­is­hafi ekki þeim skyld­um sem á hann eru lagð­ar er sveit­ar­fé­lag­inu heim­ilt að fella leyf­ið úr gildi að und­an­geng­inni við­vörun.

12. gr. Úr­gang­ur á al­manna­færi

Óheim­ilt er að skilja úr­g­ang eft­ir á víða­vangi, göt­um, gang­stétt­um eða opn­um svæð­um. Sama á við um núm­ers­lausa bíla, bíl­flök og sam­bæri­lega hluti. Heil­brigð­is­nefnd er heim­ilt að fjar­lægja tæki, hluti eða öku­tæki og bera eig­end­ur þeirra all­an kostn­að af þeirri fram­kvæmd, sbr. ákvæði 14. gr. reglu­gerð­ar um með­höndl­un úr­gangs nr. 803/2023.

13. gr. Fræðsla og kynn­ing­ar

Mos­fells­bær hef­ur sjálf­ur, eða í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög eða með sam­eig­in­leg­um þjón­ustu­samn­ing­um, um­sjón með fræðslu og kynn­ingu um úr­gangs­með­höndl­un og úr­gangs­for­varn­ir. Setja skal fram upp­lýs­ing­ar um söfn­un og aðra úr­gangs­stjórn­un í sveit­ar­fé­lag­inu svo að al­menn­ing­ur, rekstr­ar­að­il­ar og að­r­ir hand­haf­ar úr­gangs þekki skyld­ur sín­ar, t.d. um los­un­ar­tíðni íláta við heim­ili og stað­setn­ing­ar grennd­ar-, end­ur­vinnslu- og mót­töku­stöðva.

14. gr. Úr­gangs­for­varn­ir

Úr­gangs­stjórn­un í sveit­ar­fé­lag­inu og flokk­un úr­gangs skal hvetja til úr­gangs­for­varna. Gjöld skulu miða við magn úr­gangs, rúm­mál eða þyngd, svo íbú­ar og rekstr­ar­að­il­ar borgi í sam­ræmi við það sem hent er. Rekstr­ar­að­il­ar skulu vinna að úr­gangs­for­vörn­um.

Í fræðslu- og kynn­ing­ar­efni á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins skal lögð áhersla á úr­gangs­for­varn­ir. Mos­fells­bær skal í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög, eða með sam­eig­in­leg­um þjón­ustu­samn­ingi, vinna að því að skapa markað fyr­ir end­ur­notk­un.

15. gr. Gjald­taka

Mos­fells­bær inn­heimt­ir gjald fyr­ir með­höndl­un úr­gangs í sam­ræmi við ákvæði 23. gr. laga nr. 55/2003, um með­höndl­un úr­gangs.

Gjald skal ákvarð­að og inn­heimt sam­kvæmt gjaldskrá sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar set­ur í sam­ræmi við ákvæði 23. gr. laga nr. 55/2003 um með­höndl­un úr­gangs, sbr. og 59. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Mos­fells­bær skal láta birta gjald­skrána í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda. Gjald fyr­ir söfn­un á heim­il­isúr­gangi og rekst­ur grennd­ar- og end­ur­vinnslu­stöðva inn­heimt­ist með fast­eigna­gjöld­um á sömu gjald­dög­um.

Gjald fyr­ir heim­il­isúrg­ang skal mið­ast við fjölda og stærð íláta og teg­und úr­gangs. Einn­ig er heim­ilt að miða gjald­ið við vega­lengd sem draga þarf ílát við los­un. Sé þessu breytt breyt­ist gjald­ið mið­að við hluta úr ári reikn­að í vik­um. Mos­fells­bær ann­ast skrán­ingu íláta og skipt­ingu gjalds á eig­end­ur.

Gjald fyr­ir rekst­ur grennd­ar- og end­ur­vinnslu­stöðva er lagt á allt íbúð­ar­hús­næði í sveit­ar­fé­lag­inu en at­vinnu­hús­næði skal und­an­skil­ið þessu gjaldi.

Mos­fells­bær, í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög eða með þjón­ustu­samn­ing­um, gef­ur út gjaldskrá fyr­ir mót­töku úr­gangs á end­ur­vinnslu- og mót­töku­stöðv­um.

Gjöld sam­kvæmt gjaldskrá eru tryggð með lög­veðs­rétti í við­kom­andi fast­eign í tvö ár eft­ir gjald­daga, sbr. 5. mgr. 59. gr. laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir nr. 7/1998.

Hirðu­gjald er ekki end­ur­greitt falli hirða nið­ur af ástæð­um sem til­greind­ar eru í 9. mgr. 4. gr. sam­þykkt­ar­inn­ar. Þá verð­ur hirðu­gjald ekki end­ur­greitt verði taf­ir á hirðu vegna t.d. ófærð­ar eða bil­ana.

Rekstr­ar­að­il­ar skulu greiða fyr­ir los­un og aðra með­höndl­un á öll­um gjald­skyld­um úr­gangi sam­kvæmt gjaldskrá end­ur­vinnslu­stöðva og/eða mót­töku­stöðva.

16. gr. Kvart­an­ir, ábend­ing­ar og kær­ur

Hafi íbúi eða rekstr­ar­að­ili fram að færa ábend­ingu eða kvört­un vegna með­höndl­un­ar úr­gangs, skal henni kom­ið á fram­færi við sveit­ar­fé­lag­ið eða að­ila með þjón­ustu­samn­ing, eft­ir því sem við á.

Heim­ilt er að kæra stjórn­valdsákvarð­an­ir sem tekn­ar eru á grund­velli sam­þykkt­ar þess­ar­ar til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála, sbr. 67. gr. laga um með­höndl­un úr­gangs, nr. 55/2003, og 65. gr. laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, nr. 7/1998.

17. gr. Við­ur­lög

Með brot á sam­þykkt þess­ari skal far­ið sam­kvæmt ákvæð­um laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, sbr. einn­ig XIII. kafla laga nr. 55/2003 um með­höndl­un úr­gangs.

Um sekt­ir og önn­ur við­ur­lög vegna óheim­ill­ar los­un­ar úr­gangs fer skv. XIX. kafla laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, XIII. kafla laga nr. 55/2003 um með­höndl­un úr­gangs og lög­reglu­sam­þykkt Mos­fells­bæj­ar nr. 956/2017.

18. gr. Gild­istaka

Sam­þykkt þessi er sett af sveit­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­kvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 55/2003 um með­höndl­un úr­gangs, sbr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, og stað­fest­ist hér með til að öðl­ast þeg­ar gildi. Frá sama tíma fell­ur úr gildi sam­þykkt nr. 589/1998, um sorp­hirðu og hreins­un op­inna svæða í Mos­fells­bæ.

Mos­fells­bær, 16. des­em­ber 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00