Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um um­gengni og þrifn­að utan húss í Mos­fells­bæ.

1. gr.

Eig­anda eða um­ráða­manni húss eða mann­virk­is er skylt að halda eign­inni vel við, hreinni og snyrti­legri svo og til­heyr­andi lóð og girð­ing­um.

2. gr.

Bann­að er að skilja eft­ir, flytja eða geyma lausa­muni á þann hátt að vald­ið geti skaða, meng­un eða lýti á um­hverf­inu. Þetta gild­ir jafnt um smærri sem stærri hluti svo sem kerr­ur, bíl­hluta, bíl­flök, skips­skrokka o.s.frv.

3. gr.

Óheim­ilt er að geyma hvers kyns drasl, bíl­hræ og þess hátt­ar á lóð­um þann­ig að það snúi að al­manna­færi. Lóð­ir sem not­að­ar eru til geymslu á slíku, skal skerma af með skjól­veggj­um, sem sam­þykkt­ir eru af bygg­inga­full­trúa.

4. gr.

Bif­reið­ar og önn­ur skrán­ing­ar­skyld öku­tæki sem geymd eru á lóð­um íbúð­ar­húsa skulu geymd á þar til gerð­um stæð­um sem sam­þykkt hafa ver­ið af bygg­ing­ar­yf­ir­völd­um.

5. gr.

Óheim­ilt er að geyma báta, kerr­ur, skrán­ing­ar­skyld öku­tæki án skrán­ing­ar­merkja, tæki vinnu­vél­ar eða aðra hluti á bif­reiða­stæð­um sveit­ar­fé­lags­ins, við göt­ur eða á al­manna­færi. Heim­ilt er að fjar­lægja slíka hluti á kostn­að og ábyrgð eig­anda að und­an­geng­inni við­vörun t.d. með álím­ing­ar­miða.

6. gr.

Telji heil­brigð­is­full­trúi svo al­var­lega hættu stafa af geymslu hlut­ar eða tæk­is á svæð­um sbr. 5. gr. að að­gerð þoli enga bið er heim­ilt að fjar­lægja slíka hluti eða tæki án við­vör­un­ar.

7. gr.

Þeir sem ann­ast flutn­inga á al­manna­færi, skulu haga þeim þann­ig að ekki valdi óþrifn­aði.

8. gr.

Eigi má haga hreins­un fast­eigna þann­ig að leitt geti til óþrifn­að­ar um­hverf­is.

9. gr.

Um eft­ir­lit sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari fer sam­kvæmt lög­um um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir nr. 7/1998, með síð­ari breyt­ing­um.

10. gr.

Með brot gegn sam­þykkt þess­ari, valdsvið, þving­unar­úr­ræði, máls­með­ferð, úr­skurði og við­ur­lög skal far­ið sam­kvæmt lög­um um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir nr. 7/1998, með síð­ari breyt­ing­um.

11. gr.

Of­an­greind sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar, sem var sam­þykkt var eft­ir aðra um­ræðu á 319. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar, 31. janú­ar 2001, stað­fest­ist hér með skv. 25. gr. laga nr. 7/1998, um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, með síð­ari breyt­ing­um, til að öðl­ast gildi við birt­ingu.

Um­hverf­is­ráðu­neyt­inu 11. apríl 2001.

F.h.r.
Ingimar Sig­urðs­son

Sig­ur­björg Sæ­munds­dótt­ir

Nr. 323/2001

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00