Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Markmið og verklags­regl­ur Mos­fells­bæj­ar um stað­fanga­skrán­ing­ar

Mos­fells­bær trygg­ir skýr­ar og ör­ugg­ar skrán­ing­ar á stað­föng­um (heim­il­is­föng­um) í sam­ræmi við reglu­gerð nr. 577/2017. Sam­kvæmt henni skal hver lóð tengjast a.m.k. einu stað­fangi, sem sam­an­stend­ur af nafni, núm­eri og stað­setn­ing­ar­hnit­um. Stað­fang gef­ur upp stað­vís­ir (nafn) og stað­greini (núm­er), sem sam­an mynda ein­kvæmt heim­il­is­fang.

Sveit­ar­fé­lag­ið ber ábyrgð á skrán­ingu og við­haldi stað­fanga. Sam­þykki Mos­fells­bæj­ar þarf fyr­ir nýj­um stað­föng­um, götu­heit­um og ör­nefn­um. Unn­ið er að því að forð­ast tví­tekin eða vill­andi heiti inn­an sama hverf­is eða póst­núm­ers, og tryggja að hvert hús­núm­er hafi ein­stakt heiti og núm­er.

Stað­fang: Stað­fang auð­kenn­ir ákveð­inn stað eða eign og er víð­tæk­ara en hefð­bund­ið heim­il­is­fang. Í þétt­býli sam­an­stend­ur það oft af götu­heiti og núm­eri (t.d. Þver­holt 2), en í dreif­býli get­ur það ver­ið ör­nefni og núm­er (t.d. Lax­nes 2). Stað­föng eiga að vera lýs­andi fyr­ir stað­setn­ingu og skráð í fast­eigna­skrá.

Stað­vís­ir og stað­grein­ir: Stað­vís­ir er heiti göt­unn­ar, stað­ar eða lög­býl­is. Hann þarf að vera ein­stak­ur inn­an sveit­ar­fé­lags­ins og ekki of lík­ur öðr­um. Standi hús eða eign­ir við götu skal not­ast við það heiti. Not­ast skal við skýr og ein­föld heiti stað­vísa og fylgja regl­um Ör­nefna­nefnd­ar og Ís­lenskr­ar mál­nefnd­ar.

Stað­grein­ir er núm­era­hluti stað­fangs­ins, oft hús­núm­er. Bók­staf­ir geta ver­ið not­að­ir ef fleiri en ein bygg­ing deil­ir sama grunn­gildi (t.d. 12A og 12B). Núm­eraröð rað­ast eft­ir legu við götu og mið­ast við fjölda bygg­inga eða inn­ganga á lóð/hús.

Við­skeyti og sér­heiti: Sér­heiti (við­skeyti) er val­frjálst aukanafn sem skráð er með stað­fangi. Það stend­ur aldrei eitt og sér sem heim­il­is­fang. Sér­heiti verð­ur að byggja á sögu­leg­um heim­ild­um eða ör­nefn­um tengd­um staðn­um. T.d. ef eign ber hefð­bund­ið nafn eins og „Frið­riks­berg“ get­ur stað­fang ver­ið „Amst­ur­dam 3 Frið­riks­berg“. Þar er Frið­riks­berg skráð sem sér­heiti tengt við stað­fang­ið. Sér­heiti geta þann­ig átt við fleiri en eitt núm­er, t.d. geta tvö hús á sömu jörð bor­ið sama sér­heiti (heiti jarð­ar­inn­ar) en hafa hvort sitt núm­er­ið.

Mos­fells­bær hef­ur þá stefnu að sér­heiti skuli ein­göngu skráð þeg­ar full­nægj­andi rök styðja það. Markmið Mos­fells­bæj­ar er ekki að fjölga sér­heit­um eða leyfa frjáls­ar skrán­ing­ar sér­heita. Per­sónu­leg gælu­nöfn á sum­ar­hús­um, s.s. „Para­dís­ar­stað­ir“ eða „Ham­ingju­hóll“, eru ekki við­ur­kennd sem sér­heiti. Sama á við um al­menn stað­ar­ein­kenni eða lýs­ing­ar sem ekki hafa sögu­leg­ar heim­ild­ir, s.s. „Djúpagil“ eða „Græna­brekka“.

Til að skrá sér­heiti þarf að senda form­lega um­sókn til skipu­lags­full­trúa á Mín­um síð­um Mos­fells­bæj­ar. Í um­sókn þarf að til­greina hvaða heiti er lagt til og rök­styðja hvern­ig það sam­ræm­ist of­an­greind­um regl­um. Vísa skal til heim­ilda, í ör­nefna­skrá, sögu­legra gagna eða ann­arra stað­reynda sem renna stoð­um und­ir nafn­gift­ina. Mos­fells­bær met­ur beiðn­ir og leit­ar álits sér­fræð­inga ef þörf kref­ur. Sam­þykkt sér­heiti verða skráð sem við­bót­ar­auð­kenni í fast­eigna­skrá.

Ný og breytt stað­föng: Ný stað­föng eru út­hlut­uð þeg­ar nýj­ar lóð­ir verða til. Fjöldi núm­era mið­ast við notk­un­ar­eig­in­leika lóð­ar­inn­ar. Nafn­gift­ir krefjast sam­þykk­is bæj­ar­stjórn­ar. Heiti á deili­skipu­lagi eða nafn­gift­ir í einka­rétt­ar­leg­um samn­ing­um hafa ekki vægi um­fram ákvörð­un bæj­ar­stjórn­ar.

Breyt­ing­ar á stað­föng­um eru þann­ig heim­il­ar án deili­skipu­lags­breyt­inga. Al­geng ástæða er að eldri heiti séu ekki lýs­andi eða marg­ar eign­ir deili sama nafni. Einn­ig get­ur að­koma eigna hafa breyst og standa þær því við aðra götu. Markmið er að tryggja ör­yggi og skýra að­grein­ingu fyr­ir þjón­ustu­að­ila og við­bragðs­að­ila. Sér­heiti við slík­ar eign­ir verða upp­færð eft­ir þörf­um en mark­mið­ið er að varð­veita göm­ul og þekkt stað­ar­heiti.

End­ur­skoð­un stað­fanga í dreif­býli: Mos­fells­bær vinn­ur nú að heild­ar­end­ur­skoð­un stað­fanga í dreif­býli og frí­stunda­byggð­um í áföng­um. Meg­in­markmið er að fækka end­ur­tekn­um heit­um og skrá lýs­andi stað­föng. Al­geng­asta ástæð­an fyr­ir stað­fanga­breyt­ingu er að eldri heiti og núm­er séu ekki nógu lýs­andi eða að marg­ar fast­eign­ir (lönd) deili sama eða mjög svip­uðu heiti, sem brýt­ur í bága við regl­ur.

Árið 2022 var svæð­ið norð­an Hafra­vatns upp­fært, og lóð­ir við Óskotsveg fengu ný stað­föng. Svæð­in við Selvatn urðu síð­an hluti af Selvatns­vegi og Sel­merk­ur­vegi. Næst eru lóð­ir við Króka­tjörn og Sil­unga­tjörn sem fá stað­föng við Tjarna­veg og Króka­veg. Teymi á um­hverf­is­sviði vinn­ur að um­ræddri end­ur­skoð­un. Rétt og ein­stök skrán­ing er ekki að­eins laga­skylda held­ur mik­il­vægt ör­yggis­at­riði, skýr stað­föng auð­velda lög­reglu, slökkvi­liði og sjúkra­flutn­ing­um að finna stað­inn og lág­marka lík­ur á töf­um eða mis­skiln­ingi.

Öll heiti byggja á ör­nefn­um og land­fræði­leg­um stað­hátt­um. Verk­efn­ið held­ur áfram þar til öll helstu frí­stunda­svæði hafa ver­ið yf­ir­farin. Íbú­ar fá til­kynn­ing­ar með fyr­ir­vara áður en breyt­ing­ar taka gildi. End­ur­skoð­un­in mun einn­ig snerta stök eldri svæði þétt­býl­is­ins og Mos­fells­dals.

Ferli og fram­kvæmd: Það er skipu­lags­nefnd sem ákveð­ur nöfn gatna (stað­vísa) í sam­ræmi við til­lög­ur kjör­inna full­trúa, um­hverf­is­sviðs, land­eig­enda eða íbúa. Til­lög­ur um ný nöfn og breyt­ing­ar eru tekn­ar fyr­ir í skipu­lags­nefnd. Ef um breyt­ingu stað­fangs er að ræða fá eignd­ur til­kynn­ingu í pósti eða á Ís­land.is, þar sem gef­inn er kost­ur að koma með ábend­ing­ar áður en til fram­kvæmd­ar kem­ur. Bæj­ar­stjórn stað­fest­ir breyt­ing­ar og um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar skrá­ir þær. Hús­eig­end­um ber að merkja ný heiti og til­kynna þjón­ustu­að­il­um, s.s. ja.is.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00