Matseðill 23. desember - 27. desember
23. desember | Mánudagur | Enginn matur í dag |
24. desember | Þriðjudagur | Enginn matur í dag |
25. desember | Miðvikudagur | Enginn matur í dag |
26. desember | Fimmtudagur | Enginn matur í dag |
27. desember | Föstudagur | Enginn matur í dag |
Skóladagatal
desember - 2024
Upplýsingar
Einelti er ekki undir neinum kringumstæðum liðið í Lágafellsskóla!
Hvað er einelti?
- Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast.
- Einelti felur í sér misbeitingu á valdi með þeim afleiðingum að þolanda líður illa og hann finnur til varnarleysis.
- Einelti fer oft fram þar sem enginn sér. Sá sem lagður er í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis.
Stríðni, átök og einstakur ágreiningur milli jafningja telst ekki til eineltis.
Ofbeldi er vísvitandi meiðandi hegðun þar sem einstaklingur eða hópur beitir valdi til að meiða eða niðurlægja aðra. Einstakt ofbeldisatvik getur verið merki um að sá sem fyrir ofbeldinu verður hafi verið lagður í einelti.
Tilkynna einelti
Fylla þarf út tilkynninguna og senda sem viðhengi á netfangið lagafell-eineltisteymi@mosmennt.is.
Nemandi í 1. – 7. bekk sem af einhverjum ástæðum þarf að vera inni í frímínútum dvelur í stofu 253-254 í umsjón starfsmanna skólans.
Nemendur unglingadeildar, í 8. – 10. bekk, hafa val um hvort þeir eru inni eða úti.
Þurfi nemandi að vera inni í frímínútum skal skila beiðni frá foreldri/forráðamanni þar sem ástæða inniverunnar er tilgreind. Heimilt er að vera inni tvo daga eftir veikindi. Þurfi nemandi að vera lengur inni vegna langvarandi veikinda eða meiðsla skal skila læknisvottorði.
Hamli veður útivist eru nemendur inni undir umsjón starfsmanna. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir í samræmi við veður og hafi með sér aukaföt að heiman ef þurfa þykir.
Frímínútur í 1. – 7. bekk eru tvisvar yfir daginn, kl. 9:40-10:00 eða 9:30-9:50 og kl. 11:20-11:40 eða kl. 11:40-12:00.
Frímínútur í 8. – 10. bekk eru þrisvar yfir daginn, kl. 9:35-9:55, 12:05-12:35 og 13:15-13:25
Kennarar, stuðningsfulltrúar og skólaliðar sinna gæslu í frímínútum.
Kl. | Fjöldi | Tími að Varmá |
---|---|---|
Frá Lágafellsskóla að Varmá | ||
08:10 | 8.-LH og 8.-EE | 08:25-09:05 |
08:55 | 8.-SÞ og 8.-ÓKJ | 09:05-09:45 |
09:50 | 9.-MLG og 9.-ÝÞ | 10:05-10:45 |
10:40 | 9.-PS og 10.-BRÞ | 10:50-11:30 |
11:25 | 10.-IÓ og 10.-HHB | 11:30-12:10 |
Frá Varmá að Lágafellsskóla | ||
09:25 | 8.-LH og 8.-EE | 08:25-09:05 |
10:05 | 8.-SÞ og 8.-ÓKJ | 09:05-09:45 |
11:05 | 9.-MLG og 9.-ÝÞ | 10:05-10:45 |
11:50 | 9.-PS og 10.-BRÞ | 10:50-11:30 |
12:25 | 10.-IÓ og 10.-HHB | 11:30-12:10 |
Rútan stoppar á bílaplani skólans á móts við hús nr. 4.
Sækja þarf um áskrift í mötuneyti í gegnum Völu í síðasta lagi 20. hvers mánaðar svo nemandinn komist í áskrift mánuðinn á eftir.
Áskrift að mötuneyti greiðist fyrirfram einn mánuð í senn. Sé áskrift ekki sagt upp fyrir 20. dag síðasta mánaðar áskriftartímabilsins endurnýjast hún sjálfkrafa.
Skráning og uppsögn fer fram í gegnum Völu skráningarkerfi um mötuneyti og frístund.
Hægt er að óska eftir áskrift í grænmetisfæði (ekki kjöt) eða veganfæði (engar dýraafurðir) og er það valið sérstaklega inn á umsókninni.
Ef nemandi er með fæðuóþol eða ofnæmi verður að skila inn vottorði frá lækni þess efnis til að nemandi fái annað fæði eldað fyrir sig í skólanum. Vottorði skal skila inn í upphafi hvers skólaárs.
Nemendum stendur til boða hádegisverður, kjöt- eða fiskiréttur, súpur, mjölkurvörur, brauðmeti og ávextir. Matseðillinn er unninn samkvæmt manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga og er lögð áhersla á að hafa máltíðirnar fjölbreyttar. Hugað er vandlega að næringargildi og almennri hollustu.
Einnig er hægt að kaupa samlokur í mötuneytinu og eru þar samlokugrill og örbylgjuofn til afnota fyrir nemendur. Að sjálfsögðu geta nemendur komið með nestispakka að heiman og er mötuneytið aðeins valkostur og viðbót við þá þjónustu sem skólinn veitir.
Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs. Forsjáraðilar skulu þó meta ef um óveður er að ræða hvort þeir senda börn sín til skóla eða ekki. Undantekningarlaust skal þó hringja á skrifstofu skólans og tilkynna ef forsjáraðilar ákveða að hafa börn sín heima.
Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var ákveðið að fylgst verði með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við slökkvilið, lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.
Hjólabrettasvæði
Hjólabretti og hlaupahjól eru leyfð og skulu nemendur vera með hjálm. Óheimilt er að renna sér að og frá svæðinu á brettum og hlaupahjólum, halda skal á þeim yfir lóðina
Önnur svæði
Reiðhjól, hlaupahjól, hjólabretti og línuskautar óheimil á skólalóð frá kl. 08:00 – 17:00 meðan skólastarf stendur yfir.
Skólahreystibraut
Notendur skólahreystibrautar framkvæma þær æfingar sem brautin er gerð fyrir.
Þeir sem ætla að fara í gegnum alla brautina, hvort sem þeir eru í keppni eða ekki, hafa forgang.
Óheimilt er að klifra upp á grind Skólahreystibrautar.
Aðeins sá árgangur sem skráður er á skólahreystibraut hverju sinni nýtir brautina.
Fótboltavellir
Á fótboltavöllum gilda almennar knattspyrnureglur. Aðeins sá árgangur sem skráður er með völlinn hverju sinni nýtir hann.
Snjóboltasvæði
Þegar snjór er á skólalóð er hjólabrettasvæðið ætlað fyrir þá sem vilja stunda snjóboltakast. Eingöngu þeir sem vilja taka þátt mæta á svæðið. Ekki má kasta út fyrir svæðið.
- Við komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur
- Við förum eftir fyrirmælum kennara og annarra starfsmanna skólans
- Við göngum vel um umhverfið og förum vel með eigur skólans og annarra
- Við mætum stundvíslega og vinnum alltaf eins vel og við getum
- Við tileinkum okkur heilbrigðar lífsvenjur
Farsímar
Farsímanotkun er óheimil í kennslustundum, nema í námslegum tilgangi og er þá ákvörðun kennara.
Farsímanotkun er óheimil í búningsklefum íþróttahúsa og íþróttasal.
Mynd- og hljóðupptökur eru ÁVALLT óheimilar nema með sérstöku samþykki viðkomandi.
Farsímanotkun nemenda í 1.-7.bekk er óheimil á göngum, í matsal og á útisvæði .
Litið er svo á að farsímar yngstu nemenda skólans séu fyrst og fremst öryggistæki sem notist eftir skóla.
Farsímar eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.
Skólasafn Lágafellsskóla heitir Fræðasetur og er staðsett miðsvæðis á fyrstu hæð skólans. Safnið er um um 160 m² að stærð og er bjart og aðlaðandi og vel búið húsgögnum. Skólasafnið leitast við að þjóna öllum nemendum og kennurum skólans.
Góð vinnuaðstaða er á Fræðasetri, þar sem nemendur hafa aðgang að ljósritunarvél og tölvum. Þar eru tvær borðtölvur sem ætlaðar eru til verkefnavinnu og upplýsingaleitar og vinnuaðstaða er fyrir rúmlega 12 nemendur, auk sófa og leskróks. Einnig geta nemendur komið á skólasafnið til að spila eða lesa sér til skemmtunar.
Hlutverk
Skólasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Samkvæmt lögum um grunnskóla eiga skólasöfn að vera eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu. Skólasafnið styður nám og kennslu i skólanum og þjónustar nemendur og kennara með útláni bóka, aðstoð við upplýsingaleit, jafnframt því að hvetja nemendur til lesturs, sér til gagns og gamans.
Mikil áhersla er lögð á glæða áhuga nemenda á lestri og bókmenntum, útvega lesefni við hæfi og velja bækur sem vekja áhuga nemenda. Að njóta góðra bóka og lesa sér til fróðleiks og ánægju skiptir gríðarlega miklu máli í nútímasamfélagi. Lifandi, skemmtilegt og aðlaðandi bókasafn eflir lestraráhuga nemenda og kveikir áhuga þeirra á bókum.
Markmið skólasafnsins er m.a. að:
- Aðstoða nemendur og starfsfólk við upplýsingaöflun
- Að vekja áhuga nemenda á bókmenntum og lestri góðra bóka
- Að leiðbeina um notkun safnkosts
- Að örva lestur fagurbókmennta og fræðirita
Opnunartími
Fræðasetrið er opið alla daga frá kl. 8.00 – 14.00 en lokað á kaffi- og matartímum milli kl. 9:40-9:55 og 11:40-12:00.
Safnkostur
Á Fræðasetri er að finna úrval fræði- og skáldrita til útlána fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Einnig er þar að finna tímarit, myndefni, hljóðbækur, bekkjarsett af skáldsögum, spil og ýmiss konar kennslugögn.
Gögnum safnsins er raðað eftir flokkunarkerfi Dewey, skáldritum eftir höfundum og fræðiritum eftir efni. Öll gögn safnsins eru skráð í Ölmu sem er nýtt bókasafnskerfi og samskrá íslenskra bókasafna. Upplýsingar um safnkost safnsins eru aðgengilegar á Leitir.is og með sérstöku aðgangsorði geta nemendur og foreldrar skráð sig inn í Leitir.is (mínar síður) til að sjá útlánalista sína eða útlánasögu. Til að komast inn í kerfið þarf notandinn að eiga gilt bókasafnsskírteini og skrá notendanafn sitt (kennitölu) og leyniorð.
Útlán og skil
Á safninu geta nemendur og starfsfólk skólans fengið lánaðar bækur og önnur gögn. Safnið sér auk þess um útlán námsbóka til nemenda í unglingadeild og útlán spjaldtölva og kennsluleiðbeininga til kennara.
Útlánstími skáldsagna, fræðibóka og tímarita eru tvær vikur en sérlega þykkra bóka 30 dagar. Námsbækur í unglingadeild eru lánaðar nemendum í annarláni og gögn til kennara í vetrarláni eða eftir samkomulagi.
Flestar bækur safnsins eru lánaðar heim en sérstaklega merktar handbækur, orðabækur og önnur uppsláttarrit eru eingöngu lánaðar til kennara eða eru bara til afnota á safninu og ekki lánaðar út úr skólanum. Öll gögn sem farið er með út af safninu þarf að skrá í útlán en á safninu er sjálfsafgreiðslukerfi og skrá nemendur sjálfir þau gögn sem þeir fá að láni. Ef nemandi týnir eða skemmir bók þarf hann að bæta hana með nýju eintaki af sömu bók eða kaupa aðra bók í staðinn ef hin týnda er ófáanleg í búðum.
Viðburðir
Ýmsir viðburðir, klúbbar og uppákomur tengjast safninu. Sem dæmi má nefna Bókaorm vikunnar, Yndislestur æsku minnar, ýmsir bókaklúbbar, rithöfundakynningar, Íslensku barnabókaverðlaunin, Alþjóðlegi bangsadagurinn, Dagur barnabókarinnar og Alþjóðlegi bókasafnsdagurinn, svo eitthvað sé nefnt. Skólasafnið tekur einnig þátt í sameiginlegu lestrarátaki allra árganga skólans.
Umgengni og reglur á bókasafninu
- Ganga hljóðlega um og trufla ekki aðra
- Skila bókum í skilakassann
- Fara vel með bækur og önnur safngögn
- Ganga vel um, setja borð og stóla á sinn stað
- Öll útlán þurfa að vera skráð
- Matur og drykkur er ekki leyfður á safninu
- Nota tölvurnar bara í verkefnavinnu og upplýsingaleit
- Virða útlánstímann – útlánstími bóka er tvær vikur en 30 dagar fyrir þykkar bækur
Facebook
Skólasafnið er með síðu á Facebook sem hugsuð er fyrir nemendur sem hafa aldur til og foreldra og starfsmenn. Þar eru uppákomur og viðburðir safnsins auglýstir og hægt að fylgjast með því sem fram fer á safninu.
Foreldrar þurfa að fylla út umsókn á Mínum síðum Mosfellsbæjar ef nemendur þurfa leyfi í meira en einn skóladag.
Frístund
Opið mán. – fim. kl. 13:20 – 16:30 og fös. kl. 12:40 – 16:30.
Alla morgna er hægt að ná tali af Daníel forstöðumanni eða Hrafnhildi aðstoðarforstöðumanni. Sérstaklega er mælt með því að foreldrar hafi samband fyrir hádegi ef áríðandi mál koma upp til að minnka álagið á símanum þegar börnin eru í frístund.
- Lágmarksviðvera eru fjórar klukkustundir á viku.
- Breytingar á viðverutíma þarf að tilkynna fyrir 20. hvers mánaðar og taka þær gildi mánaðamótin þar á eftir.
- Breytingar á viðverutíma og skráning vegna systkinaafsláttar eru gerðar í Völu.
Boðið er upp á vistun í vetrarfríum, jólafríum og páskafríum ef 12 eða fleiri þátttakendur eru skráðir.
Gjaldskrár:
Dvalartímar (1 klst. á viku) | Gjald per viku | Gjald per mánuð (m.v. 4 vikur) |
---|---|---|
5 | 1.949 | 7.795 |
8 | 3.118 | 12.472 |
10 | 3.898 | 15.590 |
12 | 4.677 | 18.708 |
15 | 5.846 | 23.386 |
20 | 7.795 | 31.181 |
1. gr.
Gjald fyrir vistun í frístund fer eftir fjölda skráðra klukkustunda. Gjald lækkar ekki þrátt fyrir skerta daga eða ef börn nýta ekki þjónustu s.s. vegna veikinda eða leyfis.
2. gr.
Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístund er 390 kr. Greiðslur grundvallast á grunngjaldi fyrir hverja klst. en lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar, sjá nánar samþykkt um frístund.
3. gr.
Hægt er að sækja um systkinaafslátt samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þar um, inn á umsókn um frístund.
4. gr.
Sérstakt gjald er tekið fyrir skráða viðbótarvistun, sjá nánar gjaldskrá um viðbótarvistun.
5. gr.
Breytingaóskir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar í gegnum Mínar síður og taka gildi næstu mánaðarmót á eftir.
Gildir frá 1. september 2024.
Samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 28. ágúst 2024.
Grunngjald fyrir hvern dag í viðbótarvistun í frístund er 3.321 kr.
Gildir frá 1. september 2024.
Samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 28. ágúst 2024.
Starfsfólk
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir
Deildarstjóri yngsta stigs og miðstigs (ásamt Sesselju)
asdis.hronn@mosmennt.is
Sesselja Gunnarsdóttir
Deildarstjóri elsta stigs og miðstigs (ásamt Ásdísi Hrönn)
sesselja.gunnarsdottir@mosmennt.is
Daníel Birgir Bjarnason
Forstöðumaður
daniel.birgir@mosmennt.is
Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir
Aðstoðarforstöðumaður
hrafnhildur.sif@mosmennt.is
Kristín Rögnvaldsdóttir
Bókasafns- og upplýsingafræðingur
kristin.rognvaldsdottir@mosmennt.is
Eygerður Helgadóttir
eygerdur.helgadottir@mosmennt.is
Lísa Greipsson
lisa.greipsson@mosmennt.is
Ásta Steina Jónsdóttir
Deildarstjóri verkefna/staðgengill skólastjóra
asta.steina@mosmennt.is
Hulda Jónasdóttir
Ritari og þjónustufulltrúi
hulda.jonasdottir@mosmennt.is
Sigrún Halldórsdóttir
Ritari og þjónustufulltrúi
sigrun.halldorsdottir@mosmennt.is
Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir
Deildarstjóri stoðþjónustu og umsjón með Fellinu
gudrun.ingibjorg@mosmennt.is
1. bekkur umsjónarkennara teymi
Sameiginlegt netfang: Anna María, Guðmunda og Jórunn
2018@lagafellsskoli.is
5. bekkur umsjónarkennara teymi
Sameiginlegt netfang: Sigurður og Jóna Líndal
2014@lagafellsskoli.is
6. bekkur umsjónarkennara teymi
Sameiginlegt netfang: Arnar, Drífa Björk og Rósa
2013@lagafellsskoli.is
Anna María Gunnarsdóttir
Kennari – umsjón í 1-AGJ teymiskennsla
annam@lagafellsskoli.is
Anna Rúnarsdóttir
Leiðbeinandi með BS í sálfræði – umsjón í 4.-AHI teymiskennsla
anna.runarsdottir@mosmennt.is
Arnar Hauksson
Grunnskólakennari með umsjón 6. ADR
arnar.hauksson@mosmennt.is
Árni Pétur Reynisson
Grunnskólakennari með umsjón 8.-ÁPR
arnipetur@mosmennt.is
Berglind Rut Þorsteinsdóttir
Grunnskólakennari með umsjón 8.-BRÞ danska/ísl
berglindrut@mosmennt.is
Birgitta Lind Scheving
Kennari með umsjóni í 3.-BHL
birgitta.lind@mosmennt.is
Drífa Björk Sturludóttir
Grunnskólakennari með umsjón 6.ADR
drifa.bjork@mosmennt.is
Edda Rún Knútsdóttir
Grunnskólakennari með umsjón 2.-EME Teymiskennsla
eddarun@mosmennt.is
Elísa Sif Rannveigardóttir
Leiðbeinandi með umsjón í 2.-EME
elisa.sif.rannveigardottir@mosmennt.is
Erla Edvardsdóttir
Grunnskólakennari með umsjón 9.-EE og enska
erla.edvardsdottir@mosmennt.is
Guðmunda Karlsdóttir
Grunnskólakennari með umsjón 1.-AGJ Teymiskennsla
gudmunda.karlsdottir@mosmennt.is
Guðrún Hallsteinsdóttir
Grunnskólakennari með umsjón 10.-GH Stærðfræði
gudrunhallsteins@mosmennt.is
Helga H Sigurjónsdóttir
Grunnskólakennari með umsjón 3.-BHL teymiskennsla
helga.sigurjonsdottir@mosmennt.is
Hildur Halldóra Bjarnadóttir
Grunnskólakennari með umsjón í 8.-HHB – stærðfræði
hildur.halldora@mosmennt.is
Hrafnhildur Svendsen
Grunnskólakennari með umsjón 4.-AHI
hrafnhildur.svendsen@mosmennt.is
Imke Schirmacher
Grunnskólakennari með umsjón 4.-AHI teymiskennsla
imke.schirmacher@mosmennt.is
Jódís Lilja Jakobsdóttir
Umsjónarkennari í 7.-JLJ
jodis.lilja@mosmennt.is
Jóna Guðbjörg Jónsdóttir
Leiðbeinandi með umsjón í 7. JGJ
jona.gudbjorg.jonsdottir@mosmennt.is
Jónína (Jóna) Líndal Sigmarsdóttir
Kennari með umsjóni 5.-JS teymiskennsla
jona.lindal@mosmennt.is
Jórunn Ingólfsdóttir
Grunnskólakennari með umsjón í 1. AGJ
jorunn.ingolfsdottir@mosmennt.is
Kristján Andri Jóhannsson
Leiðbeinandi MS með umsjón í 8.-KAJ
kristjan.andri@mosmennt.is
Laufey Ósk Þórðardóttir
Grunnskólakennari með umsjón 3.-BHL teymiskennsla
laufey.osk@mosmennt.is
María Björg Benediktsdóttir
Grunnskólakennari umsjón með 2.-EME teymiskennsla
mariabjorg@mosmennt.is
María Lea Guðjónsdóttir
Grunnskólakennari með umsjóni 10.-MLG
marialea@mosmennt.is
Ólafur Kristinn Jóhannsson
Grunnskólakennari með umsjón 9.-ÓKJ og danska
olafur.kristinn@mosmennt.is
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Grunnskólaken. með umsjón i 7. RHS
ragnheidur.harpa@mosmennt.is
Rósa Gunnlaugsdóttir
Grunnskólakennari með umsjón 6.-ADR teymiskennsla
rosa.gunnlaugsdottir@mosmennt.is
Sigurður Árni Reynisson
Umsjónarkennari 6.-JS
sigurdur.arni@mosmennt.is
Steinunn Þorkelsdóttir
Grunnskólakennari umsjón með 9.-SÞ – Íþróttir, stæ. og náttúrufræði
steinunn.thorkelsdottir@mosmennt.is
Ýr Þórðardóttir
Grunnskólakennari með umsjón 10.-ÝÞ og íslenska
yr.thordardottir@mosmennt.is