Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar er að stuðla að því að einstaklingar og fjölskyldur geti framfleytt sér þegar þau hafa ekki nægar tekjur til framfærslu.
Fjárhagsaðstoð er ávallt tímabundið úrræði og ber að skoða sem samvinnu Mosfellsbæjar og þess sem aðstoðarinnar nýtur, þar sem hjálp til sjálfshjálpar er leiðarljósið.
Umsókn
Get ég sótt um fjárhagsaðstoð?
Já, ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
- Ert fjárráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri.
- Átt lögheimili í Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi.
- Tekjur og eignir þínar (og maka) eru undir ákveðnum viðmiðunarmörkum.
- Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem hafa hætt rekstri og lagt inn virðisaukanúmer.
Áður en þú sækir um fjárhagsaðstoð skaltu athuga rétt þinn til annarra greiðslna t.d. frá:
- Tryggingastofnun
- Sjúkratryggingum Íslands
- Vinnumálastofnun, t.d. atvinnuleysistryggingar og fæðingarorlofssjóður
- Lífeyrissjóði
Hvaða gögn þurfa að fylgja með umsókninni?
- Afrit af síðasta skattframtali
- Staðgreiðsluskrá
- Launaseðlar síðastliðna þrjá mánuði
- Greiðsluseðlar vegna atvinnuleysisbóta (ef við á)
- Staðfesting frá Vinnumálastofnun (ef við á)
- Greiðsluáætlun frá Tryggingastofnun (ef við á)
- Yfirlit yfir lífeyrissjóðsgreiðslur (ef við á)
- Gilt læknisvottorð, ekki eldra en þriggja mánaða (ef óvinnufær)
Spurt og svarað
Þeir íbúar Mosfellsbæjar sem ekki geta sótt um fjárhagsaðstoð á island.is geta sent inn umsókn á Mínum síðum.