Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar er að stuðla að því að einstaklingar og fjölskyldur geti framfleytt sér.
Umsókn
Hver getur sótt um?
- Þau sem eiga lögheimili í bæjarfélaginu.
- Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem hafa hafa hætt rekstri og lagt inn virðisaukanúmer.
Hvað felst í fjárhagsaðstoð?
- Aðstoðin er í formi styrks eða láns. Jafnan eru kannaðir aðrir möguleikar en fjárhagsaðstoð.
- Fjárhagsaðstoð er einungis veitt í tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar.
- Sá sem nýtur fjárhagsaðstoðar skal tilkynna velferðarsviði ef breytingar verða á tekjum og fjölskylduaðstæðum. Slíkar breytingar geta haft áhrif á rétt til fjárhagsaðstoðar.
- Fjárhagsaðstoð sem veitt er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er alltaf endurkræf.
Framfærslugrunnur tekur mið af útgjöldum vegna daglegs heimilishalds og miðast við grunnfjárhæð 221.183 kr. Framfærslugrunnur hjóna og fólks í skráðri sambúð er 1,6 eða 353.893 kr. samanlagt. Framfærslugrunnur hjóna greiðist jafnt til beggja umsækjenda. Nánari upplýsingar er að finna í 9. gr. reglna um fjárhagsaðstoð. Upphæð fjárhagsaðstoðar er óháð því hvort barn eða börn búi á heimilinu, sbr. 10. gr.
Um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt í samræmi við 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (nr. 40/1991).