Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Markmið með veit­ingu fjár­hags­að­stoð­ar er að stuðla að því að ein­stak­ling­ar og fjöl­skyld­ur geti fram­fleytt sér.

Um­sókn


Hver get­ur sótt um?

  • Þau sem eiga lög­heim­ili í bæj­ar­fé­lag­inu.
  • At­vinnu­rek­end­ur og sjálf­stætt starf­andi ein­stak­ling­ar sem hafa hafa hætt rekstri og lagt inn virð­is­auka­núm­er.

Hvað felst í fjár­hags­að­stoð?

  • Að­stoð­in er í formi styrks eða láns. Jafn­an eru kann­að­ir aðr­ir mögu­leik­ar en fjár­hags­að­stoð.
  • Fjár­hags­að­stoð er ein­ung­is veitt í tengsl­um við önn­ur úr­ræði, svo sem ráð­gjöf og leið­bein­ing­ar.
  • Sá sem nýt­ur fjár­hags­að­stoð­ar skal til­kynna vel­ferð­ar­sviði ef breyt­ing­ar verða á tekj­um og fjöl­skyldu­að­stæð­um. Slík­ar breyt­ing­ar geta haft áhrif á rétt til fjár­hags­að­stoð­ar.
  • Fjár­hags­að­stoð sem veitt er á grund­velli rangra eða vill­andi upp­lýs­inga er alltaf end­urkræf.

Fram­færslu­grunn­ur tek­ur mið af út­gjöld­um vegna dag­legs heim­il­is­halds og mið­ast við grunn­fjárhæð 221.183 kr. Fram­færslu­grunn­ur hjóna og fólks í skráðri sam­búð er 1,6 eða 353.893 kr. sam­an­lagt. Fram­færslu­grunn­ur hjóna greið­ist jafnt til beggja um­sækj­enda. Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna í 9. gr. reglna um fjár­hags­að­stoð. Upp­hæð fjár­hags­að­stoð­ar er óháð því hvort barn eða börn búi á heim­il­inu, sbr. 10. gr.

Um fjár­hags­að­stoð í Mos­fells­bæ gilda regl­ur sem bæj­ar­stjórn hef­ur sam­þykkt í sam­ræmi við 21. gr. laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga (nr. 40/1991).


Regl­ur og sam­þykkt­ir