Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um fjár­hags­að­stoð.

Eft­ir­far­andi regl­ur grund­vallast á IV og VI. kafla laga um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991.

I. kafli – Al­menn ákvæði

1. gr. Markmið og hlut­verk

Markmið Mos­fells­bæj­ar með veit­ingu fjár­hags­að­stoð­ar er að stuðla að því að ein­stak­ling­ar og fjöl­skyld­ur geti fram­fleytt sér.

Fjár­hags­að­stoð er veitt ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um sem eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í regl­um þess­um:

  1. Þeg­ar ein­stak­ling­ar og fjöl­skyld­ur hafa ónóg­ar tekj­ur sér til fram­færslu og geta ekki séð sér og sín­um far­borða, sbr. IV. og VI. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991.
  2. Þeg­ar um er að ræða fjár­hags­að­stoð sem lið í end­ur­hæf­ingu og stuðn­ingi til sjálfs­hjálp­ar, enda ekki í verka­hring ann­arra að veita hana. Jafn­an skal kanna til þraut­ar aðra mögu­leika en fjár­hags­að­stoð.

Fjár­hags­að­stoð skal ein­ung­is veitt í eðli­leg­um tengsl­um við önn­ur úr­ræði, svo sem ráð­gjöf og leið­bein­ing­ar, svo og í tengsl­um við úr­ræði ann­arra stofn­ana sam­fé­lags­ins.

Fjár­hags­að­stoð er ætluð til fram­færslu en ekki til fjár­fest­inga eða greiðslu skulda og er að jafn­aði veitt sem styrk­ur. Heim­ilt er að veita ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um að­stoð vegna sér­stakra að­stæðna sbr. IV. kafla reglna þess­ara.

Fjár­hags­að­stoð sam­kvæmt regl­um þess­um er alltaf tíma­bund­ið úr­ræði og ber að skoða sem sam­vinnu Mos­fells­bæj­ar og þess sem að­stoð­ar­inn­ar nýt­ur, þar sem hjálp til sjálfs­hjálp­ar er leið­ar­ljós­ið.

2. gr. Fram­færslu­skylda

Hverj­um manni er skylt að fram­færa sjálf­an sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára. Þeim sem sæk­ir um að­stoð sam­kvæmt regl­um þess­um er skylt að leita sér að at­vinnu og taka þeirri at­vinnu sem býðst nema því að­eins að veik­indi, ör­orka, hár ald­ur eða að­r­ar gild­ar ástæð­ur hamli því.

Fjár­hags­að­stoð skal veitt fólki í tíma­bundn­um erf­ið­leik­um og er að­stoð við ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur til að mæta grunn­þörf­um þeirra.

Ein­stak­ling­ar í skráðri sam­búð í Þjóð­skrá eiga sama rétt til fjár­hags­að­stoð­ar og hjón. Sam­búð­in skal hafa ver­ið skráð í þjóð­skrá í a.m.k. eitt ár áður en um­sókn er lögð fram, sbr. 19. gr. laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.

3. gr. Lækk­un grunn­fjár­hæð­ar

Hafi um­sækj­andi hafn­að at­vinnu­til­boði og/eða nám­skeiðstil­boði hjá vinnumiðlun, Mos­fells­bæ, öðr­um að­il­um eða hef­ur ver­ið sett­ur á bið hjá Vinnu­mála­stofn­un, er heim­ilt að greiða hon­um allt að hálfri grunnupp­hæð fram­færslu­kostn­að­ar skv. 9. gr. reglna þess­ara þann mán­uð sem hann hafn­ar at­vinnu­til­boði og/eða nám­skeiðstil­boði, svo og mán­uð­inn þar á eft­ir. Sama á við um um­sækj­anda, sem er at­vinnu­laus án bóta­rétt­ar, og skil­ar ekki inn minn­is­blaði at­vinnu­leit­anda.

4. gr. Rétt­ur fylg­ir lög­heim­ili

Um­sókn um fjár­hags­að­stoð skal leggja fram í lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lagi. Lög­heim­ili manns er sá stað­ur þar sem hann hef­ur fasta bú­setu. Mað­ur telst hafa fasta bú­setu á þeim stað þar sem hann hef­ur bækistöð sína, dvelst að jafn­aði í tóm­stund­um sín­um, hef­ur heim­il­is­muni sína og svefnstað­ur hans er þeg­ar hann er ekki fjar­ver­andi um stund­ar­sak­ir vegna or­lofs, veik­inda eða ann­arra hlið­stæðra at­vika, sbr. 2. gr. laga um lög­heim­ili og að­set­ur nr. 80/2018. Sam­kvæmt 4. gr. laga nr. 80/2018 skal ein­stak­ling­ur sem býr á fleiri en ein­um stað og í fleiru en einu sveit­ar­fé­lagi eiga lög­heim­ili þar sem hann dvelst meiri­hluta árs.

Telji starfs­mað­ur að bú­seta um­sækj­anda sem skráð­ur er með lög­heim­ili í sveit­ar­fé­lag­inu, sé ekki ígildi fastr­ar bú­setu, sam­an­ber ákvæði laga um lög­heim­ili og að­set­ur, skal tekin ákvörð­un um hvort mál­ið verði sent Þjóð­skrár til nán­ari at­hug­un­ar.

5. gr. Form fjár­hags­að­stoð­ar

Fjár­hags­að­stoð er ým­ist veitt sem styrk­ur eða lán. Ef um­sækj­andi ósk­ar þess skal að­stoð­in veitt sem lán, svo og ef könn­un leið­ir í ljós að eðli­legt sé að gera kröf­ur um end­ur­greiðslu með til­liti til eigna og/eða fram­tíð­ar­tekna og er há­marks­láns­tími allt að fjór­ir mán­uð­ir.

Ein­stak­ling­ur sem bíð­ur eft­ir af­greiðslu um­sókn­ar á end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri eða ör­orkumati frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins, af­greiðslu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands eða af­greiðslu um­sókn­ar hjá Vinnu­mála­stofn­un get­ur sótt um fjár­hags­að­stoð í formi láns. Þeg­ar við­kom­andi um­sækj­andi hef­ur feng­ið bæt­ur sín­ar greidd­ar aft­ur í tím­ann, ber hon­um að greiða lán­ið til baka. Hámark láns sam­svar­ar fram­færslu­grunni í allt að fjóra mán­uði.

Lán kem­ur að­eins til út­borg­un­ar eft­ir að geng­ið hef­ur ver­ið frá lána­samn­ingi. Ekki skal veita ný lán nema stað­ið hafi ver­ið í skil­um vegna eldri lána skv. greiðslu­sam­komu­lagi eða sam­ið ver­ið um end­ur­greiðslu eldri lána. Heim­ilt er að taka vexti af lán­um, þó aldrei hærri en með­al­vexti lána­stofn­ana á hverj­um tíma.

6. gr. Tíma­bil sam­þykk­is

Sækja þarf um fjár­hags­að­stoð í hverj­um mán­uði sem að­stoð­in er veitt. Að öllu jöfnu er ekki heim­ilt að greiða fjár­hags­að­stoð meira en einn mán­uð aft­ur í tím­ann hafi við­kom­andi átt rétt á að­stoð. Eng­inn skal njóta fjár­hags­að­stoð­ar án þess að vera í sam­starfi við fé­lags­ráð­gjafa um lausn sinna mála.

Vel­ferð­ar­nefnd get­ur í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um ákveð­ið að að­stoð skuli greidd lengra aft­ur í tím­ann, þó aldrei meira en fjóra mán­uði.

II. kafli – Um­sókn­ir um fjár­hags­að­stoð

7. gr. Um­sókn og fylgigögn

Um­sókn skal skilað inn ra­f­rænt í gegn­um is­land.is eða á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar. Ef skila þarf inn skrif­legri um­sókn skal hún vera á þar til gerðu eyðu­blaði, und­ir­rit­uð af um­sækj­anda og maka, ef við á, og skilað inn til þjón­ustu­vers Mos­fells­bæj­ar. Um­sækj­andi get­ur veitt öðr­um skrif­legt um­boð til að sækja um fjár­hags­að­stoð fyr­ir sína hönd.

Eft­ir­far­andi gögn þurfa að fylgja um­sókn:

  1. Skatt­fram­tal, álagn­ing­ar­seð­ill og stað­greiðslu­yf­ir­lit um­sækj­anda sem og maka ef við á. Launa­seðl­ar síð­ustu þriggja mán­aða, einn­ig maka ef við á. Yf­ir­lit yfir greiðsl­ur frá Trygg­inga­stofn­un. Yf­ir­lit yfir greiðsl­ur úr líf­eyr­is­sjóð­um ef við á.
  2. Stað­fest­ing Vinnu­mála­stofn­un­ar ef um­sækj­andi er at­vinnu­laus að fullu eða að hluta. Um­sækj­andi í hlutastarfi skal óska eft­ir fullu starfi, nema sér­stak­ar að­stæð­ur mæli gegn því, svo sem veik­indi eða sér­stak­lega erf­ið­ar fé­lags­leg­ar að­stæð­ur. Hafi um­sækj­andi ekki feng­ið að skrá sig á vinnumiðlun vegna þess að hann er ekki í virkri at­vinnu­leit á hann ekki rétt á fjár­hags­að­stoð. Um­sækj­andi telst ekki í virkri at­vinnu­leit ef hann dvel­ur er­lend­is.
  3. Minn­is­blað at­vinnu­leit­anda, sem gef­ið er út af vel­ferð­ar­sviði Mos­fells­bæj­ar, þar sem fram koma þrjú störf sem um­sækj­andi hef­ur sótt um síð­ast­lið­inn mán­uð, sé um­sækj­andi at­vinnu­laus án bóta­rétt­ar hjá Vinnu­mála­stofn­un. Minn­is­blað­ið þarf að fylgja með hverri um­sókn.
  4. Gilt lækn­is­vott­orð, sé um­sækj­andi óvinnu­fær. Gild­is­tími lækn­is­vott­orða er þrír mán­uð­ir. Í sér­stök­um til­fell­um og við end­ur­nýj­un um­sókn­ar get­ur fé­lags­ráð­gjafi aflað þess­ara gagna skrif­lega eða með sím­tali við sér­fræð­ing með sam­þykki um­sækj­anda. Í lækn­is­vott­orði þarf að til­greina ástæðu óvinnu­færni, sjúk­dóms­grein­ingu, upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­hug­aða lækn­is­með­ferð og/eða end­ur­hæf­ingu auk tíma­bils óvinnu­færni.
  5. Stað­fest­ingu á um­sókn hjá Vinnu­mála­stofn­un, Trygg­inga­stofn­un eða Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands, sé sótt um lán til fram­færslu, ásamt banka­yf­ir­liti eft­ir því sem við á.
  6. Skír­teini um dval­ar­leyfi, sé um­sækj­andi er­lend­ur rík­is­borg­ari. Er­lend­ur rík­is­borg­ari með dval­ar­leyfi, þar sem skyld­ur að­ili ábyrg­ist fram­færslu hans, á að jafn­aði ekki rétt á fjár­hags­að­stoð. Víkja má frá fram­an­greind­um kröf­um um fram­lagn­ingu gagna sé um rök­stutt neyð­ar­til­vik að ræða.
  7. Við þriðju um­sókn um fjár­hags­að­stoð er gerð krafa um að um­sækj­andi mæti til við­tals til fé­lags­ráð­gjafa til að um­sókn telj­ist full­gild. Þá skal um­sækj­andi sækja reglu­leg við­töl til fé­lags­ráð­gjafa með það að mark­miði að vinna úr fé­lags­leg­um vanda um­sækj­anda.

Um­sókn fell­ur úr gildi ef um­beð­in gögn berast ekki inn­an 14 daga frá mót­töku um­sókn­ar.

8. gr. Við­tal og leið­bein­ing­ar til um­sækj­anda

Um­sækj­anda er skylt að mæta í boð­uð við­töl til fé­lags­ráð­gjafa þar sem kann­að­ar eru fé­lags­leg­ar að­stæð­ur hans. Veita skal um­sækj­anda leið­bein­ing­ar um máls­með­ferð um­sókna. Enn frem­ur skal hann upp­lýst­ur um rétt til að­stoð­ar sem hann kann að eiga ann­ars stað­ar og ber hon­um að nýta sér þann rétt.

III. kafli – Rétt­ur til fjár­hags­að­stoð­ar – Fram­færslu­kostn­að­ur og mat á fjár­þörf

9. gr. Upp­hæð­ir fjár­hags­að­stoð­ar

Fram­færslu­grunn­ur tek­ur mið af út­gjöld­um vegna dag­legs heim­il­is­halds og mið­ast við grunn­fjár­hæð 238.818 kr. Grunn­fjár­hæð fjár­hags­að­stoð­ar er ákvörð­uð af bæj­ar­stjórn hverju sinni að fengn­um til­lög­um vel­ferð­ar­nefnd­ar. Upp­hæð­ir fjár­hags­að­stoð­ar eru eft­ir­far­andi:

  • Fram­færslu­grunn­ur ein­stak­linga 18 ára og eldri sem sann­an­lega reka eig­ið heim­ili er 1,0 eða 238.818 kr. Með rekstri eig­in heim­il­is er átt við þær að­stæð­ur þeg­ar við­kom­andi býr í eig­in hús­næði eða leig­ir hús­næði og legg­ur fram húsa­leigu­samn­ing skráð­an í leigu­skrá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar því til stað­fest­ing­ar.
  • Fram­færslu­grunn­ur ein­stak­linga 18 ára og eldri sem búa sjálf­stætt og leigja hús­næði án húsa­leigu­samn­ings sem skráð­ur hef­ur ver­ið í leigu­skrá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, hafa ekki að­g­ang að hús­næði eða dvelja á áfanga­heim­ili er 0,75 eða 179.114 kr.
  • Fram­færslu­grunn­ur ein­stak­linga 18 ára og eldri sem búa hjá for­eldr­um, ætt­ingj­um eða með öðr­um, og njóta þar með hag­ræð­is af sam­eig­in­legu heim­il­is­haldi er 0,5 eða 119.409 kr.
  • • Fram­færslu­grunn­ur ein­stak­linga sem eru skráð­ir á sjúkra­stofn­un eða í áfeng­is- eða vímu­efna­með­ferð er 0,35 eða 83.587 kr. Þá er heim­ilt að greiða dval­ar­gjald á með­ferð­ar­stofn­un enda sé slíkt ekki nið­ur­greitt af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands. Há­marks­að­stoð dval­ar­gjalds og fram­færslu­styrks fer þó aldrei yfir grunn­fjár­hæð. Það sama gild­ir hvort sem um­sækj­andi sæk­ir með­ferð hér­lend­is eða er­lend­is.
  • Fram­færslu­grunn­ur hjóna og fólks í skráðri sam­búð er 1,6 eða 382.109 kr. sam­an­lagt. Fram­færslu­grunn­ur hjóna greið­ist jafnt til beggja um­sækj­enda.

Upp­hæð fjár­hags­að­stoð­ar er óháð því hvort barn eða börn búi á heim­il­inu sbr. 10. gr.

Veita skal þeim sem feng­ið hafa fjár­hags­að­stoð und­an­gengna þrjá mán­uði sam­fellt sér­staka des­em­berupp­bót sem nem­ur 25% af fram­færslu­grunni ein­stak­lings. Des­em­berupp­bót er ein­göngu greidd út í des­em­ber ár hvert.

10. gr. Upp­lýs­ing­ar um tekj­ur

All­ar tekj­ur um­sækj­anda/maka, í þeim mán­uði sem sótt er um og mán­uð­inn á und­an, koma til frá­drátt­ar við ákvörð­un um upp­hæð fjár­hags­að­stoð­ar.

Tekj­ur barna um­sækj­anda und­ir 20 ára aldri með lög­heim­ili hjá um­sækj­anda koma ekki til frá­drátt­ar á rétti til fjár­hags­að­stoð­ar.

Með tekj­um er hér átt við all­ar inn­lend­ar og er­lend­ar tekj­ur ein­stak­lings/maka sem ekki eru sér­stak­lega til fram­færslu barna, það er at­vinnu­tekj­ur, all­ar skatt­skyld­ar tekj­ur Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins, greiðsl­ur úr líf­eyr­is­sjóð­um, at­vinnu­leys­is­bæt­ur, leigu­tekj­ur, mæðra- og feðra­laun o.s.frv. Eigi um­sækj­andi rétt á at­vinnu­leys­is­bót­um, skal reikna at­vinnu­leys­is­bæt­ur hon­um til tekna, hvort sem hann hef­ur stimplað sig eða ekki, nema fram­vísað sé lækn­is­vott­orði.

Mið­að er við heild­ar­tekj­ur áður en tekju­skatt­ur hef­ur ver­ið dreg­inn frá. Húsa­leigu- og vaxta­bæt­ur eru ekki tald­ar til tekna. Gert er ráð fyr­ir að hús­næð­is­kostn­aði verði fyrst og fremst mætt með greiðslu vaxta- og húsa­leigu­bóta, en einn­ig er gert ráð fyr­ir hon­um í grunn­fjár­hæð.

Við mat á tekj­um í fyrra mán­uði er heim­ilt að miða við tvö­falda fulla grunn­fjár­hæð við skerð­ingu fjár­hags­að­stoð­ar þó að ein­stak­ling­ur eigi ekki rétt á óskertri grunn­fjár­hæð.

11. gr. Eign­ir um­sækj­anda og maka hans

Eigi um­sækj­andi, maki hans eða sam­búð­ar­að­ili pen­inga­leg­ar eign­ir eða að­r­ar eign­ir um­fram íbúð­ar­hús­næði sem um­sækj­andi eða fjöl­skylda hans býr í og eina fjöl­skyldu­bif­reið, á hann ekki rétt á fjár­hags­að­stoð. Í þeim til­fell­um skal vísa um­sækj­anda á lána­fyr­ir­greiðslu banka, þó að tekj­ur hans séu lægri en grunn­fjár­hæð. Eigi um­sækj­andi eða maki eign­ir í banka um­fram grunn­fjár­hæð, sam­kvæmt síð­asta skatt­fram­tali, skal skila inn banka­yf­ir­liti. Sýni ban­kyf­ir­lit að eign­ir um­sækj­anda séu yfir grunn­fjár­hæð fjár­hags­að­stoð­ar á hann ekki rétt á fjár­hags­að­stoð.

12. gr. At­vinnu­rek­end­ur, sjálf­stætt starf­andi ein­stak­ling­ar, hluta­störf

At­vinnu­rek­andi og sjálf­stætt starf­andi ein­stak­ling­ur get­ur sótt um fjár­hags­að­stoð hafi hann hætt rekstri og lokað virð­is­auka­skatts­núm­eri auk þess að hafa leitað rétt­ar síns til at­vinnu­leys­is­bóta í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 54/2006 um at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar. Sé um­sækj­andi í hlutastarfi með tekj­ur und­ir grunn­fjár­hæð skal gerð krafa um að við­kom­andi skrái sig hjá vinnumiðlun og óski eft­ir fullu starfi.

13. gr. Náms­menn

Ein­stak­ling­ar sem stunda nám sem láns­hæft er hjá Mennta­sjóði náms­manna njóta ekki rétt­ar til fjár­hags­að­stoð­ar. Að­r­ir náms­menn eiga ekki rétt til fjár­hags­að­stoð­ar nema full­nægt sé skil­yrð­um L-lið­ar 14. gr. reglna þess­ara um námstyrki/lán vegna náms.

IV. kafli – Heim­ild­ir vegna sér­stakra að­stæðna

14. gr. Heim­ild­ar­greiðsl­ur

Að­stoð skv. und­ir­lið­um H, I, J, og K er al­far­ið bund­in við þá sem hafa feng­ið eða átt rétt á fjár­hags­að­stoð a.m.k. síð­ustu þrjá mán­uði. Sækja þarf sér­stak­lega um að­stoð skv. 14. gr.

A. Heim­ilt er að veita sér­staka fjár­hags­að­stoð til for­eldra vegna barna á þeirra fram­færi og eiga lög­heim­ili hjá við­kom­andi for­eldri. Um er að ræða að­stoð til að greiða áfallandi greiðsl­ur fyr­ir dag­gæslu barns í heima­hús­um, leik­skóla, skóla­mál­tíð­ir, frí­stunda­heim­ili og íþrótta- og tóm­stunda­iðk­un. Ætíð skal vera um tíma­bundna að­stoð að ræða. Við­mið­un­ar­mörk að­stoð­ar með hverju barni eru að há­marki 18.000 kr. Skil­yrði fyr­ir að­stoð sam­kvæmt þess­um lið er að um­sækj­andi nýti sér fyrst rétt sinn sam­kvæmt frí­stunda­korti og nið­ur­greiðslu leik­skóla­gjalda. Ef um­sækj­andi er í skuld við sveit­ar­fé­lag­ið, þarf við­kom­andi að semja um skuld­ina eða gera hana upp áður en unnt er að taka af­stöðu til um­sókn­ar­inn­ar. Ekki er unnt að greiða lengra en einn mán­uð aft­ur í tím­ann hafi um­sækj­andi átt rétt á fjár­hags­að­stoð. Greitt er gegn greiðslu­kvitt­un­um í um­sókn­ar­mán­uði.

B. Heim­ilt er að gefa út ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingu til trygg­ing­ar húsa­leigu að há­marki 600.000 kr. kr til þeirra sem feng­ið hafa fjár­hags­að­stoð til fram­færslu sam­kvæmt regl­um þess­um í mán­uð­in­um sem sótt er um og í mán­uð­in­um á und­an. Það sama gild­ir í þeim til­fell­um sem um­sækj­andi hef­ur ekki feng­ið fjár­hags­að­stoð til fram­færslu sam­kvæmt regl­um þess­um í mán­uð­in­um sem sótt er um og í mán­uð­in­um á und­an, en hef­ur til langs tíma glímt við um­fangs­mik­inn hús­næð­is­vanda, mikla fé­lags­lega erf­ið­leika og ver­ið í þjón­ustu vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar. Um­sækj­andi skal leggja fram stað­fest­ingu á því að eiga ekki mögu­leika á fyr­ir­greiðslu í banka, hjá Leigu­vernd eða sam­bæri­leg­um að­il­um. Stað­fest­ing þess efn­is skal liggja fyr­ir. Húsa­leigu­samn­ing­ur til að minnsta kosti sex mán­aða þarf að liggja fyr­ir og hann skráð­ur í leigu­skrá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Verði geng­ið að ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingu sam­kvæmt regl­um þess­um skal greiða þá upp­hæð sem um ræð­ir sam­kvæmt um­sókn beint til leigu­sala og krefja um­sækj­anda um greiðslu ábyrgð­ar. Heim­ilt er að breyta kröfu um end­ur­greiðslu um­sækj­anda í lán. Að­stoð sam­kvæmt þessu ákvæði skal að há­marki veitt einu sinni á 12 mán­aða tíma­bili.

C. Heim­ilt er að veita ein­stak­ling­um sem hafa tekj­ur á eða und­ir við­mið­un­ar­mörk­um fjár­hags­að­stoð­ar styrk til greiðslu nauð­syn­legra við­tala hjá sér­fræð­ing­um, svo sem sál­fræð­ing­um, geð­lækn­um og fé­lags­ráð­gjöf­um. Að­stoð þessi er lið­ur í um­fangs­meiri að­stoð þeg­ar fyr­ir­sjá­an­legt er að eigi sé hægt að veita þjón­ust­una inn­an vel­ferð­ar­sviðs eða á veg­um heil­brigð­is­stofn­un­ar. Styrk­ur er veitt­ur til ein­stak­linga sem hafa átt við mikla fé­lags­lega og/eða geð­ræna erf­ið­leika að stríða sem og til ein­stak­linga eða fjöl­skyldna sem hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um, svo sem vegna dauðs­falla, of­beld­is, slysa eða skiln­að­ar. Hámark að­stoð­ar er fimm við­töl eða að há­marki 120.000 kr. á ári.

D. Heim­ilt er að veita að­stoð til greiðslu út­fara­kostn­að­ar þeg­ar sýnt hef­ur ver­ið fram á að dán­ar­bú­ið get­ur ekki stað­ið und­ir út­för hins látna. Hámark styrks nem­ur 250.000 kr. Gögn sem þurfa að fylgja um­sókn eru stað­fest afrit af skatt­fram­tali hins látna, stað­greiðslu­yf­ir­lit, launa­seðl­ar, greiðslu­yf­ir­lit frá trygg­ing­um og líf­eyr­is­sjóð­um og stað­fest­ing frá stétt­ar­fé­lagi um rétt til út­far­ar­styrks.

E. Heim­ilt er að veita ein­stak­ling­um á fjár­hags­að­stoð sem eiga við mikla fé­lags­lega erf­ið­leika að stríða sam­kvæmt fag­legu mati fé­lags­ráð­gjafa, styrk til greiðslu nám­skeiða sem lið í end­ur­hæf­ingu um­sækj­anda. Með end­ur­hæf­ingu er átt við þeg­ar fé­lags­ráð­gjafi um­sækj­anda er jafn­framt end­ur­hæf­ing­ar­að­ili og unn­ið er að end­ur­hæf­ingaráætlun í sam­vinnu við Trygg­inga­stofn­un. Að­stoð­in er lið­ur í um­fangs­meiri að­stoð af hálfu vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar. Upp­hæð styrks get­ur að há­marki ver­ið 100.000 kr. á ári.

F. Fæð­ing­ar­styrk­ur sem nem­ur 50% af grunn­fjár­hæð til um­sækj­anda. Sótt skal um fæð­ing­ar­styrk inn­an þriggja mán­aða frá fæð­ingu barns. Fæð­ing­ar­styrk­ur er ein­göngu greidd­ur í eitt skipti fyr­ir hvert barn.

G. Ferm­ing­ar­styrk­ur sem nem­ur 50% af grunn­fjár­hæð til um­sækj­anda. Sótt skal um ferm­ing­ar­styrk inn­an þriggja mán­aða frá ferm­ing­ar­degi barns. Ferm­ing­ar­styrk­ur er ein­göngu greidd­ur í eitt skipti fyr­ir hvert barn.

H. Styrk­ur/lán til heim­il­is­stofn­un­ar til þeirra sem eru að hefja sjálf­stætt heim­il­is­hald, eft­ir virka end­ur­hæf­ingu og/eða dvöl á stofn­un­um. Hámark er 85.280 kr. og greið­ist einu sinni til hvers um­sækj­anda.

I. Heim­ilt er veita fjár­hags­að­stoð í formi með­lags­greiðslna með barni eða börn­um sem um­sækj­andi hef­ur greitt með reglu­lega. Hækk­ar fjár­hags­að­stoð­in sem nem­ur einu með­lagi eins og það er á hverj­um tíma með hverju barni. Um­sækj­andi skal sýna fram á að hann hafi stað­ið í skil­um með með­lag a.m.k. und­an­farna fjóra mán­uði. Átt er við með­lags­greiðsl­ur hverju sinni, en ekki upp­safn­að­ar með­lags­skuld­ir.

J. Heim­ilt er að veita for­eldr­um, sem hafa átt við langvar­andi fé­lags­lega erf­ið­leika að etja, fjár­styrk vegna náms 16 og 17 ára barna þeirra vegna skóla­gjalda í fram­halds­skóla og kaupa á náms­gögn­um. Há­marks­fjár­hæð vegna kaupa á náms­gögn­um og/eða skóla­gjöld­um er 47.970 kr. fyr­ir hverja skóla­önn. Greitt er gegn fram­vís­un greiðslu­kvitt­ana. Ákvarð­an­ir um náms­kostn­að skulu tekn­ar fyr­ir hverja önn. Gild­is­tími um­sókn­ar er þrír mán­uð­ir frá sam­þykk­is­degi.

K. Heim­ilt er í sér­stök­um til­vik­um að greiða húsa­leigu í að há­marki tvo mán­uði með­an um­sækj­andi er í áfeng­is- eða vímu­efna­með­ferð. Há­marks­að­stoð þessa liðs fyr­ir hvern mán­uð fer þó aldrei yfir grunn­fjár­hæð. Húsa­leigu­samn­ing­ur skráð­ur í leigu­skrá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Skila þarf inn stað­fest­ingu á greiðslu húsa­leigu.

L. Heim­ilt er, hafi um­sækj­andi þeg­ið fjár­hags­að­stoð í sex mán­uði eða leng­ur, að veita styrk til greiðslu nauð­syn­legra tann­lækn­inga. Hámark að­stoð­ar er 80.000 kr. á ári. Greiðslu­áætlun frá tann­lækni skal liggja fyr­ir.

M. Heim­ilt er að veita ein­stak­lingi sem þeg­ið hef­ur fjár­hags­að­stoð und­an­farna sex mán­uði og á við mikla fé­lags­lega erf­ið­leika að stríða sam­kvæmt fag­legu mati fé­lags­ráð­gjafa, fjár­hags­að­stoð til fram­færslu í námi. Heim­ilt er að víkja frá ákvæði um sex mán­uði þeg­ar sýnt er að mál ein­stak­lings hef­ur ver­ið til með­ferð­ar skv. barna­vernd­ar­lög­um og þörf sé á stuðn­ingi til að tryggja áfram­hald­andi skóla­göngu. For­senda þess að ákvæði þetta sé nýtt er að um­sækj­andi og fé­lags­ráð­gjafi geri með sér sam­komulag um fé­lags­lega ráð­gjöf þar sem fram kem­ur m.a. skóla­sókn, sem skal vera að lág­marki 80%, náms­fram­vinda og/eða ein­kunn­ir. Mið­að er við að nám­ið leiði til þess að nem­andi geti síð­ar haf­ið láns­hæft nám. Til við­bót­ar við fjár­hags­að­stoð er heim­ilt að veita styrk á hverri önn vegna kaupa á náms­gögn­um og/eða skóla­gjöld­um að há­marki 47.970 kr. Leggja skal inn um­sókn um fram­færslu í námi fjór­um vik­um áður en nám hefst og er um­sókn af­greidd fyr­ir eina önn í senn. Að­stoð­in er lið­ur í um­fangs­meiri að­stoð af hálfu vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar. Ákvarð­an­ir sam­kvæmt þessu ákvæði skulu tekn­ar fyr­ir hverja önn.

15. gr.

Heim­ilt er að veita sér­staka að­stoð í mál­um þar sem ver­ið er að veita víð­tæk­an og mark­viss­an stuðn­ing og unn­ið er sam­kvæmt ein­stak­lingáætlun. Skil­yrði er að um­sækj­andi eigi í mikl­um fé­lags­leg­um erf­ið­leik­um og að það sé mat fé­lags­ráð­gjafa að vinna þurfi mark­visst eft­ir ein­staklings­áætlun. Að­stoð­in mið­ar að því að stuðla að og við­halda ár­angri með úr­ræð­um og stuðn­ings­vinnu. Þá er heim­ilt er að veita styrk til for­eldra vegna sér­stakra þarfa barna enda sé það hluti af um­fangs­mik­illi ein­stak­lingáætlun og til þess fall­ið að tryggja að ár­ang­ur í vinnu í máli við­kom­andi glat­ist ekki.

V. kafli – Máls­með­ferð og mál­skots­rétt­ur

16. gr. Rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar

Rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar sem leiða til þess að um­sækj­andi fái greidd­an hærri styrk eða lán en hon­um ber sam­kvæmt regl­um þess­um leiða til þess að hægt er að krefja við­kom­andi um end­ur­greiðslu eft­ir al­menn­um regl­um um kröfu­rétt.

17. gr. Varð­veisla gagna, trún­að­ur og að­gang­ur að gögn­um

Máls­gögn er varða per­sónu­lega hagi ein­stak­linga skulu varð­veitt með tryggi­leg­um hætti. Hafi starfs­menn kynnst einka­hög­um not­enda eða ann­arra í starfi sínu er þeim óheim­ilt að fjalla um þau mál við óvið­kom­andi nema að fengnu skrif­legu sam­þykki þess er í hlut á.

Um­sækj­andi á rétt á að kynna sér upp­lýs­ing­ar úr skráð­um gögn­um sem varða mál hans að því marki að ekki stang­ist á við trún­að gagn­vart öðr­um.

18. gr. Nið­ur­staða, rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar og málskot til vel­ferð­ar­nefnd­ar

Kynna skal um­sækj­anda nið­ur­stöðu vel­ferð­ar­sviðs skrif­lega svo fljótt sem unnt er. Synj­un skal alltaf fylgja rök­stuðn­ing­ur. Sé um­sókn synjað í heild eða að hluta skal um­sækj­anda kynnt­ur rétt­ur hans til að skjóta ákvörð­un­inni til vel­ferð­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til end­ur­skoð­un­ar. Beiðni um end­ur­skoð­un skal koma fram inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sækj­anda barst vitn­eskja um ákvörð­un­ina.

19. gr. Málskot til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála

Um máls­með­ferð fer skv. XVII. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og stjórn­sýslu­lög­um nr. 37/1993. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að um­sækj­andi get­ur skot­ið ákvörð­un vel­ferð­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála. Kæru­frest­ur er þrír mán­uð­ir frá því að til­kynn­ing barst um ákvörð­un­ina. Kæra telst fram komin inn­an kæru­frests ef bréf sem hef­ur hana að geyma hef­ur borist úr­skurð­ar­nefnd­inni eða ver­ið af­hent póst­þjón­ustu áður en frest­ur­inn er lið­inn.

20. gr. Gild­istaka

Breyt­ing­ar þess­ar, sem sam­þykkt­ar voru á fundi vel­ferð­ar­nefnd­ar 19.12.2023 og stað­fest­ar af bæj­ar­stjórn 11.01.2024 öðl­ast gildi við birt­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00