Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. Ráðn­ing­ar

Mos­fells­bær bygg­ir þjón­ustu sína á áhuga­sömu og hæfu starfs­fólki sem hef­ur tæki­færi til að rækta þekk­ingu sína og færni í já­kvæðu starfs­um­hverfi. Mos­fells­bær legg­ur metn­að í að ráða hæf­asta fólk­ið sem er virkt, sjálf­stætt og áhuga­samt. Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar er ráð­ið á grund­velli reynslu, hæfni,
mennt­un­ar og hæfi­leika til að takast á við starf­ið.

  • Til að tryggja sann­girni og fag­mennsku við all­ar ráðn­ing­ar hjá Mos­fells­bæ er fylgt verklags­ferl­um um ráðn­ing­ar sem eru hluti af gæða­kerfi Mos­fells­bæj­ar.
  • Laus störf eru aug­lýst á op­in­ber­um vett­vangi.
  • Við gæt­um jafn­ræð­is við ráðn­ing­ar. Í öll­um aug­lýs­ing­um um starf hjá Mos­fells­bæ skal koma fram að ráð­ið er í öll störf óháð kyni.
  • Kon­um og körl­um eru greidd jöfn laun fyr­ir jafn­verð­mæt störf.
  • Verklags­regl­um jafn­launa­kerf­is og jafn­launa­vott­un­ar er fylgt við launa­ákvarð­an­ir.
  • Kjör starfs­fólks taka mið af kjara­samn­ing­um við­kom­andi stétt­ar­fé­laga eða ákvæð­um í ráðn­ing­ar­samn­ing­um.

Að ráða hæf­asta ein­stak­ling­inn með réttu hæfn­ina í hvert starf er lyk­il­at­riði í því að lækka ráðn­ing­ar­kostn­að og að ráða „flott fólk“ í hvert stöðu­gildi.


2. Nýtt starfs­fólk

Hjá Mos­fells­bæ er lögð áhersla á að ráða hæf­asta fólk­ið til starfa. Starfs­fólk bæj­ar­fé­lags­ins er hvatt til þess að vera virkt, sjálf­stætt og áhuga­samt í starfi. Áhersla er lögð á að vel sé tek­ið á móti okk­ar „flotta fólki“ strax á fyrsta degi í starfi og að starfs­fólk bæj­ar­fé­lags­ins sé stolt af vinnustað sín­um. Það er lyk­il­at­riði að upp­lif­un nýs starfs­fólks sé já­kvæð frá fyrsta degi í starfi.

Yf­ir­mað­ur sér til þess að nýr starfs­mað­ur fái við­eig­andi stuðn­ing til að ásamt boði um að taka þátt í ný­liða­fræðslu. Nýtt starfs­fólk fær í upp­hafi starfs bók með gild­um Mos­fells­bæj­ar sem eru: virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja.


3. Flott fólk

Helstu verk­efni Mos­fells­bæj­ar sam­kvæmt stefnu­mót­un eru að auka lífs­gæði bæj­ar­búa og ánægju starfs­fólks í ört vax­andi bæj­ar­fé­lagi. Mos­fells­bær legg­ur kapp á að veita íbú­um góða þjón­ustu og er því afar mik­il­vægt að starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar til­einki sér já­kvætt við­mót og þjón­ustul­und. Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar tek­ur til­lit til ólíkra sjón­ar­miða, ber virð­ingu fyr­ir störf­um hvers ann­ars og starf­ar sem ein heild, þvert á svið og stofn­an­ir.

Við efl­um okk­ar flotta fólk með því að vera:

  • Sam­starfs­fús: Við virkj­um fé­lagsauð­inn með fé­lags­legu neti íbúa og starfs­fólks. Virkt íbúa­lýð­ræði og sam­ráð leið­ir til sam­tals og sam­vinnu milli starfs­fólks, íbúa og kjör­inna full­trúa.
  • Fram­sækin: Við erum fram­sækin, sam­stíga og höf­um þor til að þróa nýj­ar leið­ir í starf­sem­inni. Gæt­um að símennt­un starfs­fólks og sköp­um fjöl­skyldu­vænt starfs­um­hverfi þar sem rík­ir launa­jafn­rétti. Auk þess að nýta okk­ur þau tæki og hug­bún­að sem gagn­ast snjall­bæn­um Mos­fells­bæ.
  • Með­vit­uð: Við erum til fyr­ir­mynd­ar í rekstri og þró­un starf­sem­inn­ar. Íbú­ar og starfs­fólk eru með­vit­að­ir um kostn­að. Sveit­ar­fé­lag­ið er rek­ið af ábyrgð og þann­ig af­hend­um við rekst­ur þess til kom­andi kyn­slóða.

4. Starfs­þró­un

Mos­fells­bær hvet­ur starfs­fólk sitt til að við­halda og auka við færni sína í starfi og legg­ur sitt af mörk­um til að ýta und­ir áhuga og metn­að starfs­fólks í þeim efn­um. Lögð er áhersla á að nýta tækni­fram­far­ir og sýna fram­sækni í starfi með það að mark­miði að auð­velda vinnu­brögð og gera þau skil­virk­ari.

Mos­fells­bær er lær­dóms­sam­fé­lag þar sem þekk­ingu er miðlað inn­an og milli stofn­ana. Stjórn­end­ur hvetja starfs­fólk sitt til að viða­halda og auka færni sína með því að og leggja sitt af mörk­um til að ýta und­ir áhuga og metn­að starfs­fólks til að þroska og þróa sig í starfi.


5. Stjórn­and­inn

Stjórn­end­ur í Mos­fells­bæ eru fyr­ir­mynda ann­arra starfs­manna. Krafa er gerð um að þeir gangi fram með góðu for­dæmi, sýni ábyrgð og óhlut­drægni í störf­um sín­um. Stjórn­end­ur skulu leggja sig fram við að vera fag­leg­ir í öll­um ákvarð­ana­tök­um í starfi sínu.

Stjórn­end­ur stuðla að starfs­ánægju starfs­fólks, hvetja til skil­virkra vinnu­bragða og veita mark­vissa end­ur­gjöf. Þeir bera ábyrgð á við­halda og efla eig­in færni og tryggja að starfs­fólk fái þá fræðslu og stuðn­ing sem það þarf á að halda til að sinna störf­um sín­um.


6. Jafn­rétti og lýð­ræði

Mos­fells­bær sam­þykkti 19. sept­em­ber 2008, fyrst ís­lenskra sveit­ar­fé­laga að fylgja Evr­ópusátt­mála um jafna stöðu og jafn­an rétt karla og kvenna í sveit­ar­fé­lög­um og hér­uð­um.

Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd fer með jafn­rétt­is­mál í um­boð­ið bæj­ar­stjórn­ar og ger­ir til­lög­ur að end­ur­skoð­un ætl­un­ar­inn­ar sem fram fer á fjög­urra ára fresti og fram­kvæmd henn­ar.

Jafn­rétt­is­full­trúi starf­ar fyr­ir jafn­rétt­is­nefnd og vinn­ur að fram­kvæmd jafn­rétt­is­mála í sam­starfi við fram­kvæmd­ar­stjóra sviða, for­stöðu­menn stofn­ana og aðra sem að mála­flokkn­um koma.

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á fjöl­skyldu­vænt starfs­um­hverfi og launa­jafn­rétti. Launa­stefna bæj­ar­fé­lags­ins kveð­ur á um sann­gjarna og rétt­láta launar­öðun, jöfn laun og sömu kjör fyr­ir jafn­verð­mæt störf. Mos­fells­bær hlaut jafn­launa­vott­un, sam­kvæmt lög­um nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla í maí árið 2018.

Vinnu­stað­ir Mos­fells­bæj­ar end­ur­spegla marg­breyti­leika sam­fé­lags­ins. Unn­ið er í anda fjöl­menn­ing­ar og jafn­rétt­is þar sem reynsla og þekk­ing alls starfs­fólks fær not­ið sín óháð stöðu á vinnustað.


7. Upp­lýs­inga­miðlun

Áhersla er lögð á að upp­lýs­ingaflæði inn­an og milli stofn­ana bæj­ar­ins sé öfl­ugt, skil­virkt og í stöð­ugri þró­un þann­ig að það henti starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar sem best.

Upp­lýs­ing­um til starfs­manna er miðlað á sam­eig­in­leg­um innri upp­lýs­inga­vef; Workplace og er starfs­fólk er hvatt til að skoða vef­inn reglu­lega, helst dag­lega.

Stjórn­end­ur bera ábyrgð á að nýtt starfs­fólk fái nauð­syn­leg­ar upp­lýs­ing­ar og miðli reglu­lega upp­lýs­ing­um til starfs­fólks. Að sama skapi skal starfs­fólk hafa frum­kvæði í að afla sér nauð­syn­legra upp­lýs­inga til að geta leyst starf sitt af hendi eins og til er ætlast.


8. Vinnu­stað­ur­inn

Fjöl­skyldu­væn og sveigj­an­leg mannauðs­stefna styð­ur við þá hug­mynda­fræði að Mos­fells­bær sé eft­ir­sókn­ar­verð­ur vinnu­stað­ur þar sem at­vinna og fjöl­skyldu­ábyrgð fara vel sam­an, vinnu­staðn­um til hags­bóta og starfs­fólki til auk­inna lífs­gæða. Mannauðs­stefn­an end­ur­spegl­ar þann­ig metn­að sveit­ar­fé­lags­ins til að vera vinnu­veit­andi í fremstu röð.

Mos­fells­bær legg­ur metn­að í að starfs­fólk upp­lifi já­kvæð­an og hvetj­andi starfs­anda, þar sem lögð er áhersla á heil­brigt starfs­um­hverfi í anda heilsu­efl­andi sam­fé­lags.


9. Vinnu­vernd

Stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar ber að stuðla að ör­ugg­um, hvetj­andi, heilsu­sam­legu og að­lað­andi vinnu­um­hverfi sem trygg­ir ár­ang­ur og vellíð­an starfs­fólks.

Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag þar sem lögð er áhersla á að starfs­fólk skynji eig­in ábyrgð á heilsu sinni og er það hvatt til að stunda reglu­lega hreyf­ingu og huga vel að and­legri og lík­am­legri vel­ferð sinni.

Sem lið í því býð­ur Mos­fells­bær starfs­fólki ár­lega að taka þátt í heilsu­efl­andi nám­skeið­um, heilsu­leik­um og heilsu­efl­andi fyr­ir­lestr­um.

Ör­ygg­is­trún­að­ar­menn sem fylgjast með ör­ygg­is­mál­um eru í stofn­un­um. Stofn­an­ir með tíu eða fleiri starfs­menn velja sér ör­ygg­is­vörð og þar er skip­uð sér­stök ör­ygg­is­nefnd. Áhættumat stofn­ana kveð­ur á um áætlan­ir um að­bún­að, ör­yggi og holl­ustu­hætti vinnu­stað­ar­ins.

Einelti og áreitni er ekki lið­ið á vinnu­stöð­um Mos­fells­bæj­ar. Mos­fells­bær hef­ur mótað stefnu um for­varn­ir og verklag gegn slíkri fram­komu í garð starfs­manna. For­stöðu­menn bera ábyrgð á því að starfs­fólk þekki stefn­una og fram­fylgi henni.


10. Við­veru­stjórn­un

Við­veru­stjórn­un er góð leið til að auka starfs­ánægju, heilsu og vellíð­an starfs­fólks. Hún fel­ur í sér reglu­bund­ið yf­ir­lit yfir við­veru starfs­fólks og fjar­vist­ir. Ef fjar­vist­ir eru um­fram það sem eðli­legt má teljast er fylgt ákveðnu ferli sem fel­ur í sér stuðn­ing og fræðslu til starfs­fólks, með jafn­ræði að leið­ar­ljósi.

Lögð er áhersla á að standa vörð um heilsu starfs­fólks og styðja við far­sæla end­ur­komu þess í starf þeg­ar heilsu er náð í kjöl­far veik­inda.


11. Rétt þjón­usta

Markmið um þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar eru skýr og er kapp­kostað að veita rétta þjón­ustu. Þjón­ustu­ferl­ar eru hann­að­ir með þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi. Lögð er áhersla á skil­virka og að­gengi­lega þjón­ustu og að upp­lýs­inga­tækni sé nýtt með snjöll­um hætti.

  • Per­sónu­leg: Við veit­um per­sónu­lega þjón­ustu og leit­umst við að hún sé að­gengi­leg. Við leggj­um áherslu á traust, alúð og gagn­sæi í ákvarð­ana­töku.
  • Skil­virk og snjöll: Við leggj­um áherslu á skil­virk vinnu­brögð, skýra verk­ferla sem eru í stöð­ugri end­ur­skoð­un.

12. Stolt sam­fé­lag

Sam­fé­lag­ið er fyr­ir alla óháð aldri eða sam­fé­lags­stöðu. Í Mos­fells­bæ er hvatt til hreyf­ing­ar og heilsu­sam­legs lífstíls með því að styðja við frí­stund­ir, menn­ingu og list­ir.

Byggð bæj­ar­fé­lags­ins fell­ur vel að landi, nátt­úru og hef­ur þann­ig já­kvæð áhrif á bæj­ar­brag­inn. Um­hverfis­vit­und sam­fé­lags­ins er efld með fræðslu og góðu for­dæmi.

  • Eft­ir­sótt: Við erum eft­ir­sótt sam­fé­lag og spenn­andi val­kost­ur fyr­ir til­von­andi Mos­fell­inga.
  • Heil­brigð: Við erum heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Við hvetj­um, efl­um og styðj­um íbúa til að stunda heilsu­sam­leg­an lífstíl.
  • Sjálf­bær: Við lát­um um­hverf­ið okk­ur varða og sinn­um mála­flokkn­um af kost­gæfni.

13. Starfslok

Mos­fells­bær leit­ast við að skapa starfs­fólki sínu mögu­leika á sam­felld­um starfs­ferli þar sem tek­ið er til­lit til ald­urs, breyt­inga á per­sónu­leg­um hög­um, skertr­ar starfs­getu, auk­inn­ar mennt­un­ar eða tíma­bund­inna óska.

Upp­sögn starfs­manns tek­ur gildi frá og með næstu mán­að­ar­mót­um eft­ir að hún er lögð fram. Hún þarf að vera skrif­leg, upp­sagn­ar­frest­ur er þrír mán­uð­ir nema við­kom­andi kjara­samn­ing­ur kveði á um ann­að.

Ef starfs­manni í föstu starfi er sagt upp störf­um á við­kom­andi rétt á skrif­leg­um og mál­efna­leg­um rök­stuðn­ingi fyr­ir ástæð­um upp­sagn­ar. Upp­sögn skal ávallt vera skrif­leg og mið­ast við fyrsta dag næsta
mán­að­ar.

Fag­lega skal stað­ið að starfs­lok­um starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar og skulu þau fram­kvæmd í sam­ræmi við þann kjara­samn­ing sem við á hverju sinni. Mos­fells­bær heim­il­ar sveigj­an­leg starfslok sé það gagn­kvæm­ur ávinn­ing­ur fyr­ir starfs­mann og við­kom­andi stofn­un. Sveigj­an­leg starfslok geta fal­ið með sér til­færslu í starfi eða minnk­uðu starfs­hlut­falli eft­ir nán­ara sam­komu­lagi, fram að starfs­lok­um starfs­manns. Sveigj­an­leg starfslok eru ávallt háð sam­þykki for­stöðu­manns.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00