Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2023-2026.

Jafn­rétt­isáætl­un­in bygg­ir á Stefnu­mót­un Mos­fells­bæj­ar 2017-2027 og gild­um sveit­ar­fé­lags­ins sem eru virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja.

Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar tek­ur einn­ig mið af lög­um um jafna með­ferð óháð kyn­þætti og þjóð­ern­is­upp­runa nr. 85/2018 sem og lög­um um jafna með­ferð á vinnu­mark­aði nr. 86/2018 um „jafna með­ferð ein­stak­linga á vinnu­mark­aði óháð kyn­þætti, þjóð­ern­is­upp­runa, trú, lífs­skoð­un, fötlun, skertri starfs­getu, aldri, kyn­hneigð, kyn­vit­und, kyn­ein­kenn­um eða kyntján­ingu, svo sem hvað varð­ar að­gengi að störf­um, fram­gang í störf, starfs­mennt­un og starfs­þjálf­un.“

Vel­ferð­ar­nefnd hef­ur um­sjón með mót­un jafn­rétt­isáætl­un­ar Mos­fells­bæj­ar og fram­kvæmd henn­ar í sam­vinnu við jafn­rétt­is­full­trúa. Lögð er áhersla á að öll svið og stofn­an­ir bæj­ar­fé­lags­ins fram­fylgi jafn­rétt­isáætl­un­inni með mark­viss­um hætti.

Jafn­rétt­is­full­trúi vinn­ur í sam­starfi við bæj­ar­yf­ir­völd, fram­kvæmda­stjóra, for­stöðu­menn stofn­ana svo og aðra sem að jafn­rétt­is­mál­um koma. Jafn­rétt­is­full­trúi skal veita stofn­un­um og starfs­fólki bæj­ar­ins fræðslu og ráð­gjöf um jafn­rétt­is­mál sem og að hafa um­sjón með út­tekt­um og rann­sókn­um á stöðu og kjör­um kynj­anna í bæj­ar­kerf­inu.

Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar er að­gengi­leg íbú­um á vef bæj­ar­ins og kynnt öll­um stjórn­end­um, starfs­fólki og kjörn­um full­trú­um með reglu­bundn­um hætti.

Jafn­rétt­isáætlun skal end­ur­skoð­uð í upp­hafi hvers kjör­tíma­bils. Í kring­um 18. sept­em­ber ár hvert skal jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar hald­inn há­tíð­leg­ur, til heið­urs Helgu á Blika­stöð­um. Mos­fells­bær aug­lýs­ir ár­lega eft­ir til­nefn­ing­um um ein­stak­ling/ein­stak­linga, stofn­un, fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök eða hóp­um sem hafa stað­ið sig best í að fram­fylgja jafn­rétt­is­lög­um og/eða Evr­ópusátt­mál­an­um um jafna stöðu kvenna og karla í sveit­ar­fé­lög­um og hér­uð­um og/eða jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar. Ber­ist vel­ferð­ar­nefnd­inni vel rök­studd­ar til­lög­ur inn­an til­settra tíma­marka, vinn­ur nefnd­in úr til­lög­un­um og ef nefnd­in met­ur svo, veit­ir hún við­ur­kenn­ingu því sam­kvæmt, á jafn­rétt­is­degi Mos­fells­bæj­ar.

Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar er þrí­þætt. Í fyrsta lagi tek­ur hún til sam­fé­lags­ins Mos­fells­bæj­ar og þjón­ustu við íbúa. Í öðru lagi tek­ur hún til mennt­un­ar og upp­eld­is þar sem horft er til skóla og leik­skóla í bæn­um. Í þriðja lagi tek­ur hún til Mos­fells­bæj­ar sem vinnu­stað­ar og vinnu­veit­anda.


1. Sam­fé­lag og þjón­usta

 1. Kynja- og jafn­rétt­is­sjón­ar­mið skulu sam­þætt inn í alla stefnu­mót­un og ákvarð­ana­töku á veg­um bæj­ar­ins.
 2. Hafa skal hlut­föll kynja að leið­ar­ljósi við skip­an í nefnd­ir, ráð og stjórn­ir á veg­um bæj­ar­ins, í sam­ræmi við 2. tl. 1. mgr. 44. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011.
 3. Ein­stak­ling­um skal ekki mis­mun­að í þjón­ustu og starf­semi bæj­ar­ins. All­ir ein­stak­ling­ar njóta sömu rétt­inda óháð kyn­ferði, kyn­hneigð, þjóð­erni, trú­ar­brögð­um, fötlun, aldri o.s.frv.
 4. Unn­ið skal mark­visst að því að auka jafn­réttis­vit­und íbúa.
 5. Mark­visst skal unn­ið gegn kyn­bundnu of­beldi, kyn­bundnu og kyn­ferð­is­legu áreitni.
 6. Þau fé­laga­sam­tök sem njóta reglu­bund­inna styrkja frá sveit­ar­fé­lag­inu skulu skila inn kyn­greind­um upp­lýs­ing­um með árs­skýrsl­um.
 7. Tek­ið skal mið af kynja­sjón­ar­mið­um við skipu­lag og fram­kvæmd tóm­stund­astarfs.

2. Mennt­un og upp­eldi

 1. Taka skal til­lit til ólíkra þarfa ein­stak­linga þeg­ar kem­ur að skipu­lagi kennslu og fram­setn­ingu náms­efn­is.
 2. Fræðsla um jafn­rétt­is­mál skal veitt á öll­um skóla­stig­um. Taka skal mið af ein­stak­lings­sjón­ar­mið­um við skipu­lag og fram­kvæmd fræðslu- og frí­stund­astarfs.
 3. Starfs­fólk í öll­um skól­um og í frístund skal fá við­eig­andi fræðslu og þjálf­un til að búa nem­end­ur und­ir þátt­töku í jafn­rétt­is- og lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi.
 4. Mark­visst skal unn­ið að af­námi stað­alí­mynda og kyn­hlut­verks.
 5. Þess skal gætt á öll­um skóla­stig­um að for­eldr­ar barna hafi jafn­an að­g­ang að upp­lýs­ing­um er varð­ar barn­ið í sam­ræmi við 52. gr. barna­laga, nr. 76/2003.

3. Vinnu­stað­ur­inn

 1. Stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar skulu á þriggja ára fresti leggja fram fram­kvæmda­áætlun sem seg­ir til um hvern­ig við­kom­andi stofn­un ætli að út­færa jafn­rétt­isáætlun sinn­ar stofn­un­ar eða, ef það á við, jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar.
 2. Fram­kvæmda­áætlun stofn­un­ar skal yf­ir­farin reglu­bund­ið til að tryggja að mark­mið­in ná­ist.
 3. Unn­ið skal mark­visst að því að auka jafn­réttis­vit­und starfs­fólks og kjör­inna full­trúa.
 4. Mark­visst skal unn­ið að af­námi kyn­bund­is of­beld­is, kyn­bund­inn­ar áreitni, kyn­ferð­is­legr­ar áreitni, einelt­is- og annarr­ar áreitn­is­hegð­un­ar á vinnu­stöð­um Mos­fells­bæj­ar.
 5. Jafn­rétt­is skal gætt í at­vinnu­aug­lýs­ing­um hjá Mos­fells­bæ.
 6. Jafn­rétt­is­sjón­ar­mið skulu met­in til jafns við önn­ur sjón­ar­mið þeg­ar ráð­ið er í starf hjá Mos­fells­bæ.
 7. Þess skal gætt að ein­stak­ling­ar, óháð kyni, séu tryggð jöfn laun og sömu kjör fyr­ir jafn­verð­mæt störf.
 8. Gæta skal að starfs­fólk, óháð kyni, njóti sömu mögu­leika til end­ur- og símennt­un­ar sem og að sækja nám­skeið sem hald­in eru til að auka hæfni í starfi.
 9. Tryggja skal að gott sam­ræmi ríki milli vinnu og einka­lífs og að starfs­fólk, óháð kyni, geti sinnt dag­leg­um störf­um sín­um á dag­vinnu­tíma.

Sam­þykkt í vel­ferð­ar­nefnd 20. júní 2023.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00