Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Skóla­akst­ur inn­an Mos­fells­bæj­ar fer fram með þrenn­um hætti:

  • Með al­menn­ings­vögn­um
  • Með sér­stök­um skóla­bíl­um þar sem al­menn­ings­sam­gangna nýt­ur ekki við og í sam­ræmi við tíma­töflu hvers skóla­árs sem birt er að hausti.
  • Með sér­stök­um greiðsl­um til for­eldra fyr­ir eig­in akst­ur, þeg­ar um lengri vega­lengd­ir er að ræða, utan al­menn­ings­sam­göngu­kerf­is sveit­ar­fé­lags­ins. Greiðsl­urn­ar taka mið af reglu­gerð Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga, nr. 44/1999 með verð­breyt­ing­um.

2. gr.

Skóla­akst­ur sam­kvæmt 1. grein mið­ar við nem­end­ur í:

  • 1. – 6. bekk sem eiga heima í 1,5 km fjar­lægð eða fjær sín­um hverf­is­skóla
    – Frítt er í al­menn­ings­vagna fyr­ir 1. – 6. bekk.
  • 7. – 10. bekk sem eiga heima í 2 km fjar­lægð eða fjær sín­um hverf­is­skóla
    – Nem­end­ur í 7. – 10. bekk sem búa í þétt­býli í meira en 2 km
    fjar­lægð frá sín­um hverf­is­skóla geta nálg­ast strætó far­miða á skrif­stofu við­kom­andi skóla.

3. gr.

Akst­ur á skóla­tíma er fyr­ir nem­end­ur sem þurfa að sækja náms­grein­ar sam­kvæmt stunda­töflu í Íþróttamið­stöð­ina að Varmá og/eða í Lága­fells­laug.

4. gr.

Ann­ar akst­ur á veg­um skóla vegna ferða á skóla­tíma og frí­stund­astarfs fell­ur ekki und­ir skil­grein­ing­ar ráðu­neyt­is skv. reglu­gerð 656/2009.


Skóla­akst­ur í Mos­fells­bæ er unn­inn sam­kvæmt 22. gr. laga um grunn­skóla (nr. 91/2008) og regl­um mennta­mála­ráðu­neyt­is um skóla­akst­ur (nr. 656/2009).

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00