1. gr.
Skólaakstur innan Mosfellsbæjar fer fram með þrennum hætti:
- Með almenningsvögnum
- Með sérstökum skólabílum þar sem almenningssamgangna nýtur ekki við og í samræmi við tímatöflu hvers skólaárs sem birt er að hausti.
- Með sérstökum greiðslum til foreldra fyrir eigin akstur, þegar um lengri vegalengdir er að ræða, utan almenningssamgöngukerfis sveitarfélagsins. Greiðslurnar taka mið af reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, nr. 44/1999 með verðbreytingum.
2. gr.
Skólaakstur samkvæmt 1. grein miðar við nemendur í:
- 1. – 6. bekk sem eiga heima í 1,5 km fjarlægð eða fjær sínum hverfisskóla
– Frítt er í almenningsvagna fyrir 1. – 6. bekk. - 7. – 10. bekk sem eiga heima í 2 km fjarlægð eða fjær sínum hverfisskóla
– Nemendur í 7. – 10. bekk sem búa í þéttbýli í meira en 2 km
fjarlægð frá sínum hverfisskóla geta nálgast strætó farmiða á skrifstofu viðkomandi skóla.
3. gr.
Akstur á skólatíma er fyrir nemendur sem þurfa að sækja námsgreinar samkvæmt stundatöflu í Íþróttamiðstöðina að Varmá og/eða í Lágafellslaug.
4. gr.
Annar akstur á vegum skóla vegna ferða á skólatíma og frístundastarfs fellur ekki undir skilgreiningar ráðuneytis skv. reglugerð 656/2009.
Skólaakstur í Mosfellsbæ er unninn samkvæmt 22. gr. laga um grunnskóla (nr. 91/2008) og reglum menntamálaráðuneytis um skólaakstur (nr. 656/2009).