7. maí 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vindorkugarður við Dyraveg í Sveitarfélaginu Ölfusi202504471
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun með ósk um umsögn vegna matsáætlana, undanfari umhverfismats, fyrir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í matsáætlun Orkuveitunnar eru kynnt áform fyrirtækisins um byggingu og rekstur vindorkugarðs við Dyraveg á Mosfellsheiði og gerð grein fyrir hvernig fyrirtækið hyggst standa að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Áform Orkuveitunnar felast í uppbyggingu allt að 108 MW vindorkugarðs á 7,2 km2 svæði við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir að reisa 15 vindmyllur á framkvæmdasvæðinu og að afl hverrar verði 7,2 MW. Hæð vindmyllanna verður að hámarki 210 m miðað við spaða í hæstu stöðu með vélarhús í 125 m hæð og spaðalengd 87,5 m. Í umsögn umsagnaraðila skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaaðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Hjálögð er til kynningar umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 28.04.2025 sem skilað var inn í Skipulagsgáttina fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt fram og kynnt. Almennar umræður um erindi og áform.
2. Efstaland 1 - ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu202408423
Skipulagsnefnd samþykkti á 628. fundi sínum kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu deiliskipulags í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið breytingarinnar er að stuðla að betri nýtingu lóðarinnar við Efstaland 1 með því að skapa rými fyrir fjölbreytta nærþjónustu við íbúa hverfisins og íbúðir. Breytingin felur fyrst og fremst í sér uppfærslu aðal- og deiliskipulags þar sem breyting verður gerð á byggingarreit og hús hækkað úr 8,5 m í mesta hæð 10 m. Heimilt verður að hafa húsið á þremur hæðum, með 20 íbúðum og auknu nýtingarhlutfalli. Tillagan var kynnt og gerð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.mos.is, í Skipulagsgáttinni, í Mosfellingi og með kynningarbréfi til þinglýstra eigenda aðliggjandi fasteigna. Umsagnafrestur var frá 02.04.2025 til og með 24.04.2025. Umsagnir bárust frá Mílu, dags. 03.04.2025, Gústav Alex Gústavssyni, dags. 10.04.2025, Diljá Dagbjartsdóttur, dags. 10.04.2025, Skipulagsstofnun, dags. 11.04.2025, Birni Snæ Guðbrandssyni, dags. 14.04.2025, Elvari Þór Karlssyni, dags. 14.04.2025, Adam Norðfjörð Viðarssyni, dags. 14.04.2025, Ingibjörgu Kristínu Valsdóttur, dags. 16.04.2025, Friðgeiri Rúnarssyni, dags. 17.04.2025, Sveini Þór Stefánssyni, dags. 18.04.2025, Eyþóri Skúla Jóhannessyni. dags. 20.04.2025, Andrési Péturssyni, dags. 21.04.2025, Örnu Þrándardóttur, dags. 22.04.2025, Gretu Salóme Stefánsdóttur, dags. 22.04.2025, Eyþóri Skúla Jóhannessyni, dags. 22.04.2025, Val Þórsteinssyni, dags. 22.04.2025, Björgólfi Th. Stefánssyni, dags. 22.04.2025, Pétri Kjartani Kristinssyni, dags. 22.04.2025, Öglu Björk Roberts Róbertsdóttur, dags. 22.04.2025, Söndru Margréti Björgvinsdóttur, dags. 22.04.2025, Maríu Finnsdóttur, dags. 22.04.2025, Rafni Jónssyni, dags. 22.04.2025, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 23.04.2025, Veitum ohf., dags. 23.04.2025, Valtý Erni Árnasyni, dags. 23.04.2025, Ólöfu Dröfn Eggertsdóttur, dags. 23.04.2025, Sigurbirni Rúnari Sigurbjörnssyni, dags. 23.04.2025, Hlyn Má Ólafssyni, dags. 23.04.2025, Ívari Erni Þrastarsyni, dags. 23.04.2025, Þresti Frey Hafdísarsyni, dags. 23.04.2025, Heilbrigðiseftirlitið HEF, dags. 24.04.2025.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að flokka og greina innsendar athugasemdir og umsagnir.
3. Brekkutangi 13 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2202411599
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Andra Ingólfssyni, dags. 20.11.2024, vegna breytingar og viðbyggingar raðhúss að Brekkutanga 13, í samræmi við gögn. Stækkun íbúðar í kjallara er 2,8 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 536. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að falla frá ákvæðum um grenndarkynningu byggingarleyfis. Nefndin metur málsaðila og húseigenda helsta hagsmunaaðila máls þar sem breyting húsnæðis hafi ekki áhrif á landnotkun, byggðamynstur né þéttleika byggðar auk þess sem viðbættir fermetrar breyta hvorki útsýni, skuggavarpi eða innsýni fasteigna. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
4. Súluhöfði 39 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2202504003
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kristjáni Ásgeirssyni, dags. 31.03.2025, vegna nýbyggingar aukahúss á lóð ásamt breyttum lóðarfrágangi að Súluhöfða 39, í samræmi við gögn. Aukahús er 21,0 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 546. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem áform samræmast ekki ákvæðum gildandi skipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa.
5. Bjargslundur 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202504090
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Val Þór Sigurðssyni, dags. 04.04.2025, vegna nýbyggingar aukahúss á lóð ásamt breyttum lóðarfrágangi að Bjargslundi 8, í samræmi við gögn. Aukahús er 25,6 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 546. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem áform samræmast ekki ákvæðum gildandi skipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa.
6. Bæjarás 3 - stækkun á húsi202504537
Borist hefur erindi frá Pálmari Kristmundssyni, f.h. húseiganda, dags. 30.04.2025, með ósk um stækkun húss að Bæjarási 3 ásamt nýbyggingu aukahúss á lóð, í samræmi við gögn. Rífa á eldri 20,0 m² viðbyggingu og stækka íbúðarhús um 200,0 m², fjarlægja smáhýsi og byggja 30,0 m² aukahús auk nýrrar 15,0 m² áhaldageymslu. Erindið er tekið til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að hin leyfisskylda framkvæmd skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum fasteignaeigendum að Bæjarási 1, 2, 4, 5 og Brúnás 2 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is.
7. Hjarðarland 1 - fyrirspurn um breytta notkun húss202503412
Borist hefur erindi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. húseiganda, dags. 17.03.2025, með ósk um breytta notkun húss og uppskiptingu eignar að Hjarðarlandi 1, í samræmi við gögn. Breyta á einbýli í tvíbýli með aðgreiningu íbúðar í kjallara. Erindið er tekið til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Frestað vegna tímaskorts.
8. Miðdalsland I H L226498 - erindi um uppskiptingu lands og stofnun lóðar202504479
Borist hefur erindi frá Sæunni Þorsteinsdóttur, f.h. Margrétar Tryggvadóttur landeigenda, dags. 28.04.2025, með ósk um uppskiptingu lands L226498 og stofnun 1 ha lóðar.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Stakar byggingar á opnum svæðum í Hólmsheiði og austanverðum Úlfarsárdal202407189
Lögð er fram til kynningar breytingartillaga á vinnslustigi á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna breytinga á heimildum um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt lýsingu eru breytingar ekki umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Athugasemdafrestur vinnslutillögu er til og með 22.05.2025.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Korputún 31-41 - aðal- og deiliskipulagsbreyting202504126
Fulltrúar Reita og hönnuðir kynna hugmyndir sínar og sýn á frekari blöndun byggðar og skipulags að Korputúni, í samræmi við afgreiðslu á 629. fundi nefndarinnar.
Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís arkitektum, kynnti hugmyndir og svaraði spurningum. Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir breytingu aðal- og deiliskipulags um frekari blöndun byggðar í Korputúni. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til kynningar og umfjöllunar í bæjarráði vegna forsendna uppbyggingarsamninga fyrir landið.
Gestir
- Björn Guðrandsson
- Sólrún Lovísa Sveinsdóttir
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 92202504013F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
11.1. Röðull 123759 - Fyrirspurn 202501722
Skipulagsnefnd samþykkti á 625 fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna geymsluhúsnæðis á landinu Röðull L123759. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is og með kynningarbréfum sem send voru á þinglýsta eigendur aðliggjandi landa og eigna að Skuld L124367, Varmalandi L189879, Æsustöðum L123814, Æstustaðalandi L176796, Æsustöðum L176791, Víðihlíð L123815, Varmalandi L123809 og Árvangri L123614. Athugasemdafrestur var frá 05.03.2025 til og með 04.04.2025.
Engar athugasemdir bárust.11.2. Hamratún 6 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa 202502318
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 89. afgreiðslufundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna viðbyggingar að Hamratúni 6. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is og með kynningarbréfum sem send voru á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna að Hamratúni 4, 6, 13, Hlíðartúni 3, 5, 7, 9 og Grænumýri 9. Athugasemdafrestur var frá 07.03.2025 til og með 06.04.2025.
Engar athugasemdir bárust.11.3. Úr landi Miðdals L125210 við Krókatjörn - deiliskipulag frístundalóðar 202405259
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 89. afgreiðslufundi sínum að deiliskipulagsbreytingin fyrir frístundabyggð að L125210 Úr landi Miðdals við Krókatjörn yrði auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi auk þess sem kynningarbréf voru send á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna og landa L125149, L233636, L125154 og L125195. Athugasemdafrestur var frá 04.03.2025 til og með 04.04.2025.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands 19.03.2025, Garðari Þ. Garðarssyni, dags. 19.03.2025 og Veitum ohf., dags. 02.04.2025.11.4. L125205 Úr Miðdalslandi - deiliskipulagsbreyting 202410673
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 89. afgreiðslufundi sínum að deiliskipulagsbreytingin fyrir frístundabyggð að L125205 Úr Miðdalslandi við Selmerkurveg yrði auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi auk þess sem kynningarbréf voru send á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna og landa L125201, L213939, L226501, L213970 og L125359. Athugasemdafrestur var frá 04.03.2025 til og með 04.04.2025.
Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 11.03.2025 og Minjastofnun Íslands, dags. 19.03.2025.
12. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 93202504031F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
12.1. Hamrabrekkur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202411135
Skipulagsnefnd samþykkti á 626. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 130,0 m² hús á einni hæð úr timbri. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.mos.is, í Skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 16, 20, 21 og 22. Athugasemdafrestur var frá 18.03.2025 til og með 16.04.2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 21.03.2025 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 16.04.2025.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 546202504020F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. Bjargslundur 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202504090
Guðmundur Kristinn Pálsson sækir um leyfi til að byggja lítið hús á lóð ásamt breyttum lóðarfrágangi á lóðinni Bjargslundur nr. 8 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Lítið hús 25,6 m², 78,7 m³.
13.2. Fossatunga 28 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202503115
Bjarni Bogi Gunnarsson Fossatungu 24 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Fossatunga nr. 28 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 194,3 m², bílgeymsla 55,0 m², 688,0 m³.13.3. Fossatunga 33 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202501536
Ástríkur ehf. Brekkuhúsum 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Fossatunga nr. 33 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 239,4 m², bílgeymsla 35,3 m², 857,3 m³.13.4. Súluhöfði 39 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202504003
Elvar Trausti Guðmundsson Súluhöfða 39 sækir um leyfi til að byggja lítið hús á lóð ásamt breyttum lóðarfrágangi á lóðinni Súluhöfði nr. 39 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Lítið hús 21,0 m², 56,4 m³.13.5. Súluhöfði 45 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202504023
Hákon Hákonarson Súluhöfða 45 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Súluhöfði nr. 45 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
13.6. Sveinsstaðir 125058 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1 202502440
Birgir Björnsson Sveinsstöðum sækir um leyfi til að byggja úr timbri og málmi stakstæða bílgeymslu á lóðinni Sveinsstaðir L125058 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Bílgeymsla 146,8 m², 624,3 m³.13.7. Úugata 10-12 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202406629
Bjarg íbúðafélag hses. Kletthálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss nr. 12 á lóðinni Úugata nr. 10-12 í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss minnkar um 27,6 m² og 91,3 m³.