Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. desember 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Funda­da­gatal 2025202411328

    Lögð eru fram til kynningar drög að fundadagskrá skipulagsnefndar fyrir árið 2025.

    Lagt fram og kynnt.

    • 2. Stækk­un og breyt­ing­ar á Hlíða­velli - aðal- og deili­skipu­lag aust­ur­hluta202408291

      Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 616. fundi sínum að kynna til umsagna og athugasemda verk- og skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulag Hlíðavallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Skipulagslýsingin var auglýst í Mosfellingi, vef sveitarfélagsins mos.is og í skipulagsgáttinni. Umsagnafrestur var frá 24.10.2024 til og með 17.11.2024. Haldinn var kynningar- og samráðsfundur með félagsfólki hestamannafélagsins Harðar þann 31.10.2024. Hjálagðar eru samsettar umsagnir og athugasemdir sem bárust í skipulagsgátt. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að greina og flokka inn­send­ar um­sagn­ir, at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar.

      • 3. Úugata 90 - ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu202411227

        Borist hefur erindi frá Valhönnun, f.h. lóðarhafa Úugötu 90, dags. 13.11.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar þar sem markmiðið er að auka byggingarheimildir úr 240 m² í 300 m². Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

        Með vís­an í rök­stuðn­ing í ákvæði 1.6. í út­hlut­un­ar­skil­mál­um lóð­ar fæst ekki séð að um sé að ræða rök­studd­an for­sendu­brest. Skipu­lags­nefnd synj­ar með fimm at­kvæð­um ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu.

        • 4. Er­indi slökkvi­liðs­stjóra til um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar202410451

          Lagt er fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 22.10.2024, um greinargerð starfshóps húsnæðis- og skipulagsmála SHS, vegna viðbragðs slökkviliðs og sjúkraflutninga. Hlutverk hópsins var að fara heildstætt yfir húsnæðismál, útkalls og uppbyggingarþörf. Gera átti tillögur að staðsetningu útkallseininga, forgangsröðun og framtíðarskipan með tilliti til viðbragðstíma. Hjálögð er greinargerð starfshóps, dags. nóvember 2023. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

          Lagt fram og kynnt.

          • 5. Efsta­land 1 - ósk um aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ingu202408423

            Lögð eru fram til kynningar frekari hönnunargögn Former Arkitekta, vegna hugmynda að breyttu aðal- og deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 618. fundi nefndarinnar.

            Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls með hönn­uð­um.

            • 6. Grennd­ar­stöð við Dælu­stöðv­arveg - nýtt deili­skipu­lag202404052

              Skipulagsnefnd samþykkti á 616. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi, í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Til­lag­an var aug­lýst og gögn gerð að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Lög­birt­inga­blað­inu og Mos­fell­ingi. At­huga­semda­frest­ur var frá 24.10.2024 til og með 08.12.2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 25.11.2024, Einari Þór Valdimarssyni, dags. 26.11.2024, Veitum ohf., dags. 02.12.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 11.12.2024.

              Um­sagn­ir lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

              • 7. Grennd­ar­stöð við Sunnukrika - deili­skipu­lags­breyt­ing202404055

                Skipulagsnefnd samþykkti á 616. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu við Sunnukrika í Krikahverfi, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Til­lag­an var aug­lýst og gögn gerð að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Lög­birt­inga­blað­inu og Mos­fell­ingi. At­huga­semda­frest­ur var frá 24.10.2024 til og með 08.12.2024. Umsögn barst frá Veitum ohf., dags. 02.12.2024.

                Um­sagn­ir lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

                • 8. Grennd­ar­stöð við Skála­hlíð - deili­skipu­lags­breyt­ing202404054

                  Skipulagsnefnd samþykkti á 616. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu við Skálahlíð í Hlíðahverfi, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að koma fyrir grenndarstöð í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Til­lag­an var aug­lýst og gögn gerð að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Lög­birt­inga­blað­inu og Mos­fell­ingi. At­huga­semda­frest­ur var frá 24.10.2024 til og með 08.12.2024. Engin umsögn barst.

                  Um­sagn­ir lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

                  • 9. At­hafna­svæði að Hólms­heiði í Reykja­vík, 2. áfangi - deili­skipu­lag202105244

                    Borist hefur ósk um umsögn úr Skipulagsgátt frá Reykjavíkurborg, dags. 28.11.2024, vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði, áfanga 2 á Hólmsheiði, nálægt sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar. Svæðið er 50 ha og afmarkast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og fyrirhugaðs athafnasvæðis í austri. Samkvæmt gögnum gerir tillagan ráð fyrir stórum og fjölbreyttum atvinnulóðum þar sem áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggðar og umhverfis á svæðinu. Athugasemdafrestur er frá 28.11.2024 til og með 15.01.2025.

                    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að skila inn um­sögn um áformin í sam­ræmi við um­ræð­ur.

                    • 10. 1. lota Borg­ar­línu - Ár­túns­höfði að Hamra­borg202005279

                      Skipu­lags­stofn­un auglýsir til umsagna um­hverf­is­mats­skýrslu, mat á umhverfisáhrifum, vegna áformaðra breytinga á götum á leið Borgarlínu lotu 1, frá Ártúnshöfða að Hamraborg. Tilgangur framkvæmdanna er að útbúa sérrými fyrir almenningssamgöngur, en einnig að byggja upp göngu- og hjólastíga meðfram leiðinni, breyta götusniði, aðlaga gatnamót og byggja nýjar brýr yfir Fossvog og Elliðaárvoga. Um er að ræða áform Vegagerðarinnar í samvinnu við Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ. Framkvæmdin fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Athugasemdafrestur er til og með 15.01.2025.

                      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi mats­skýrslu.

                      • 11. Borg­ar­lína - For­hönn­un stöðva202407088

                        Lagðar eru fram til kynningar drög og vinnugögn að hönnunarleiðbeiningum fyrir landslags- og stöðvahönnun Borgarlínu. Gögnin eru tæknilegs eðlis og unnin fyrir borgarlínuteymi Vegagerðarinnar til samræmingar á útliti og frágangi stöðva.

                        Lagt fram og kynnt.

                        Fundargerðir til kynningar

                        • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 536202412004F

                          Fundargerð lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.1. Arn­ar­tangi 55 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202410688

                            Sól­veig Ragna Guð­munds­dótt­ir Arn­ar­tanga 55 sæk­ir um leyfi til stækk­un­ar og breyt­inga rað­húss á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 55 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi var grennd­arkynnt frá 02.07.2024 til og með 31.07.2024, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Stækk­un: 1,9 m², 7,3 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.2. Brekku­tangi 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202411599

                            Sig­urð­ur Halldór Örn­ólfs­son Brekku­tanga 13 sæk­ir um leyfi til breyt­inga rað­húss á lóð­inni Brekku­tangi nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stækk­un: Íbúð 2,8 m², 7,6 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.3. Hamra­brekk­ur 15 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202411136

                            Blu­e­berry Hills ehf.sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags frí­stunda­húss á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 15 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.4. Hamra­brekk­ur 21 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1 202411135

                            Ró­bert Björns­son Haga­mel 25 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri einn­ar hæð­ar frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 21 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð­ir: 130 m², 488,6 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.5. Hraðastað­ir 6 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407101

                            Bjarni Bjarna­son Hraða­stöð­um 6 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri gesta­hús á lóð­inni Hraðastað­ir nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 47,9 m², 173,2 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.6. Kol­brún­argata 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202411010

                            Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu fimm íbúða fjöl­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Kol­brún­argata nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð­ir 562,2 m², 1,304,0 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.7. Langi­tangi 23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202407058

                            Hrafn­hild­ur Jó­hann­es­dótt­ir Súlu­höfða 25 sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Langi­tangi nr. 23 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð­ir: Íbúð 246,5 m², bíl­geymsla 41,2 m², 982,6 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.8. Leir­vogstunga 39 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202109627

                            Hall­ur Birg­is­son Leir­vogstungu 39 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Leir­vogstunga nr. 39 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.9. Mið­dals­land 221372 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202411113

                            Árni Sig­urðs­son Reykja­byggð 8 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta frí­stunda­húss á lóð­inni Mið­dals­land nr. L221372 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.10. Reyk­holt 124940 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202407065

                            Ág­úst Hlyn­ur Guð­munds­son Reyk­holti sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri gesta­hús á lóð­inni Reyk­holt, L124940, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild var grennd­arkynnt frá 06.08.2024 til og með 05.09.2024. Ein at­huga­semd barst og hef­ur ver­ið brugð­ist við henni. Stærð­ir: 39,1 m², 101,4 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.11. Úugata 44-46 Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202411237

                            EÁE ehf. Þórð­ar­sveig 20 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Úugata nr.44-46 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð­ir nr. 44: Íbúð 207,1 m², bíl­geymsla 27,8 m², 643,8 m³.
                            Stærð­ir nr. 46: Íbúð 207,1 m², bíl­geymsla 27,8 m², 643,8 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.12. Úugata 48-50 Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202411236

                            EÁE ehf. Þórð­ar­sveig 20 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Úugata nr.44-46 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð­ir nr. 48: Íbúð 207,1 m², bíl­geymsla 27,8 m², 643,8 m³.
                            Stærð­ir nr. 50: Íbúð 207,1 m², bíl­geymsla 27,8 m², 643,8 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.13. Vefara­stræti 15 Svala­lok­un - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2 202409303

                            Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um, fyr­ir hönd hús­fé­lags Vefara­stræt­is 15, leyfi til að bæta við svala­lok­un­um í 15 íbúða fjöl­býl­is­húsi á lóð­inni Vefara­stræti nr. 15 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:54