31. janúar 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Arna Kristín Hilmarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Farsældartún - skipulag202410035
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 619. fundi sínum að að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags fyrir nýtt skipulag að Farsældartúni. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Tillagan skal kynnt í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni. Haldinn var kynningar og íbúafundur í sal FMos þann 05.12.2024. Umsagnafrestur var frá 02.12.2024 til og með 10.01.2025. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 12.12.2024, Veitum ohf., dags. 13.12.2024, Skipulagsstofnun, dags. 18.12.2024, Landsneti, dags. 06.01.2025, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 10.01.2025, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 10.01.2025, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 01.10.2025, Reykjavíkurborg, dags. 22.01.2025, Veðurstofu Íslands, dags. 28.01.2025.
Umsagnir lagðar fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum Farsældartúns áframhaldandi vinnu máls.
2. Grenndarstöð við Skálahlíð - deiliskipulagsbreyting202404054
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Skálahlíð vegna nýrrar grenndarstöðar í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Breytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var tekin til umfjöllunar eftir auglýsingu á 622. fundi nefndarinnar.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Fellshlíð við Helgafell - ósk um skipulag og uppbyggingu202405235
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir lóðina Fellshlíð í Helgafelli. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skilgreina byggingarreiti fyrir mannvirki og byggingarskilmála. Lóðin er hluti íbúðarsvæði 302-Íb í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 en tilheyrir ekki skilgreindum uppbyggingaráföngum hverfisins.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu deiliskipulags í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Lynghólsvegur 21 L125365 - deiliskipulagsbreyting202409250
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu frístundasvæðis 526-F að Lynghólsvegi 17-23, er snertir fasteign Lynghólsvegar 21. Byggingarreitur er samræmdur núverandi staðsetningu mannvirkja og húss, auk þess sem skipulagsákvæði og byggingarheimildir eru uppfærðar til samræmis við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Innfærðir eru ýmsir skilmálar til samræmis við kröfur.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með kynningarbréfi til aðliggjandi hagaðila, í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.
5. Fossatunga 28 og 33 - Deiliskipulagsbreyting202501589
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu einbýlishúaslóðirnar að Fossatungu 28 og 33. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreita til samræmis við ákvæði um nýtingarhlutfall deiliskipulagsins og úthlutun lóða. Einnig er lóð Fossatungu 33 stækkuð til austurs til samræmis við lóðamörk Fossatungu 30E-30F.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með kynningarbréfi til aðliggjandi hagaðila, í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.
6. Frístundabyggð Óskotsvegar við Hafravatn - heildarsýn og skipulag202411689
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls og samráð.
7. Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta202408291
Lögð eru fram til kynningar og umræðu fyrstu vinnsludrög að hönnun nýrra brauta.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls og samráð.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 539202501017F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.1. Úugata 10-12 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202406629
Bjarg íbúðafélag hses. Kletthálsi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsmíðuðum timbureiningum tvö 12 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Úugata nr. 10 - 12 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir Úugata 10: 884,4 m², 2.413,7 m³.
Stærðir Úugata 12: 884,4 m², 2.413,7 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Langitangi 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202403884
Olís ehf. Skútuvogi 5 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta bílaþvottastöðvar á lóðinni Langitangi nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.