Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. janúar 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mark­aðs­áætlun fyr­ir Mos­fells­bæ 2024-2025202408432

    Sveinn Líndal Jóhannsson frá auglýsingastofunni Ennemm kynnir tillögur að markaðsefni fyrir Mosfellsbæ.

    Bæj­ar­ráð þakk­ar Sveini Lín­dal Jó­hanns­syni, frá aug­lýs­inga­stof­unni Ennemm, fyr­ir góða kynn­ingu á mark­aðs­efni fyr­ir Mos­fells­bæ.

    Gestir
    • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
    • 2. Leik­skól­inn Hlað­hamr­ar, fram­tíðaráform og næstu skref202403189

      Óskað er heimildar bæjarráðs til fara í skoðun og greiningu á framtíð Hlaðhamra sem leikskóla.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að fara í skoð­un og grein­ingu á fram­tíð Hlað­hamra sem leik­skóla þar sem bæði starf­semi og hús­næði verði skoð­uð heild­rænt.

      Gestir
      • Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
      • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
    • 3. Kvísl­ar­skóli - bruna­varn­ir202501726

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að hefja framkvæmdir vegna brunavarna á þriðju hæð Kvíslarskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að hefja fram­kvæmd­ir vegna bruna­varna á þriðju hæð (risi) Kvísl­ar­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi fjár­fest­inga­áætlun 2025.

      Gestir
      • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 4. Áskor­un til sveit­ar­fé­laga vegna áfeng­is­sölu á íþrótta­við­burð­um202501699

      Áskorun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi til sveitarfélaga vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum.

      Bæj­ar­ráð þakk­ar fyr­ir fram­kom­ið er­indi. Bæj­ar­ráð tek­ur und­ir að fram fari ábyrg stefnu­mót­un á landsvísu þeg­ar kem­ur að áfeng­isneyslu í tengsl­um við sam­fé­lags­lega við­burði. Jafn­framt er sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til með­ferð­ar og af­greiðslu íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

    • 5. Fjár­mögn­un sam­kvæmt fjár­hags­áætlun 2025202501539

      Tillaga varðandi aðgang að skammtímafjármögnun lögð fram til samþykktar.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að veita sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, heim­ild til að taka skamm­tíma­lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð allt að 1.000 m.kr. upp í fyr­ir­hug­að­ar lán­tök­ur hjá sjóðn­um á ár­inu 2025. Í heim­ild­inni felst um­boð til þess að und­ir­rita láns­samn­inga við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga hf. og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­tök­um þess­um, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

      • 6. For­gangs­verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar - ver­um hag­sýn í rekstri rík­is­ins202501740

        Umsögn stjórnar SSH vegna forgangsverkefnis ríkisstjórnarinnar um hagræðingu, einfalda stjórnsýslu og sameiningu stofnana lögð fram til kynningar.

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:56