30. janúar 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ 2024-2025202408432
Sveinn Líndal Jóhannsson frá auglýsingastofunni Ennemm kynnir tillögur að markaðsefni fyrir Mosfellsbæ.
Bæjarráð þakkar Sveini Líndal Jóhannssyni, frá auglýsingastofunni Ennemm, fyrir góða kynningu á markaðsefni fyrir Mosfellsbæ.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
2. Leikskólinn Hlaðhamrar, framtíðaráform og næstu skref202403189
Óskað er heimildar bæjarráðs til fara í skoðun og greiningu á framtíð Hlaðhamra sem leikskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að fara í skoðun og greiningu á framtíð Hlaðhamra sem leikskóla þar sem bæði starfsemi og húsnæði verði skoðuð heildrænt.
Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
4. Áskorun til sveitarfélaga vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum202501699
Áskorun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi til sveitarfélaga vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum.
Bæjarráð þakkar fyrir framkomið erindi. Bæjarráð tekur undir að fram fari ábyrg stefnumótun á landsvísu þegar kemur að áfengisneyslu í tengslum við samfélagslega viðburði. Jafnframt er samþykkt með fimm atkvæðum að vísa erindinu til meðferðar og afgreiðslu íþrótta- og tómstundanefndar.
5. Fjármögnun samkvæmt fjárhagsáætlun 2025202501539
Tillaga varðandi aðgang að skammtímafjármögnun lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að veita sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 1.000 m.kr. upp í fyrirhugaðar lántökur hjá sjóðnum á árinu 2025. Í heimildinni felst umboð til þess að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga hf. og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
6. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar - verum hagsýn í rekstri ríkisins202501740
Umsögn stjórnar SSH vegna forgangsverkefnis ríkisstjórnarinnar um hagræðingu, einfalda stjórnsýslu og sameiningu stofnana lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.