9. janúar 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem verði nr. 7 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppbygging við Bjarkarholt 32-34202211248
Drög að samkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt 32 - 34 lagt fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag um uppbyggingu við Bjarkarholt 32-34 og heimilar bæjarstjóra að undirrita samkomulagið og ljúka við gerð þeirra skjala sem tilheyra samkomulaginu skv. tillögu.
2. Heitur pottur með ramp fyrir hreyfihamlaða202411616
Upplýsingar um styrki og framlög vegna framkvæmda við heitan pott fyrir hreyfihamlaða lagðar fram til kynningar.
Upplýsingar um styrki og framlög vegna framkvæmda við heitan pott fyrir hreyfihamlaða lagðar fram til kynningar.
Málinu er vísað til kynningar í velferðarnefnd og notendaráði fatlaðs fólks.3. Brattahlíð 12 - Umsögn um geymslustað ökutækja202411397
Frá Samgöngustofu beiðni um umsögn vegna geymslustaðar ökutækja vegna starfsleyfis ökutækjaleigu þar sem leigt er út eitt ökutæki að Bröttuhlíð 12.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við að fyrirtækið hljóti starfsleyfi ökutækjaleigu fyrir eitt ökutæki að Bröttuhlíð 12, í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar um starfsemina.
4. Húsnæði skammtímadvalar fyrir fötluð börn og ungmenni202501130
Óskað er heimildar bæjarráðs til kaupa á sérbýli til að nýta fyrir skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila kaup á sérbýli fyrir skammtímadvöl fatlaðra barna og ungmenna samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt er samþykkt að íbúðin í Hulduhlíð verði seld eða nýtt sem félagsleg íbúð. Málinu er jafnframt vísað til kynningar í velferðarnefnd og notendaráði fatlaðs fólks.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
5. Skólaþjónusta við grindvísk börn202412143
Erindi frá innviðaráðuneyti varðandi skólaþjónustu við börn sem eru með lögheimili í Grindavík en sækja leik- og grunnskóla utan sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga frá samningi á þeim grundvelli sem lýst er í erindi ráðuneytisins.
6. Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins202412358
Erindi frá umhverfis- orku og loftslagsráðuneyti þar sem vakin er athygli á uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósarsamningsins hér á landi. Umsagnarfrestur er til 20. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.
7. Leikskólinn Hlaðhamrar202403189
Upplýsingar veittar um stöðu mála á leikskólanum Hlaðhömrum.
Staða mála varðandi leikskólann Hlaðhamra rædd á fundinum. Bæjarstjóri upplýsti jafnframt um fund sem haldinn var með foreldrum barna leikskólans 8. janúar sl.
Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði