13. júní 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samþykkt SSH um meðhöndlun úrgangs202311062
Seinni umræða um samþykkt Mosfellsbæjar um meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt um meðhöndlun úrgangs við aðra umræðu.
2. Hlégarður, Háholti 2 - umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfi Studio Emissary202406069
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis vegna tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Hlégarði 3.-6. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna tónlistarhátíðar í Hlégarði 3.- 6. júlí nk.
3. Leikskólinn Hlaðhamrar202403189
Skýrslur um ástandsskoðun á Hlaðhömrum lagðar fram til kynningar.
Ástandsskýrslur EFLU varðandi Hlaðhamra lagðar fram og kynntar. Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði að vinna málið áfram.
Gestir
- Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
4. Götulýsing - uppsetning LED lampa202401528
Lagt er til að bæjarráð samþykki útboð á uppsetningu á LED lömpum til götulýsingar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum útboð á uppsetningu á LED lömpum til götulýsingar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
5. Breyting á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning202406085
Breyting á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Næsti fundur bæjarráðs fer fram 20. júní nk. Samþykkt er að fundardagskrá og fundargögn verði send 18. júní nk. þar sem mánudagur er frídagur.